Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 09.06.1988, Qupperneq 5

Skagablaðið - 09.06.1988, Qupperneq 5
Skagablaðið SPARIÐ Það borgar sig að kanna kjarapallatilboðin hjá okkur. Akraneskaupstaður - Bæjarritari Laus staða Starf gangavarðar við Grundaskóla er hér með auglýst til umsóknar. Nánari upplýsingar veita skólastjóri Grundaskóla og bæjarritari. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna fyrir 10. júní á eyðu- blöðum sem þar fást. BÆJARRITARI Vísur Oft var nauðsyn nú er þörf naumt erframlag skorið Á Höfða mega ei stöðvast störf - söfnum fyrir vorið. Nú er hafið verðugt verk við það gleðjast flestir styrkjum framtak, viljasterk sannir vinir, bestir. Leggjum góðu máli lið látumfé í sjóðinn Oft er frjálsa framlagið íframtíð mesti gróðinn. Allir eiga litríkt lof er leggja máli gengi Öldunganna heiðurs hof hér mun standa lengi. Valgarður L. Jónsson skrífar um Höfða: Hér er byggt á bjargi Undanfarna mánuði hefur verið unnið að byggingu annars áfanga á Höfða, af heilum hug og hollri hönd. Þarna er byggt á bjargi í orðsins fyllstu merkingu. Nokkur tími fór í að sprengja klöppina, sem á er byggt og undir- búa grunn. Oft máttu þessir ungu menn vinna við erfið veðraskil- yrði á s.l. vetri. Þetta hlaut að tefja verkið. Þrátt fyrir allt er þessum fyrsta áfanga byggingar- innar nú lokið. Hálfnað er verk þá hafið er, var virt orðtak hér fyrrum, vonandi heldur það sfnu gildi enn. Þótt verklegum grunni og þar með fyrsta áfanga sé lokið, er stórt átak eftir. Næsti áfangi þarf að verða stór og vel að verki stað- ið og til þess vandað, því það ber að vanda, sem lengi skal standa. Það er ætíð svo í lífinu þegar mikið stendur til og orku hugs og handa er krafist, þá þarf að hald- ast hönd í hönd, svo allt komist heilt í höfn. Þannig hefur það ver- ið og þannig vinnast sigrar fram- tíðarinnar. Samtakamátturinn ræður oft farsælum úrslitum. Ég tel mjög mikilvægt að næsti bygg- ingaráfangi verði sá, að byggja húsið upp fokhelt í einu átaki. Tvíverknaður til tafa Ekki fer á milli mála að þannig kemur kostnaðurinn best út. Tví- verknaður er alltaf til tafa og eyk- ur kostnað. Ég geri mér fulla grein fyrir, að hér geti orðið erfiður hjalli á vegi, en ekki óyfirstígan- legur. Þess vegna er öllum unnendum Höfða, og þeim sem þessa stofnun eiga, nauðsyn að leggja málum lið. Fólk segir stundum „ég er ekki aflögufær og get lxtið lagt í púkkið." í þessu felst mikill mis- skilningur, hér gildir orðtakið „safnast þegar saman kemur.“ Nú þegar hefur gjafafé til verks- ins borist, þar mætti minnast stór- gjafa. Þegar einstaklingar, sem lifað hafa við láglaunakjör og kynnst sárri fátækt gefa úr eigin vasa eitt hundrað þúsund krónur í einu lagi í þessa framkvæmd, þá sést hver hugur býr að baki. Það er þessi hugur fólks, sem framgangur og farsæld verksins byggist á að ótrúlega miklu leyti. Ef allur fjöldinn íbúa þessara byggða, sem hér eiga hlut að máli, hafa þennan hug til verksins, þá hlýtur að verða ánægjulegt að gera þessa þörfu byggingu að veruleika. Auðvitað eiga þessir stórtæku gefendur, sem ríða fyrst- ir á vaðið með hugrekki og kjark, ómældar þakkir skyldar. Upphaf- ið veldur miklu, það er hægara að styðja en reisa. Rausnarframlög Það hefur sýnt sig að það eru fleiri en einstaklingar sem leggja byggingunni lið með rausnarfram- lögum. Ég þykist full viss, að þetta sé rétta byrjunin, fjöldinn komi á eftir. Skrautleg gjafabréf, í ýms- um upphæðum, eru fyrir augum fólks í bönkum bæjarins og á skrifstofu Höfða. Þau eiga að bera gefendum þakklæti, sem lengi skal munað og minnst, nöfn gefenda ber einnig að skrifa niður í bók, sem yrði geymd um ókomna tíð á Dvalar- heimilinu Höfða. Og víðar mun gj afa minnst á virðulegan hátt sem vera ber, því sú fórn og vilji sem að baki býr á að hljóta þökk og virðingu, minna má það ekki vera. Vonandi verða margir til að leggja þessu þarfa máli lið með því að leggja eitthvað af mörkum og eignast skrautlegt gjafabréf. Ef einhver skyldi halda að gamla fólkið gangi hér fram með kröfugerð og láti ekkert af hendi sjálft, þá er það mikill misskiln- ingur. Gamla fólkið lætur aldrei standa uppá sig, stundum er gjöf- in stærst af minnstum efnum. Unnið fyrir kynslóðir Hitt ber fólki einnig að hafa hugfast, að ellin er stundarfyrir- brigði. Þeir semn eru aldnir að árum í dag, víkja fyrr en varir af sviðinu og skila af sér til næstu kynslóðar, sem verður komin í Fyrsta hluta annars áfanga Höfða er nú lokið oghvetur greinarhöfund- ur Skagamenn tilþess að leggja verkinu liðþannigað húsið verðifokhelt nœsta sumar. þessi sömu spor fyrr en varir og þannig koll af kolli. Því er verið að vinna verk fyrir kynslóðir, ekki aðeins kynslóð. Ég þekki þá heiðursmenn, sem um framkvæmdir sjá, að því að vinna að heilum hug og góðum vilja. Ég veit þeir vilja húsið upp í einum áfanga og tilbúið fokhelt í byrjun næsta árs. Það er mark- miðið. Það er heiður okkar allra að standa að baki þeirra og gera gagn, svo sá draumur verði að veruleika. Þá ætti framhaldið að verða léttara. Akranesi 25 maí 1988 Valgarður L. Jónsson ESSO ULTRA Obufélagið hf. ESSO Breiðargötu 1 - S 11894 Smurstöðin Smiðjuvöllum 2 - S 12445 Næst þegar þú lætur Birgi á Smurstöðinni skipta rnn olíu á bílnum þínum biddu hann þá um Ultra olíima írá ESSO. Við varðveitum vélarafíið með gæðavörum. Varðveitið vélaraflið með nýju „Léttleikandi olíunni“ frá ESSO

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.