Skagablaðið


Skagablaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 5
Skagablaðið______________________________________________________________ GlæsilegursigurSkagamannaá Aldursflokkameistaramótinu ínýju Jaðarsbakkalauginni um helgina: „Gerðum okkur veikar vonir um sigur“ - sag6iHugiHaröarson, ,Jcraftaverkakarl“ og þjálfari íA. eftir að Skagamenn höföu skiliö keppinautana eftir 5 „Liðið sprakk út á hárréttum tíma og það gerði útslagið fyrir okkur. Undirbúningurinn skilaði sér 100% og til þess að tryggja sigur okkar enn frekar náðu Ægiringar ekki sínum besta árangri. Þó að við'höfum ekki gert okkur nema veikar vonir um sigur á mótinu fyrirfram var í rauninni búið að útkljá þetta að kvöldi laugardagsins. Það kom þó ekki í veg fyrir að krakkarnir héldu sínu síðasta daginn og gulltryggðu sigur- inn,“ sagði Hugi Harðarson, þjálfari keppnisliðs Sundfélags Akr- aness, eftir að liðið hafði unnið glæsilegan sigur á Aldursflokkameist- aramótinu í nýju Jaðarsbakkalauginni um helgina. Glæsileg byrjun Vart var hægt að hugsa sér glæsilegri byrjun á ferli laugarinn- Ragnheiður slé í gegn Það var víðar en í Jaðars- bakkalauginiti sem Skaga- menn gerðu það gott í sund- inu um helgina. Suður í Madrid á Spáni setti Ragn- heiður Runólfsdóttir Islands- met í 200 m bringusundi og einnig í 200 m fjórsundi. Ragnheiður tvíbætti metið í 200 m bringusundinu, synti í síðara skiptið á 2:37,11 mínútum. I fjórsundinu kom hún í mark á 2:25,34 mínút- um. Þá var hún aðeins 1/100 frá meti sínu í 100 m bringu- sundi, synti á 1:13,81. Ragnheiður fékk forkunn- arfagran bikar fyrir frammi- stöðu sína í 200 m bringu- sundi. Var sá bikar veittur fyrir besta afrekið hjá konun- um skv. alþjóðlegri stiga- töflu. ar. Veðrið lék við keppendur og þrátt fyrir að allt í kringum SV- hornið væri súld og rigning skein sólin glatt á Jaðarsbökkum. Geisl- arnir náðu að endingu alla leið inn í hjörtu allra Skagamanna sem á mótinu voru; keppenda, for- ráðamanna, foreldrafélagsins og áhorfenda, svo hrífandi var fram- mistaða sundfólksins unga. Sigurinn var sætur, ekki síst fyr- ir þá sök, að ef tekið var mið af árangri sundfólksins sem það hafði náð fyrir mótið áttu Skaga- menn að lenda í 2. - 3. sæti. Þegar á hólminn kom reyndist Skagalið- ið best undir keppnina búið. Margra mánaða æfingar og undir- búningur skilaði sér að fullu og rúmlega það því hver sundmaður- inn á fætur öðrum bætti árangur sinn. Á meðan Akurnesingar mættu einbeittir til hverrar grein- ar á fætur annarri greip um sig taugaveiklun hjá andstæðingun- um, sér í lagi hjá Ægiringum sem töldu sig eiga sigurinn vísan. Þegar upp var staðið hafði ÍA fengið 56,5 stigum meira en Ægir- ingar. ÍA hlaut 311 stig, Ægir 254,5 stig, Vestri, ísafirði, 181 stig og Bolungarvík 177 stig. Ef úrslit- in hefðu verið í samræmi við það sem stefndi í fyrir mótið hefði skapaði sigurinn Sveitir Skagamanna settu tvö undan. Alda Viktorsdóttir sigr- glæsileg Isiandsmet á Aldurs- aði í 200 m bringusundi stúlkna flokkameistaramótinu um helg- á 2:47,27 mín., Dagný Hauks- ina. Piltasveitin setti nýtt met í dóttir sigraði 150 m bringusundi 4 x 100 m fjórsundi á 4:19,58 hnátaá45,95sek. ogÓlafurSig- mín. Bætti metið um 26/100 úr urðsson sigraði í 50 m baksundi sekúndu. Þásettisveinasveit IA sveina á 36,59 sek. Iðuiega met