Skagablaðið - 09.06.1988, Page 1
Grásleppuvertíöin:
Léleg vertíð
AUt bendir til þess að grá-
sleppuvertíðin verði léleg að
þessu sinni. Vertíðin fór mjög
illa af stað og að sögn kavíar-
framleiðenda hefur lítið rofað
tU að undanförnu.
„Ég giska á að við höfum
fengið upp undir 200 tunnur
frá Akranesbátunum fram til
þessa. Ég kalla það gott ef við
náum 400 tunnum áður en
yfir lýkur. Það er með því ié-
legasta sem ég man eftir,“
sagði Þorsteinn Jónsson í
Fiskiðjunni Arctic í samtali
við Skagablaðið.
Sigríður Eríksdóttir í
kavíarverksmiðju Vignis
Jónssonar sagði að nú hefði
borist á land svipað magn
hrogna og á sama tíma í fyrra.
„Við höfum fengið um 170
tunnur og það er svipað og á
sama tíma og í fyrra, kannski
heldur meira. Það er allt útlit
fyrir að þessi vertíð verði slök
þrátt fyrir góðar horfur í
vor,“ sagði Sigríður.
Sigríður sagði einnig að
stærsti straumur yrði um
miðja næstu viku, en þá gæti
veiðin glæðst nokkuð.
Júnímánuður hefur yfir-
leitt reynst grásleppukörlun-
um vel, þannig að menn hafa
ekki gefið upp alla von um að
rætist úr þessari vertíð.
Akumesingar
aMreifleiri
Akurnesingar voru 5.426
talsins 1. desember í fyrra og
hafa aldrei verið fleiri í sögu
bæjarins. Þetta kemur fram í
yfirliti Hagstofunnar um
mannfjölda á íslandi.
Þetta er að vísu ekki afger-
andi met í mannfjölda á Akra-
nesi, því árið 1982 töldust
Skagamenn vera 5.420.
Karlmenn eru í meirihluta
meðal íbúa bæjarins eins og
reyndar víðast annars staðar.
Karlar á Akranesi voru 2.751
fyrsta desember 1987, en
konurnar voru þá 2.675 að
tölu.
Haraldur Sturlaugsson, fram-
kvæmdastjóri HB & co og fyrrum
stjórnarformaður Sfldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar, gaf ekki
kost á sér í stjóm fyrirtækisins á
aðalfundi. Ástæðan er langvar-
andi og djúpstæður ágreiningur
um framtíðarskipulag SFA og
Heimaskaga.
HB & co á um 30% hlutafjár í
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni og það vekur því athygli að
fyrirtækið skuli draga fulltrúa sinn
úr stjórn. Haraldur hefur verið
talsmaður þess að halda rekstri
SFA og Heimaskaga aðskildum,
en ýmsir aðrir hafa viljað sameina
þessi fyrirtæki.
Þá hefur Haraldur hvatt til þess
að hlutafé fyrirtækisins yrði auk-
ið, en sú hugmynd hefur mætt
andstöðu, m.a. vegna ótta við að
einhver einn aðili næði meirihluta
í fyrirtækinu.
Haraldur sagði í samtali við
Skagablaðið að hann teldi ekki
rétt að vera lengur stjórnarfor-
maður í fyrirtæki, þar sem stefnan
væri á móti sannfæringu hans.
„Það var nauðsynlegt að leysa
þennan hnút, einhver varð að
vægja svo það tækist. Forsvars-
menn fyrirtækisins geta nú gengið
ótruflaðir til verka af minni
hálfu,“ sagði Haraldur.
HB & co lýsti fyrr í vetur yfir
vilja sínum til þess að selja hlut
sinn í SFA og sá vilji er enn fyrir
hendi.
Gísli Gíslason bæjarstjóri tók
sæti í stjórn SFA fyrir hönd Akra-
neskaupstaðar, sem á um 30% í
fyrirtækinu. Gísli kom í stað Guð-
mundar Pálmasonar, forstjóra
Hafarnarins. Auk Gísla kom
Þorgeir Haraldsson inn í stjórn-
Sómanna
dagunnn
Sjá sí&u 8 og 9
Gísli sagði við Skagablaðið í
gær að það hefði verið styrkur fyr-
ir fyrirtækið ef Haraldur hefði set-
ið áfram í stjórn. Hins vegar væri
erfitt að spá um afleiðingar
ákvörðunar Haralds.
Seta Gísla í stjórn SFA hefur í
för með sér að bærinn mun skipta
sér meira af málefnum fyrirtækis-
ins en áður. Ljóst er að umræðan
um sameiningu mun halda áfram,
en Gísli sagðist ekki eiga von á að
af henni yrði á næstunni.
Bærinn hefur eins og HB & co
vilj að losna við hlut sinn í SFA, en
að sögn Gísla munu bæjaryfirvöld
varla taka frumkvæði í því nú á
næstunni.
Talsvert starfer enn óunnið við sundlaugina á Jaðarsbökkum, en nú hefur verið ákveðið að halda aldurs-
flokkamótið í sundi þar í júlí.
Aldursflokkamótið veröur haidið í sundlauginni á Jaðarsbökkum:
Laugin tilbúin um miðjan júlí
- leggjum höfuð okkar að veði fyrir því, segir Gísli Gíslason bæjarstjóri
„Það má segja að við leggjum höfuð okkar að veði fyrir því að sund-
laugin verði tilbúin fyrir aldursflokkamótið í sundi. Ég sé enga ástæðu
til að ætla að það muni ekki takast,“ sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri í
samtali við Skagablaðið.
Bæjarráð ákvað fyrir viku að
heimila Sundfélagi Akraness að
halda Aldursflokkameistaramót
íslands í sundi í nýju sundlauginni
á Jaðarsbökkum dagana 22.-24.
júlí. Það þýðir að ljúka þarf öllum
framkvæmdum við laugina ekki
síðar en um miðjan júlí.
Áður en þessi ákvörðun var
tekin átti bæjarráð viðræður við
verktakana sem sjá um fram-
kvæmdir. Þeir telja að hægt verði
að ljúka framkvæmdum við sund-
laugina tímanlega fyrir mótið.
Gísli Gíslason sagði að verká-
ætlun gerði ekki ráð fyrir mikilli
vinnu um kvöld og helgar. „Komi
eitthvað óvænt upp á, höfum við
yfirvinnuna upp á að hlaupa,“
sagði Gísli.
Sturlaugur Sturlaugsson for-
maður Sundfélags Akraness sagð-
ist fagna þessari ákvörðun bæjar-
yfirvalda. „Þetta verður gott fyrir
bæinn, sundfélagið og sundlaug-
ina. Það verður varla hægt að
vígja laugina á glæsilegri hátt,“
sagði Sturlaugur.
Undirbúningur fyrir mótið er
þegar hafinn og munu foreldrar
Hannes
Þorsteinsson
kylfingur, kennarí,
Irffræðingur, lands-
liðseinvakflur og
hönnuður í opnunni
eiga mikinn þátt í honum.
Þá hefur verið keypt tímatöku-
tæki fyrir eina milljón króna, sem
tekið verður í notkun á aldurs-
flokkamótinu.
Þátttakendur í aldursflokka-
mótinu skipta hundruðum og
sagðist Sturlaugur gera ráð fyrir
að brúttótekjur bæjarfélagsins af
mótinu yrði 2-3 milljónir króna.
Haraldur Sturlaugsson lét af setu í stjóm SFA vegna ágreinings um skipulagsmál:
Þurfti að leysa hnútinn
- segir Haraldur. Forsvarsmenn fyrirtækisins geta nú gengið ótruflaðir til verka af minni háttu.