Skagablaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 11
Skaaablaðið
11
í brennidepli
Fullt nafn? Einar Vignir
Einarsson.
Fæðingardagur? 13. des-
ember 1958
Fæðingarstaður? Akranes
Fjölskylduhagir? Kvæntur
Sigríði Olafsdóttur og eigum
við tvær dætur.
Bifreið? Mitsubishi Galant
árg. 1980.
Starf? Stýrimaður.
Fyrri störf? Sama.
Helsti veikleiki þinn? Góð
steik (Góður matur).
Helsti kostur þinn? Læt
aðra að dæma um það.
Uppáhaldsmatur þinn?
Piparsteik að hætti Sirrýar.
Versti matur sem þú færð?
Finnst enginn matur vondur.
Uppáhaldsdrykkur þinn?
Tólf ára viský.
Uppáhaldstónlist? Dire,
Straits og Phil Collins.
Uppáhaldsblað/tímarit/
bók? Skagablaðið og
Mogginn.
Uppáhaldsíþróttamaður
þinn? Jóhann Hjartarson.
Uppáhaldsstjórnmálamað-
ur? „No comment".
Uppáhaldssjónvarpsefni
þitt? Fræðsluefni (Dýralífs-
myndir)
Leiðinlegasta sjónvarps-
efni? Svaraðu strax.
Uppáhalds útvarps- og
sjónvarpsmaður? Jón Ólafs-
son og Páll Magnússon.
Uppáhaldsleikari? Jack
Nicholson.
Besta kvikmynd sem þú
hefur séð? Gaukshreiðrið.
Hvernig eyðir þú frístund-
um þínum? I faðmi fjölskyld-
unnar.
Fallegasti staður á íslandi
sem þú hefur komið á?
Skaftafell og upp í Lón.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Heiðarleika.
Hvað angrar þig mest í fari
annarra? Óheiðarleiki.
Hvað líkar þér best við
Akranes? Rólegheitin og
fólkið.
Hvað líkar þér verst við
Akranes? Lyktir úr síldar-
verksmiðjunni.
Hvað myndir þú vilja fá í
afmælisgjöf? Feitan happ-
drættisvinning.
Hvað veitir þér mesta
afslöppun? Svefn.
Hvaða mál vilt þú að bæjar-
stjóm leggi höfuðáherslu á?
Hún er ágæt en mætti laga eitt
og annað.
Veitingahúsaflóran blómgast enn:
Stillholt opnað
eftir langt hlé
Veitingahúsið Stillholt hóf rekstur að nýju sl. föstudag eftir
að starfsemin hafði legið niðri frá því á áramótum. Það er
Gunnar Páll Ingólfsson sem hefur tekið staðinn á leigu til
þriggja mánaða af skiptaráðanda en uppboð á eignum Stillholts
er fyrirhugað í október. Hugmyndir eru uppi um að stærstu
kröfuhafarnir í þrotabúið stofni hlutafélag og leigi reksturinn út
áfram gangi allt að óskum.
„Þetta hefur skiljanlega farið
rólega af stað enda höfum við
ekkert auglýst að við séum búnir
að opna staðinn á ný,“ sagði
Gunnar Páll er Skagablaðið ræddi
við hann í vikunni. Gunnar Páll
sagðist hafa fengið 25 - 30 gesti í
mat en misst af öðrum eins fjölda
sökum þess að vínveitingaleyfið
erenn að velkjast í kerfinu. „Heil-
brigðisfulltrúi er búinn að gefa
grænt ljós á leyfið og þá er bara að
bíða eftir því að ráðuneytið gefi
vilyrði sitt fyrir vínveitingum."
Matseðillinn hjá Stillholti þessa
fyrstu helgi eftir endurreisnina var
einfaldur; boðið var upp á nokkra
kjöt- og fiskrétti sem féllu gestum
vel í geð að sögn Gunnars Páls.
Hann bætti því við, að ætlunin
væri að leggja áherslu á góðan mat
á góðu verði og fara rólega af stað.
„Það má alltaf efna til nýjunga
síðar en nú gildir að koma rek-
strinum í gang á ný,“ sagði hann.
Komið víða við
Gunnar Páll hefur komið víða
við á síðustu árum og sérhæft sig í
endurskipulagningu eldhúsa.
