Skagablaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 4
Skaqablaðið
Skagablaðið
Söfnuðu fyrir Höfða
Þessar tvær ungu stúlkur komu á rit-
stjórn Skagablaðsins fyrir stuttu eftir að
hafa efnt til hlutaveltu fyrir Dvalarheimilið
Höfða.
Þær Rakel Sigurðardóttir (t.v. á mynd)
og Jónína Margrét Sigmundsdóttir
söfnuðu kr. 2.258 með hlutaveltu að
Skarðsbraut 3. Peningunum komu þær tii
skila að Höfða.
Landssamtök
heimavinnandi
Stofnfundur Landssamtaka heimavinn-
andi fólks verður haldinn að Holiday-Inn
laugardaginn 14. október 1989, kl. 13.30.
Landssamtökunum er ætlað að veita
stjórnvöldum aðhald og vinna að leiðrétt-
ingu á kjörum og réttindum heimavinn-
andi.
Markmið samtakanna er að ná fram
leiðréttingu í lífeyrissjóðsmálum,
skattamálum, tryggingamálum og á öðrum
þeim sviðum, þar sem heimavinnandi fólk
hefur ekki notið réttar á við annað vinn-
andi fólk.
Meðal efnis á stofnfundinum eru ávörp
heiðursgesta, Jóhönnu Sigurðardóttur, fél-
agsmálaráðherra, og Davíðs Oddssonar,
borgarstjóra í Reykjavík, Ólafur Ólafsson,
landlæknir, flytur fyrirlestur um
mannvernd, Guðjón Á. Kristjánsson,
form. Farmanna- og fiskimannasambands-
ins, fjallar um stöðu sjómannskonunnar og
bóndakonunnar, Þuríður Pálsdóttir fjallar
um málefni ekkna og ekkla. Auk þessa
verður fjallað um ýmis önnur mál.
I lok fundarins verða síðan pallborðsum-
ræður undir stjórn Ólínu Þorvarðardóttur
og Guðjóns Arngrímssonar. Þar sitja fyrir
svörum þingmenn og ráðherrar, einn frá
hverjum stjórnmálaflokki.
Allir sem hafa áhuga á þessum málum
eru velkomnir á fundinn.
Harður slagur í
tvímenningnum
Mikil og hörð keppni er strax eftir fyrsta
kvöldið í þriggja kvölda tvímennings-
keppni Bridgefélags Akraness, sem hófst
sl. fimmtudag.
Það eru þeir Ingi Steinar Gunnlaugsson
og Einar Guðmundsson sem leiða slag-
inn eftir fyrsta kvöldið með 197 stig. f öðru
sæti eru þeir Guðmundur Sigurjónsson og
Arnar Sigurðsson með 195 stig, þriðju eru
þeir Árni Bragason og Alfreð Viktorsson
með 194 stig. í fjórða sæti koma svo þeir
Einar Gíslason og Ómar Sigurðsson með
189 stig og í 5. sæti eru Þorgeir Jósefsson
og Þórður Björgvinsson með 180 stig.
Myndbandaleigan
Ás flytur um set
Myndbandaleigan Ás hóf sl.
fimmtudag starfsemi í nýju hús-
næði að Kirkjubraut 11, þar sem
verslunin Valhöll var áður til
húsa. Þeir Áss-menn eru ekki
með öllu óvanir Kirkjubrautinni
því leigan var um tíma til húsa
aðeins neðar í götunni.
neð flutningunum hefur öll
aðstaða þeirra Áss-manna
breyst til mikilla muna. Húsnæð-
ið er mun stærra og sem dæmi
um breytinguna má nefna að í
húsnæðinu, sem leigan hafði til
umráða að Suðurgötu 103, mátti
koma fyrir um 1000 titlum í hill-
um en nú er pláss fyrir um 2800
titla að sögn þeirra Hreins
Björnssonar og Magnúsar Ing-
ólfssonar.
Þá hefur bílastæðum fjölgað
stórlega við flutningana því Ás
hefur nú afnot af stóru bílastæði
bakatil við leiguna. Innangengt
er af stæðinu í leiguna.
