Skagablaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 8
1 þróttir 1 þróttir j þróttir 1 þróttir 1 þróttir
Skagamenn með „fullt
hús“ eftir 3 umferoir
Sigurganga Skagamanna í
handboltanum heldur áfram. A
laugardaginn sigruðu þeir í sínum
þriðja leik í röð og hafa þá sigrað
í öllum leikjum sínum hingað til.
Þeir mættu Völsungi frá Húsa-
vík og fór leikurinn fram nyrðra
og sigruðu Skagamenn, 20-18, í
hörkuspennandi leik. Samkvæmt
heimildarmanni okkar á Húsavík
léku Skagamenn mjög vel í þess-
um leik og átti Halldór Stefánsson
stórleik í markinu og varði þrjú
vítaköst í leiknum. Léku Skaga-
menn mjög sterkan og yfirvegað-
an varnarleik með Sigþór Hregg-
viðsson og Pétur Björnsson sem
bestu menn.
Staðan í hálfleik var 10-9 Skaga-
mönnum í hag. Skagamenn höfðu
ætíð frumkvæðið í leiknum og
náðu Völsungar aldrei að komast
yfir en þeir jöfnuðu leikinn nokkr-
um sinnum. í síðari hálfleik kom-
ust Skagamenn í 14-11, en Völs-
ungar minnkuðu muninn í 14-13.
Síðan var jafnt 17-17, en Skaga-
menn komust í 20-17, en heima-
menn áttu síðasta orðið í leiknum
og lokatölur urðu 20-18 eins og
áður sagði.
Skagablaðið hafði samband við
Gissur Þór Ágústsson þjálfara og
sagði hann að þrátt fyrir góðan
leik á Húsavík mættu leikmenn
liðsins ekki ofmetnast. Þrátt fyrir
góða byrjun væru aðeins þremur
leikjum lokið og nær allt mótið
eftir ennþá. Hann sagði að Völs-
ungar væru með mjög efnilegt lið
og ættu örugglega eftir að láta
mikið að sér kveða í vetur, þrátt
fyrir tapið gegn Skagamönnum.
Gissur sagði að þetta hefði verið
fyrsti heimaleikur þeirra í nýju og
glæsilegu íþróttahúsi og hefðu
áhorfendur verið á milli fjögur og
fimm hundruð og stemningin ver-
ið mikil og heimamenn óspart
hvattir.
Mörk Skagamanna í leiknum á
Húsavík skorðuð: Pétur Ingólfs-
son 8, Pétur Björnsso 4, Hlynur
Sigurbjörnsson 3, Óli Páll Engil-
bertsson og Kristinn Reimarsson
tvö hver og Hilmar Barðason eitt
mark.
Drengjalandsliðið í Svíþjóö um sl. helgi:
Tveir Skagamenn í ís>
lenska líðinu og sá
þriðp sat á bekknum
Tvíburabræðurnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir voru á
dögunum valdir í drengjalandsliðið sem mætti Svíum í seinni leik
liðanna í Evrópukeppni drengjalandsliða, sem fram fór í Marie-
stad, og er tólf þúsund manna bær í Svíþjóð.
Eftir 3-3 jafntefli hér heima, fengu íslensku strákarnir slæman
skell í Svíþjóð og töpuðu 5-0. En sólarglætan fyrir okkur Skaga-
menn var að Bjarki Gunnlaugsson kom inn á í þessum leik strax í
upphafi sfðari hálfleiks og lék þar með sinn fyrsta landsleik, en tví-
burabróðir hans, Arnar sat á varamannabekknum, en það verður
ekki langt að bíða þess að hann leiki sinn fyrsta leik.
í stuttu spjalli við Skagablaðið sagði Bjarki að sér hefði gengið
nokkuð vel í leiknum eftir að hann kom inn á. Hann sagði okkur að
Sigurður Sigursteinsson, Skagamaður hefði leikið allan leikinn og
staðið sig vel að vanda. Bjarki sagði að sigur Svíanna hefði verið
allt of stór því flest mörkin sem þeir skoruðu hefðu komið eftir
slæm varnarmistök í íslensku vörninni.
Kalmar FF féll í aÖra
deildina um helgina
Kalmar FE, mótherjar Skaga-
manna í Evrópukeppni bikarhafa
nú í haust, fengu heldur betur á
baukinn um helgina, en þá féll lið-
ið í 2. deild. Önnur deild I
Svíþjóð, samsvarar þriðju deild
hérna hjá okkur, því þar er
Úrvalsdeild, sem er deild bestu
liða og 1. deild er því í raun önnur
deild.
Kalmar er því heldur betur
komið niður á jörðina aftur eftir
sigurleikinn gegn Skagamönnum,
en þá voru leikmenn og forráða-
menn liðsins mjög bjartsýnir og
töldu að liðið hefði alla burði til
þess að bjarga sér ef þeir lékju þá
leiki sem eftir væru í deildinni eins
vel og þeir léku gegn Skagamönn-
um. En sá leikur hefur greinilega
verið eini almennilegi leikurinn
sem þeir hafa leikið í langan tíma
og þeir hafa greinilega ekki náð
öðrum slíkum. Pað merkilega við
þetta allt saman er að Kalmar FF
er nú eina knattspyrnuliðið frá
Svíþjóð sem er enn í Evrópu-
mótunum í knattspyrnu og mæta
þeir mótherjum Skagamanna frá í
fyrra í næstú umferð eða Sporting
Lissabon.
