Skagablaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 1
Verður Akranes loksins ai ferðamannabæ?
Skagaferðir leigja heima-
vist Fjölbrautaskólans sem
sumarhótel fram til 1990
Skagaferðir og Skagaveitingar annars vegar og Fjölbrautarskóli
Vesturlands hins vegar undirrituðu á mánudagskvöld samning um
leigu heimavistar skólans frá og með 5. júní í ár og til sumarloka árið
1990. Leigutími hvers árs, að þessu undanskildu, er frá 1. júní til 25.
ágúst.
I samningum skuldbinda
leigutakar sig til að greiða
skólanum 20% af brúttótekjum
vegna sölu gistingar og veitinga að
drádregnum söluskatti árin 1988-
1990 - þó aldrei lægri upphæð en
kr. 700.000 á sumri. Upphæð
þessi er bundin lánskjaravísitölu.
I ár greiða Skagaferðir hins vegar
15% af brúttótekjum vegna sölu
gistingar og veitinga.
Þessi samningur er tímamóta-
markandi fyrir báða aðila. Með
honum hefur Fjölbrautaskóli
Vesturlands tryggt sér vel á þriðju
milljón króna í tekjur á núgild-
andi verðlagi næstu 4 sumur og
Skagaferðir hafa jafnframt stigið
mikilvægt skref sitt til uppbygg-
ingar ferðaþjónustu á Akranesi til
þessa. Annað stórt skref í sögu
hlutafélagsins var stigið fyrr á
þessu ári er Inga Ósk Jónsdóttir
var ráðin framkvæmdastjóri
Skagaferða með það að markmiði
að gera starfið að heilsársstarfi.
í samningum á milli skólans og
Skagaferða, sem er fjölþættur, er
m.a. gert ráð fyrir því að skólinn
fái afnot að allt að 10 herbergjum
frá 10. júní til 15. ágúst árhverten
leigutaka er þó heimilt að nýta
þau herbergi hafi ekki verið til-
kynnt um væntanleg afnot af þeim
með tveggja mánaða fyrirvara.
Óhætt er að fullyrða að þessi
samningur gerbreyti allri aðstöðu
Skagaferða til sölu á gistingu og
veitingum í bænum. Með tilkomu
hans getur hlutafélagið nú óhikað
unnið að því af fullum krafti að
skipuleggja ferðir hópa til Akra-
ness með gistingu í huga enda
aðstaðan í heimavist FV sérlega
glæsileg.
Hlutaðeigandi aðilar skála í kampavíni fyrir undirritun samningsins á mánudagskvöld.
Ingimundur
bæjarstjóri
í Garðabæ
Ingimundur Sigurpálsson,
sem gegnt hefur starfi bæjar-
stjóra hér á Akranesi frá því
1982 var í gær ráðinn bæjar-
stjóri í Garðabæ. Tekur hann
við af Jóni Gauta Jónssyni,
sem verið hefur í starfinu frá
1978.
Hver tekur við starfi Ingi-
mundar hér á Akranesi er enn
ekkert vitað en Skagablaðið
hefur heyrt að Gísla Gísla-
syni, bæjarritara, kunni að
verða boðið starfið.
Ingimundur sagði í stuttu
spjalli við Skagablaðið í gær,
að ekki væri endanlega
ákveðið hvenær hann tæki við
starfinu í Garðabænum en
ljóst væri þó að það yrði fljót-
lega.
Sigursveit Inga Steinars við spilaborðið.
Sveit Inga Steinars
varð bikarmeistari
Sveit Inga Steinars Gunnlaugssonar tryggði sér um helgina sigur
í bikarkeppni sveita hjá Bridgefélagi Akraness með því að leggja
sveit Harðar Pálssonar að velli. Sveit Harðar hafði titilinn að verja.
Sveit Inga Steinars skipuðu auk hans þeir Einar Guðmundsson,
Ólafur Grétar Ólafsson og Guðjón Guðmundsson.
Akranesmeistari í sveitakeppni varð hins vegar sveit Alfreðs
Viktorssonar. Sveitin tók snemma forystu í mótinu og hélt henni
allt til loka. Alfreð og menn hans, þeir Eiríkur Jónsson, Karl
Alfreðsson, Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Bjarnason,
hlutu 182 stig. Sveit Inga Steinars varð í 2. sæti með 165 stig, þá
kom sveit Harðar Pálssonbar með 162 stig, í 4. sæti varð sveit Árna
Bragasonar með 160 stig og 5. sætið skipaði sveit Halldórs Hall-
grímssonar.
Árleg hreinsunarvika
hefst á mánudaginn
Hin árlega hreinsunarvika, sem
sameinað hefur bæjarbúa í átaki
til fegrunar bæjarins, hefst á mánu-
daginn og stendur út næstu viku.
Á þeim tíma munu starfsmenn
bæjarins og Vinnuskólans leggja
bæjarbúum lið við að fjarlægja
rusl frá lóðum svo fremi því hafi
verið safnað saman og það sett í
poka.
Síðustu ár má segja að hreins-
unarvika hafi snúist upp í eina
allsherj ar andlitslyftingu á bænum
enda hefur verið haft á því orð að
Akranes verði fegurri bær með
hverju árinu. Þrátt fyrir miklar
framfarir á þessu sviði eru þó enn
ákveðin svæði í bænum, sem
stinga í augun.
Þeir, sem vilja fá aðstoð við að
losna við rusl og annað sem þarf á
haugana að lokinni tiltekt í garð-
inum og snyrtingu á nánasta
umhverfi, þurfa ekki annað en að
hafa samband við hlutaðeigandi
aðila (sjá nánar auglýsingu um
hreinsunarvikuna á bls. 9 í blað-
inu í dag) og verður það þá sótt.
Skagablaðið skorar á bæjarbúa
að taka nú saman höndum rétt
eina ferðina enn og gera ærlegt
átak í fegrun bæjarins.