Skagablaðið


Skagablaðið - 09.06.1988, Síða 9

Skagablaðið - 09.06.1988, Síða 9
Skagablaðið 9 Róðrarsveit triilukarla tók svakalega á, en það fcerði þeim bara annað sœtið. Áhöfnin á Skipaskaga réri hraðast í róðrarkeppni skipshafna, en slipparar unnu róðrarkeppni landsveita. Fjórir sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni. Á myndinni eru f. v.: Björn Jónsson sóknarprestur, Jón Arnason, Gunnlaugur Sigurbjörns- son, Gunnar Jörundsson, Guðni Eyjólfsson og Rúnar Davíðsson for- maður sjómannadagsráðs. Jón Örn Arnarson kampakátur eftir að hafa unnið flöskuna með kossi. Hann reyndist fljótastur stauraklifrara. Stoltið leynir sér ekki. Fá launaflokk í kjarabót Fjölbrautaskóli Vesturlands útskrifaði nýlega 41 ófaglærða verkakonu af svokölluðu kjarna- námskeiði. Konurnar eru allar í STAK og fá kauphækkun sem nemur einum launaflokki fyrir þátttöku sína í námskeiðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á námskeið af þessu tagi á Akranesi. Konumar sem útskrifuðust starfa á dagheimilum, Höfða og sjúkrahúsinu. Auk þess voru dag- mæður í hópnum. Námskeiðið fólst í kennslu í almennri sálar- fræði, skyndihjálp, starfsstelling- um, heilbrigðisfræði. Auk þess var rætt um tryggingamál og rétt- indi og skyldur starfsmanna. Helgi Andrésson, formaður Starfsmannafélags Akraneskaup- staðar, sagði í samtali við Skaga- blaðið að námskeiðið hefði mikið og margþætt gildi. „Markmiðið er auðvitað fyrst og fremst að gera fólk hæfara í starfi. En um leið fær fólk allt aðra tilfinningu fyrir starfi sínu eftir svona námskeið og þarna kemur upp umræða um hluti sem annars er tæpast rætt um. Auk þess er þetta kjarabót og það hefur eflaust ýtt undir þátt- tökuna, sem var mjög góð. Mér finnst þetta samstarf við fjöl- brautaskólann mjög ánægjulegt. Þetta er alhliða skóli sem sjálfsagt er að nýta á þennan hátt. Ég vænti þess að áframhald verði á þessu samstarfi og hvet aðra til þess að nýta sér þennan möguleika," sagði Helgi. Gert er ráð fyrir að kjarnanám- skeiðinu verði fylgt eftir með svokölluðu valgreinanámskeiði í námsefnið meira en gert var á haust. Þar er áformað að sérhæfa kjarnanámskeiðinu. Ódýr sumardekk □ Minnum á ódýru OHTSU sumardekkin □ Skiptum um dekk meðan beðið er DEKKJAVERKSTÆÐIÐ ÞJÓÐBRAUTl-S 13244 Nú er rétti tíminn til ntimálningar Málning í miklu úrvali, litir við allra hæfí. Mjöghagstætt verð. FYRIR HREINSUNARYIKUNA: Garðáhöld í miklu úrvah. Bensínsláttuvélar - ótrúlega hagstætt verð. Lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst. VIÐ HÖFUM REYNSL U OG ÞEKKINGU. //% málpíngarP,, /^pjonuslan hf MW STELH0LTI16S11799

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.