En þau leiðu tíðindi bárust líka
frá Svíþjóð að liðið sem Teitur
Þórðarson þjálfar, Skövde, er ein-
nig fallið í 2. deild ásamt Kalmar
FF. Eins og kom fram í viðtali við
Teit í Skagablaðinu í byrjun sept-
ember, þá sagði hann að liðið væri
mjög ungt og óreynt og gæti hæg-
lega fallið, og svo hefur raunin
orðið á.
Sigurmark Kalmar gegn ÍA á dögunum.
Gunnar Sig.
ogfrúí
heiðurs-
stúkunni
á Wembley
Gunnar Sigurðsson, sem er
einn stjórnarmanna KSI, var
á meðal heiðursgesta á lands-
leik Englendinga og Tyrkja á
Wembley á miðvikudag í síð-
ustu viku. Auk Gunnars var
eiginkonu hans Asrúnu Bald-
vinsdóttur og tveimur stjórn-
armönnum KSI boðið á leik-
inn.
Gunnar sagði að ástæða
þess að þau voru á leiknum
hefði verið sú, að þau voru á
heimleið frá Portúgal eftir
landsleik Ólympíulandsliðs-
ins þar í landi á dögunum.
Höfðu þau samband við
Sigurð Hannesson fram-
kvæmdastjora KSÍ, og báðu
hann að útvega miða á lands-
leikinn og leitaði hann til
enska knattspyrnusambands-
ins, sem brást mjög vel við og
bauð öllum fjórum í heiðurs-
stúkuna á Wembley og síðan í
glæsilega veislu á vellinum
eftir leikinn, þar sem leik-
menn beggja liða voru ásamt
forystumönnum knattspyrnu-
sambanda landanna. f þessari
veiski voru um 200 muu.
Gunnar sagði að það hefði
verið hálf kaldhæðnislegt
þegar að Tyrkneska landslið-
ið gekk í salinn stóðu leik-
menn og forystumenn enska
landsliðsins upp og klöppuðu
fyrir þeim en þeir töpuðu
leiknum 8-0.
Gunnar sagði, að leikurinn
hefði verið frábærlega leikinn
af hálfu Englendinga og
margir leikmanna þeirra farið
á kostum, en mótstaðaTyrkj-
anna hefði verið lítil. En fyrir
sig og íslendingana sem þarna
voru hefði þetta verið
ógleymanlegur dagur. Bæði
leikurinn sjálfur og móttök-
urnar sem þau fengu.
Fengu
skell á
Króknum
Heldur fengu Skagamenn
slæma útreið í fyrsta leik sínum í
1. deild Islandsmótsins í körfu-
knattleik um síðustu helgi. Þeir
sóttu þá Sauðkrækinga heim og
mættu heimamönnum Tindastóls
á föstudagskvöld. Ekki var ferð
Skagamanna til fjár því leikurinn
tapaðist með 30 stiga mun, 59:89.
Að sögn Þorvarðar Magnús-
sonar, þjálfara liðsins, var tapið á
endanum kannski öllu stærra en
hægt var að sætta sig við með góðu
móti. „Fyrri hálfleikurinn var
ágætur af okkar hálfu og framan
af síðari hálfleiknum gekk vel en
síðan keyrðu þeir upp hraðann og
þá misstum við sjónar af þeim,“
sagði Þorvarður.
Staðan f hálfleik var 42:34
Tindastóli í vil en í upphafi síðari
hálfleiks þjörmuðu okkar menn
að heimaliðinu og náðu að
minnka muninn í 2 stig, 43:45. Þá
skildu leiðir á ný og munaði þegar
upp var staðið mikið um þriggja
stiga körfur Tindastóls.
Þeir Bogi Pétursson og Jóhann
Guðmundsson voru stigahæstir
okkar manna, skoruðu 16 stig
hvor um sig. Næsti leikur Skaga-
manna er gegn Úí A á útivelli.
Körfuboltinn:
Uppogofan
hjá 5. flokki
Strákarnir í 5. flokki í körfunni
tóku um helgina þátt í fjölliðamóti
í Hagaskólanum í Reykjavík og
öttu þar kappi við 3 lið. Gekk
þeim þokkalega, unnu einn leik
og töpuðu tveimur.
Sigurleikurinn var gegn B-liði
Hauka, 43:21. Þar skoraði Gunn-
laugur Jónsson mest, 11 stig.
Bjarki Halldórsson skoraði 10,
Sigurður Halldórsson 8 og Dagur
Þórisson 6.
Strákarnir töpuðu naumlega
fyrir KR, 28:34, eftir að hafa leitt
lengstum í ágætum leik. Þar skor-
aði Sigurður mest, 13 stig, en þeir
Hlini Baldursson og Dagur 5
hvor. Skellurinn kom hins vegar í
leik gegn ÍR, þar sem ÍA tapaði
18:76. „ÍR-ingarnir voru með
langbesta liðið og áttu enga
samleið með hinum liðunum í
þessu móti,“ sagði Ragnar Sig-
urðsson, þjálfari strákanna. Hlini
skoraði 6 stig og þeir Dagur og
Bjarki 5 hvor.
Auglýsiðí
Skagablaðinu
8