Skagablaðið


Skagablaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 1
Breytingin á skattakerfinu skilar sér til ríkis en ekki til sveitarfélaganna: Staðgreiðslukerfið rýrir tekjur bæjar- ins um 20 milljónir Bæjarsjóður Akraness kemur til með að verða af 20 milljónum króna á þessu ári vegna breytinga á skattkerfi landsmanna um síðustu áramót. Samkvæmt gömlu álagningarreglunum var áætlað að tekjur bæjarsjóðs af útsvari og tekjuskatti næmu a.m.k. 215 - 220 milljónum króna en aðeins 197 milljónir króna koma í hlut bæjarins samkvæmt staðgreiðslukerfinu. Gefur auga leið að þessar 20 milljónir hefðu kom- ið sér vel á sama tíma og aðeins um 13% af heUdartekjum bæjarins er ráðstafað til eignabreytinga. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi jafnt og þétt úr um 20%, sem var algengt fyrir nokkrum árum, og hefur skert framkvæmdagetu bæjarins mjög. „Þetta riðlar fjárhagsáætlun bæjarins ekki því við gerðum ráð fyrir 192 milljónum króna í tekjur af útsvari og eignaskatti,“ sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri. Hann bætti því við, að skiljanlega hefðu 20 milljónir til viðbótar komið sér vel á tímum mikilla og kostnaðar- samra framkvæmda. Auðvitað væri surt að sjá á bak þessum tekj- um en eins og staðan í vaxtamál- um væri í dag væri óðs manns æði að auka enn lántökur til að standa straum af framkvæmdum. Þrátt fyrir fregnir af mun betri innheimtu skatta með nýja stað- Gísli Gíslason, bœjarstjóri. greiðslukerfinu en gert var ráð fyrir í upphafi hefur hún ekki skil- að sér í réttu hlutfalli til sveitarfé- laganna. Bæjarsjóður hafði um síðustu mánaðamót fengið 77 milljónir króna frá ríkinu af þeim 197 sem gert er ráð fyrir á árinu. Samkvæmt gamla kerfinu og því innheimtuhlutfalli sem var á Akranesi hefði bærinn fengið 76 milljónir króna í kassann fyrstu 6 mánuði ársins. „Sá ótti sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét í ljósi á síðasta ári er að koma í Ijós núna,“ sagði bæjarstjóri. „Það var mál manna, að ríkið væri ekki undir það búið að koma staðgreiðslukerfinu á um síðustu áramót því undirbúning- stíminn var illa nýttur. Því var lagt til að staðgeiðslpkerfi skatta yrði frestað um eitt ár á meðan verið væri að hnýta þá hnúta sem þurfti. Ekki var hlustað á rök sveitar- stjórnarmanna og afleiðingin er nú að koma í ljós.“ Verðkönnun Veröalgsstofnunar í matvöruverslunum: Góð útkoma á Akranesi Matvöruverslanir á Akranesi komu enn eina ferðina mjög vel út í verðkönnun, sem Yerðlagsstofnun gerði fyrir stuttu. Kemur þar fram, að verð á matvöru er mjög svipað hér og gerist hjá stórmörkuðum í Reykjavík. f upplýsingum frá Verðlags- stofnun kemur einnig fram, að verðlag í Borgarnesi er 3,8% hærra en á Akranesi. Verðlag á Snæfellsnesi var aftur á móti 0,6% lægra en í Borgarnesi. í Dalasýsl- um var verð hins vegar 0,6% hærra en í Borgarnesi. Því má glöggt ráða af tölunum að Akra- nes er með hagstæðasta verðlag á matvöru á öllu Vesturlandi og er fyllilega samkeppnisfært við stóru verslanirnar á Höfuðborgarsvæð- inu. Það eru reyndar ekki ný sann- indi því matvöruverslanir hér hafa um árabil staðið jafnfætis Reykja- víkurrisunum. Þegar könnunin er skoðuð nán- ar kemur í Ijós að verðlag á ísa- firði og í Vestmannaeyjum er einna hæst á landinu. Þau rök, að flutningskostnaður ráði þar mestu um þrjóta nú, þar sem Bolvíking- ar voru nokkuð lægri en nágrann- ar þeirra ísfirðingar og er flutn- ingskostnaðurinn þó hinn sami á þessa staði. Virðist því álagning á dýrustu stöðunum einfaldlega hærri en annars staðar. Sigri fagnil Ólöf Ólafsdóttir, fyrirliði keppnisliðs Sundfélags Akraness, var að vonum kampakát er hún hampaði siguriaununum í Aldurs- flokkameistaramótinu á Jaðarsbökkum um helgina. Skagamenn unnu þar glæsilegan sigur. Sjá nánar á bls. 5 og 8 í blaðinu í dag. „Var búinn að sætta mig við að deyja“ - Skagablaðið ræðir við Björgvin Björgvinsson sem komst lifandi en stórslasaður úr hildarleik er námugöng hrundu yfir hann, þar sem hann var við störf á Svalbarða fyrir nokkru

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.