í 4 x 50 metra skriðsundi á höfnuðu Skagamennirnir í 2. - 2:11,07 mín. Gamla metið var 4. sæti og í sumum tilfellum 2:15,54 mínúturogframfarirnar komu þau sæti öll í hlut ÍA og því geysilegar. gáfu mörg stig. Styrkur keppnishóps Það er því óhætt að segja að Skagamanna lá í því hversu sterk liðsheild Skagamanna hafi jafngóð frammistaðan var. ÍA legið að baki þessum glæsilega vann t.d. aðeins þrjár greinaref árangri frekar en að einstakir boðsundin hér að ofan eru skilin toppar hafi skapað sigurinn. VÉL ASTILLINGAR - RAFKERFAYIÐGERÐIR Tek að mér að stilla bílvélar og lagfæra raf- kerfi í bílum. Er með fullkomin tæki. Sæki bílinn og skila honum heim ef óskað er. Uppl. í síma 13220 eftir ld. 17. DEB-þjónustan Spengilegur hópur afreksfólks Sundfélags Akraness eftir glæsilegan sigur í Aldursflokkameistaramótinu um helgina. Ægir átt að fá 270 stig, Vestri 240 og ÍA 239 stig. Næsta takmark Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Aldursflokkameisaramótinu um helgina verður ekki látið staðar numið. Að sögn Huga hefur hann áhuga á að tefla fram B-íiði Skagamanna í 3. déildinni í sundi, sem fer fram í Neskaupsstað á næstu vikum en fljótlega hefst svo undirbúningur A-liðsins fyrir keppni 1. deildar sem fram fer í nóvember. Þar náðu Skagamenn að halda sæti sínu með glæsibrag þrátt fyrir spár um allt annað og nú er stefnan tekin á sigur í deild- inni. Möguleikarnir eru fyrir hendi ekki síst í ljósi þeirra gleði- legu tíðinda, að Ragnheiður Run- ólfsdóttir, sem náði stórkostleg- um árangri á spænska meistara- mótinu, hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍA á ný í haust eftir árs fjarveru. Glæsibragor „Það hefur orðið mikil breyting á Sundfélagi Akraness þann tíma sem ég hef starfað hér,“ sagði Hugi í spjalii við Skagablaðið. „Félagið er allt miklu virkara en það var og þáttur foreldrafélags- ins hefur verið stórkostlegur, ekki síst á þessu móti. Skipulagning Aldursflokkameistaramótsins var einstaklega vel heppnuð og ég hef það eftir reyndum mönnum innan aílari skipulagningu og umgjörð," sundíþróttarinnar, að aldrei fyrr sagði Hugi Harðarson í iokin. hafi verið j afn mikill glæsibragur á --—-------------------—--------- neinu sundmóti hérlendis. Þetta — Sjá myndir frá Ulótilll!! á jafnaðist á við stórmót erlendis í þJs, 8, SMTTSTJÓRI VESTURLAI'iDSUMDÆMIS Skattskrá Vestur- landsumdæmis Dagana 26. júlí - 8. ágúst, að báðum dögum meðtöldum, llggja frammi til sýnis skattskrár Vesturlandsumdæmis fyrir gjaldárið 1987, og söluskattsskrár fyrir árið 1986. Skrárnar liggja frammi á eftirtöldum stöðum: Á skattstofunni á Akranesi, Kirkjubraut 28. í öðrum sveitarfélögum í umdæminu, hjá umboðsmönnum skattstjóra. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast við framlagningu skránna. Akranesi26.júlí1988, Skattstjórínn í Vesturíandsumdæmi Greiðendur fasteignagjalda á Akranesi athugið! Fasteignagjöld fyrir árið 1988 eru nú öll fallin í gjalddaga. Hér með er skorað á þá aðila sem enn skulda fasteignagjöld að greiða nú þegar og eigi síðar en 30 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, en þá verður óskað eftir uppboðum hjá þeim aðilum, sem ekki hafa gert full skil, samkvæmt lögum nr. 49/1951 um sölu lögveða. INNHEIMTA AKRANESKA UPSTAÐAR

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.