Skagablaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 7
• Haukur í horni fjallaði í síð-
ustu viku um samningaviðræður
Knattspyrnufélags ÍA og Guð-
jóns Þórðarsonar, viðræður sem
fóru út um þúfur án þess nokkru
sinni að komast á almennilegt
skrið. Heldur fannst Hauki þar
halla á stjórn félagsins í ljósi
þeirra upplýsinga er hann hafði
aflað sér. Málið virðist þó hafa
verið eilítið öðru vísi vaxið en
Haukur í horni hafði spurnir af
og breytir það eðli þess nokkuð.
Samkvæmt nýjum heimildum
Hauks í horni, sem hann telur
enga ástæðu til að rengja fremur
en þær er hann byggði mál sitt á í
síðustu viku, var það Guðjón
sjálfur sem í raun batt enda á all-
ar hugsanlegar málamiðlanir.
Eins og fram kom í síðustu viku
gerði stjórn félagsins Guðjóni til-
boð en hann kom með gagntil-
boð sem var allmiklu hærra. Lá
því ljóst fyrir að ekki yrði samið í
fyrstu atrennu. Daginn eftir
herma heimildir Hauks í horni að
bankað hafi verið upp hjá Guð-
jóni og hann inntur eftir því
hvort hann væri sama sinnis. Svar
hans var já og lét hann það fylgja
að hann væri ekki tilbúinn í neitt
prútt niður fyrir sínar kröfur. Við
svo búið töldu stjórnarmenn ekki
möguleika á samningum við
hann og var því samið við Sigurð
Lárusson. Þessi hugleiðing
Hauks í horni nú er aðeins sett
fram til þess að varpa frekara
ljósi á gang þessara umræddu
samningaviðræðna því svo virð-
ist sem sagan hafi ekki öll komist
til skila er Haukur í horni fiskaði
eftir henni í síðustu viku.
• Sorphaugar bæjarins hafa stund-
um verið á milli tannanna á fólki og
þá oftar en ekki fyrir slæma
umgengni og subbuskap. Tvisvar á
einni viku hefur Haukur í horni haft
af því spurnir að hringt hafi verið á
ritst j órnarskrifstofu Skagablaðsins
til þess að vekja athygli blaðsins á
yfirgengilegum sóðaskap á haugun-
um. í síðara skiptið hringdi utan-
bæjarkona, sem var nýflutt í bæinn,
og sagðist hún hafa átt í mestu vand-
ræðum við að gera upp við sig hvort
henda bæri rusli á einhvern ákveðinn
stað eða skilja það bara eftir á víða-
vangi eftir að komið var innfyrir
sorphaugasvæðið. Lét konan þau
ummæli fylgja að hún hefði aldrei
kynnst öðrum eins subbuskap og við-
gengst á sorphaugum bæjarins og
hlyti að vera hægt að ganga þarna
betur um. Haukur í horni tekur undir
þessa gagnrýni og skorar á hlutaðeig-
andi aðila að kippa þessu í liðinn.
Skagablaðið leitar álits utanbæjamema í Fjölbrautaskóla Vesturlands á lífinu og tilverunni á Akranesi yffir vetrartímann:
Skólinn gamaldags og Skaga-
menn em óheyrilega montnir
Á hverju hausti streymir að fjöldinn allur af fólki sem sækir menntun
sína til Fjölbrautaskólans. Má leiða að því getum að þarna sé um að
ræða á annað hundrað manns. Geta menn auðveldlega sagt sér að
þama er á ferð fólk sem veitir miklum fjármunum til ýmissa þátta
bæjarlífsins. Okkur Skagablaðsmönnum lék forvitni á að veita hvert
álit þeirra væri á bæjarbragnum og íbúum Akraness.
„Ferlega skrítið
fólk“
„Mér finnst Akurnesingar vera
frekar skrítnir. Sumir þeirra eru
mjög lokaðir og erfitt að kynnast
þeim. Þeir sem láta eitthvað í sér
heyra eru oft ákaflega montnir“,
sagði Sigurlaug Njarðardóttir,
fimmtán ára stúlka frá Siglufirði,
sem er á fyrsta ári sínu í Fjölbraut
og er á Hagfræðibraut.