Þannig var hann t.d. ábyrgur fyrir
breytingum sem gerðar voru á
eldhúsi félagsheimilis Kópavogs,
einnig á eldhúsi RALA, Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins,
og hefur einnig verið á Hvann-
eyri. Þá hafði hann umsjón með
endurskipulagningu smárétta-
gerðar í Borgarnesi, sem m.a.
framleiðir pizzur. „Mér fannst
kominn tími á að gera eitthvað
fyrir sjálfan mig og fannst spenn-
andi að takast á við þetta verk-
efni,“ sagði Gunnar Páll.
Auglýst var eftir starfsfólki fyrir
helgina og hafa ráðningar gemgið
vel. Gunnar Páll og starfsfólk
hans stefnir að því að hafa Still-
holt opið frá kl. 10 á morgnana
fram eftir kvöldi og eflaust væri
það forvitnilegt fyrir bæjarbúa að
reka þar inn nefið einhvern næstu
daga til að kynnast því af eigin
raun hvernig til hefur tekist með
endurreisnina.
VatnsmótLeynismanna:
Gunnar Páll Ingólfsson, rekstrarstjóri veitingahússins Stillholts, sem
opnaði að nýju sl. föstudag ftir langt hlé.
Akraprjónsmótið í gotfi:
Þórdís sigraði
Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð hlutskörpust í Akra-
prjónsmótinu í golfi, sem fram fór á Garðavelli um helgina. Hún lék 18
holumar á 80 höggum, 10 höggum færri en sú er næst kom, Lóa Sigur-
björnsdóttir. Hún er einnig í Keili. Þriðja sætið kom í hlut Jóhönnu
Waagfjörd úr GR, sem lék á 91 höggi.
Ragnar sigraði
klúbbmeistarann
Ragnar Þór Ragnarsson varð
hlutskarpastur á Vatnsmóti Golf-
klúbbsins Leynis sem fram fór sl.
fimmtudag. leiknar voru 18 holur
án forgjafar og kom Ragnar inn á
73 höggum. Skaut hann m.a.
Omari Erni Ragnarssyni,
nýbökuðum klúbbmeistara, ref
fyrir rass. Ómar varð annar á 75
höggum og Hjalti Nielsen þriðji á
78 höggum.
I keppni með forgjöf sigraði
Aðalsteinn Huldarsson, lék á 65
höggum nettó. Jóhann Ágústsson
varð annar á 66 nettó og Guðni
Steinar Helgason þriðji á 67 högg-
um nettó. Þrír aðrir léku einnig á
Skagablaðið
næstH.ágúst
Skagablaðið vill vekja athygli
lesenda sinna svo og auglýsenda á
því að ekkert blað kemur út fimm-
tudaginn 4. ágúst næstkomandi
vegna sumarleyfis ritstjórnar.
Næsta blað verður á ferðinni
fimmtudaginn 11. ágúst, daginn
eftir að blaðið fagnar fjögurra ára
afmæli sínu.
67 höggum nettó.
Þátttaka á Vatnsmótinu, sem
hlaut það nafn á sínum tíma vegna
úrhellisrigningar er gerði þegar
mótið var fyrst haldið, var geysi-
lega góð og tók 41 keppandi þátt í
mótinu sl. fimmtudag.
Sigríður Ingvadóttir úr Leyni
var aðeins einu högi frá því að
næla sér í verðlaun í keppni án
forgjafar á þessu móti. Hún lék á
92 höggum. Alls tók 21 kona þátt
í mótinu, þar af fimm héðan frá
Akranesi.
Sigríður bætti verðlaunaskort-
inn í keppninni án forgjafar upp
með því að næla í 3. sætið með
forgjöf. Lék hún á 71 höggi nettó,
einu lakar en Lóa sem varð í 2.
sæti. Fyrsta sætið kom hins vegar í
hlut Jóhönnu Waagfjörð úr GR.
Hún lék vel undir sinni forgjöf og
sigraði á 64 höggum nettó.
Efnttilætt-
fræðinámskeiðs
Jón Valur Jensson, sá hinn
sami og annast ættfræðisíð-
una í DV, hygst efna til nám-
skeiðs í ættfræði í Borgarnesi
einhvern tíma á næstunni.
Jón Valur hefur gengist fyr-
ir fjölda námskeiða af þessu
tagi í Reykjavík og víðar um
land. Allar nánari upplýsing-
ar veitir námskeiðshaldarinn
í síma 91-27101.
Vertu tipp-topp um
Verslunarmannahelgina
TIPP
Vorum að taka uupp mikið úrval af galla-
fatnaði, bolum og ýmsu fleiru.
Tilvalið fyrir verslunarmannahelgina.
Odýrar vörur en samt tipp-topp.
0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10 TIL14.
TIIPP
T
SKÓLABRAUT 25 S13010