Hún sagði, að ástæðan fyrir því
að hún valdi Akranes til að
mennta sig á, væri sú að hana
langaði að komast nálægt Reykja-
vík, en samt ekki í sjálfan höfuð-
staðinn þar sem það væri alltof
dýrt að búa þar og þess vegna
hentaði Akranes ágætlega.
Aðspurð sagði Sigurlaug að
skólinn hérna væri góður, en frek-
ar ósmekklegur að innan. Hún
sagði að flestir kennararnir væru
leiðinlegir og það væru einnig sum
fögin sem hún þyrfti að nema hér.
Félagslífið í skólanum kvað hún
vera sama og ekkert, en sagðist
stunda flest það sem boðið væri
upp á.
Sigurlaug sagðist versla það
sem hún þyrfti að mestu leyti hér,
en benti á að sér fyndist verð á
ýmsum vörum allt of hátt. Hún
sagði ennfremur að það væri aðal-
lega út af því að það væri of kostn-
aðarsamt að fara til Reykjavíkur
að versla, að hún héldi sig við
verslanirnar hér í bænum.
Þegar hún var spurð að því
hvort hún gæti hugsað sér að búa
áfram á Akranesi svaraði hún því
að það gæti vel verið og kvað aðal-
ástæðuna vera þægilega staðsetn-
• Páll Hrannar Hermannsson.
ingu bæjarins, en bætti því við að
veðrið hér væri mjög leiðinlegt.
„Heima er best“
Næstur á vegi okkar blaða-
manna var piltungur sem kvaðst
heita Páll Hrannar Hermannsson
og vera frá Ólafsvík. Hann er á
sautjánda ári og hefur verið í
skólanum í rúmlega eitt ár og
leggur stund á nám á viðskipta-
braut. Páll sagði að hann hefði
valið Fjölbrautaskólann á Akra-
nesi sökum þess að það er tiltölu-
lega stutt til Ólafsvíkur og svo
fékk hann pláss á heimavistinni.
Páli sagðist líka mjög vel við
skólann, en fannst stofnunin jafn-
framt vera óttalega gamaldags og
úr sér gengna. Hann sagði að
kennararnir væru yfirhöfuð ágætir
og svo væri einnig um félagslíf
nemenda í skólanum. Hann sagð-
ist taka þátt í félagsstörfum bæði á
vegum skólans og utan hans, en
þó væri lærdómurinn alltaf látinn
ganga fyrir. Páll sagði að það væri
mjög góður mórall innan heima-
vistarinnar og þar væru mjög
hressir krakkar sem auðvelt væri
að komast í kynni við.
Páll sagði um Skagamenn, að
það mætti svo sem alltaf finna
ljósa punkta, en það væri líka rétt
að benda á að bæjarbragurinn
yrði dauflegri án utanbæjarnema
og því finndist sér alltaf leiðinlegt
þegar Akurnesingar gerðu sig
breiða og færu að tala um sveita-
menn og dreifbýlislið.
Aðspurður sagðist Páll Hrann-
ar fara frekar til Reykjavíkur til
að gera innkaup á fatnaði og slíku
þar sem að úrvalið væri meira þar
og vöruverði stillt í hóf. Samt
sagðist hann alvega vera til í það
að búa á Akranesi ef hann fengi
vinnu við sitt hæfi. Hann bætti þó
við að heima væri samt alltaf best.
„Óþolandi
montnir11
„Verðlagið á hlutunum hér er
yfirleitt alltof hátt. Þannig að
maður geymir það að versla í smá
tíma og fer frekar í stóra verslun-
arferð til Reykjavíkur, það er
miklu hagkvæmara ef maður er til
dæmis að kaupa sér föt,“ sagði
Atli Þór Kristbergsson, sautján
ára piltur frá Stykkishólmi. Hann
er á fyrsta ári í skólanum og er á
Náttúrufræðibraut.
Hann sagði ástæðu þess að
hann fór til Akraness en ekki
eitthvað annað fyrst og fremst
vera prýðilega staðsetningu
bæjarins; mitt á milli heimabyggð-
ar og höfuðstaðarins. Einnig spil-
aði það inn í að hann komst inn á
heimavist.
Atli sagði að skólinn væri ágæt-
ur, þó frekar gamall og sóðalegur.
Hann sagði að kennararnir væru
mjög góðir og ekki væri hægt að
klaga þá fyrir að standa sig ekki í
stykkinu. Atli sagði aðspurður að
sér þætti félagslíf nemenda með
ágætum, en hann sagðist ekki
stunda það af neinu ráði en er þó
virkur í Kvikmyndaklúbbnum.
Hann var sammála Páli með góð-
an anda á heimavistinni og sagði
að það hjálpaði mikið til hve fljótt
fólk kynntist á slíkum stað.
Hann sagði Skagamenn marga
vera mjög opna, en um leið óþol-
andi montna og kvað þá hafa þann
leiðinlega ósið að líta á utan-
bæjarnemendur sem eitthvað að-
komu sveitalið. Hann sagðist
alveg geta hugsað sér að búa áfram
hér á Akranesi eftir að vera búinn
að kynnst bænum og íbúum hans.
„Akranes er
rokrassgat"
„Ég gæti alls ekki hugsað mér
að búa hérna til frambúðar. Akra-
nes er rokrassgat og það rignir allt-
of mikið hér og þetta er hálfgerð
flatneskja hér allt í kring,“ sagði
Sólrún Guðjónsdóttir fjórði við-
mælandi Skagablaðsins. Hún hef-
ur verið hér í fjögur ár, en var
áður í eitt ár við nám í Mennta-
• Atli Þór Kristbergsson.
• Sólrún Guðjónsdóttir.
skólanum við Laugavatn. Hún er
tvítug og er á Viðskiptabraut.
Sólrún kvaðst hafa komið hing-
að vegna þess að henni líkaði ekki
við hina takmörkuðu námsmögu-
leika á Laugarvatni. Ennig var
stór þáttur í komu hennar til Akr-
aness sá að hún býr hér hjá vanda-
mönnum og þarf því ekki að hafa
áhyggjur af fæði og húsnæði.
Aðspurð kvaðst hún yfirleitt
ekki versla hér, vegna þess að hér
væru alltof litlar verslanir og yfir-
fullar af vörum, þannig að það
væri engin ánægja fólgin í því að
versla á Akranesi. Hún bætti því
við að starfsfólkið í verslununum
væri mjög þurrt á manninn og
jaðraði oft við að það væri ókurt-
eist.
Sólrún sagði að fólkið hér væri
frekar lokað og erfitt að kynnast
því fyrst. Hún sagði jafnframt að
sér fyndist Skagamenn mjög latir
við að sinna ýmsum menningar-
málum í bænum og nefndi sem
dæmi að þeir sæktu leiksýningar
ákaflega illa miðað við fjölda
fólks í bænum. Einnig fannst
henni algjörlega vanta félags-
heimili og almennilegan skemmti-
stað í bænum og benti réttilega á
að flest bæjarfélög sem eru mun
minni en Akranes, hefðu yfir að
ráða mun stærri húsnæði til
skemmtana.
Skólann sagði Sólrún hafa
marga stóra galla og væri til dæmis
allt of lítill. Hún kvað kennara
skólans vera ágæta en allt of fáa.
Sólrún sagði að það mætti samt
vera ljóst að Akranes væri ekki
alvondur staður, því að annars
hefði hún varla þraukað í fjögur
ár samfleytt.
„Skagamenn hafa
reynstmérvel“
Fimmti viðmælandi Skaga-
blaðsins var ungur Ólsari, Bogi
Pétursson. Hann er á þriðja ári í
skólanum og er á íþróttabraut.
Honum fannst bærinn passlega
stór og vel staðsettur. Bogi leigði
fyrst úti í bæ, en er nú á heimavist-
inni og líkar bara vel.
„Skagamenn eru mjög gott fólk
og þeir sem ég hef kynnst hafa
reynst mér vel. Flestir vinir mínir
eru af Skaganum og ég hef kynnst
þeim aðallega í gegnum íþróttirn-
ar sem ég stunda og ég hef ekki
orðið var við annað en að þeir séu
mjög opnir og auðvelt að komast í
kynni við þá.“ Hann sagðist versla
flest allt sem hann þyrfti hér í
bænum og kvaðst ekki gera neitt
veður út af því þó að það væri
nokkrum krónum dýrari vörur
hér en í Reykjavík.
Bogi sagði að sér líkaði vel í
skólanum og fannst hann alls ekki
niðurdrepandi en sagði að timbur-
skúrarnir sem eru á lóð skólans
væru frekar óþægilegt kennslu-
húsnæði. Kennararnirfannst hon-
um góðir, þó með ákveðnum
undantekningum, en sagði það
fara mikið eftir því hvernig
nemendur væru sjálfir upplagðir
hvort kennarar væru skemmtileg-
• Bogi Pétursson.
ir. Hann sagði að þetta væri ekki
léttur skóli og það þyrfti að hafa
fyrir honum, sérstaklega þegar að
fólk væri komið í efri áfanga. Bogi
kvaðst ekki hafa haft tíma til að
sinna félagslífi skólans að ein-
hverju ráði, en sagðist mæta á
ræðukeppnir og fara í ferðir á veg-
um nemenda.
- Myndirðu vilja búa hér til
frambúðar?
„Já, það hugsa ég. Frá Akra-
nesi er stutt í allt og þjónustan í
sjálfum bænum er ágæt. Það er
líka stór þáttur að maður er laus
við lætin sem fylgja því að vera
búsettur á sjálfu höfuðborgar-
svæðinu.“
„Betra í
Borgarnesi“
Að síðustu spjölluðum við
Skagablaðsmenn við tvítuga
stúlku frá Borgarnesi, Hólmfríði
Sveinsdóttur. Hún er á fjórða ári á
íþróttabraut og leigir húsnæði úti
í bæ. Hún hóf nám við Fjölbrauta-
skólann á Akranesi fyrir nokkrum
árum, en leiddist og skipti um
skóla og fór í Ármúlaskólann.
Dvölin í höfuðborginni var þó
ekki skárri þannig að Hólmfríður
ákvað að koma aftur á Akranes og
ljúka námi hér. Við spurðum
hana fyrst hvemig henni líkaði við
Skagamenn.
„Þeir em ágætisfólk. Margir
eru reyndar ferlega montnir, en
það fólk sem ég umgengst er alveg
prýðilega hresst. Maður hefur
reyndar tekið eftir því að sumir
Akurnesingar eru að reyna að
gera örvæntingafulla tilraun til
þess að viðhalda einhverjum
ímynduðum ríg á milli Skaga-
manna og Borgnesinga, en þetta
eru nú bara fáir aðilar.“
Hólmfríður sagði skólann hér
ekki vera neitt mjög spennandi,
en alveg þolanlegan, annars hefði
hún varla verið að koma aftur.
Hún sagði að miðað við Ármúla
væri Fjölbrautaskóli Vesturlands,
áberandi snyrtilegri og nefndi sem
dæmi að hér væri ekki leyft að
ganga um á skónum inn í skólann
en það væri leyft í Ármúla og ylli
það því að skólinn þar væri mun
sóðalegri. Hún sagði að félagslífið
hér væri með ágætum og stæði
aðeins á nemendum sjálfum að
vera virkir.
Aðspurð um það hvort hún gæti
hugsað sér að búa á Akranesi til
frambúðar sagði Hólmfríður að
hún héldi það ekki vera og sagði
að Borgarnes væri mun fýsilegri
staður.
6
7
t