Auk þess að reka stóra mynd-
bandaleigu eru seldar hijómplöt-
ur í leigunni og er ætlunin að
auka úrval þeirra eftir flutning-
ana. Jafnframt reka þeir Magnús
og Hreinn tækjaleigu.
Um leið og Skagablaðið óskar
þeim félögum til hamingju með
nýja húsnæðið árnar það Mynd-
bandaleigunni Ási velfarnaðar í
viðskiptum um ókomna tíð.
Foreldra-
fræðsla
Heilsugælustöð Ákraness
efnir á næstunni til 5 vikna
námskeiðs fyrir verðandi for-
eldra.
Námskeið sem þetta hefur
ekki verið haldið í nokk-
urn tíma en hefst nú mið-
vikudaginn 18. okt. Allar
nánari uppl. eru veittar á
Heilsugæslustöðinni.
Fíimakeppni Knattspymufélags Ik
Þorgeir I Blert
varð sigurvegari
Sigurlið Þorgeirs & Ellerts með verðlaunin. Aftari röð frá vinstri: Þorgeir Jósefsson, Guðjón Guðmunds-
son, Einar Einarsson, Valgeir Barðason, Víðir Pálmason og Stefán Viðarsson.
Fremri röð: Kolbeinn Árnason, Haraldur Gylfason, Ellert Ingvarsson og Lárus Skúlason. Á myndina
vantar Guðjón Þórðarson, Engilbert Jóhannesson, Sigurð Mýrdal og liðsstjórana Benjamín Jósefsson og
Ragnar Sigurðsson.
Þorgeir & Ellert hf. bar sigur
úr býtum í firmakeppni Knatt-
spyrnufélags ÍA í knattspyrnu
utanhúss — rétt eina ferðina er
kannski nær að segja. Lið Þ&E
hefur verið vaskasta firmalið
bæjarins svo árum skiptir og
starfsmenn lagt metnað sinn í að
halda heiðri fyrirtækisins á lofti,
jafnt í verki sem leik.
Verðlaun f mótinu voru af-
hent sl. föstudagskvöld í fél-
agsaðstöðunni á Jaðarsbökkum.
Var þar kátt í hjalla hjá leik-
mönnum Þ&E enda full ástæða
til. Til þess að fagna áfanganum
var boðið upp á kampavín og
snittur, sem Þorgeir & Ellert hf.
lagði til.
Rest slysin verða á haustmánuðum
Nú fer í hönd sá tími, sem er hvað hættulegastur fyrir hinn gang
andi vegfaranda og sérstaklega fyrir börnin okkar. Samkvæmt skýrsl
um um umferðarslys þá eru það haustmánuðirnir, september og okt
óber, sem skera sig úr hvað varðar fjölda slysa.
Börnin sem eru að hefja sína Kenna þeim að þekkja gang
'
Hreinn Björnsson og Magnús Ingólfsson í hinu nýja húsnæði Mynd-
bandaleigunnar Ass.
rfyrstu skólagöngu þurfa að
varast margar hætturnar, ný við-
horf til umferðarinnar. Þau hafa
oft á tíðum ekki kynnst öðrum
vettvangi en sínu nánast um-
hverfi. Þau hafa jafnvel getað
notað götuna við heimili sitt sem
leikvöll, en það er að sjálfsögðu
mjög hættulegt þó umferð sé
lítil. Þetta getur haft þær af-
leiðingar að börnin telji sér ekki
hættu búna á götunni.
Hættusvæði
- ekki leiksvæði
Víða eru engar gangbrautir og
börn venjast því að fara yfir
götuna þar sem þau koma að
henni hverju sinni. Það þarf að fá
börnin til að skilja það að gatan
er og verður aldrei leikvöllur
heldur hættusvæði, þrátt fyrir
góðar merkingar, gangbrautir,
takmörkun ökuhraða og aðrar
öryggisráðstafanir.
Það er mjög brýnt að leiðbeina
börnunum, og ekki síst núna
þegar skólinn er að byrja. Fara
með þeim og velja öruggustu og
heppilegustu leiðina í skólann.
brautarmerkingar og hvernig þau
eiga að bera sig að við að fara
yfir gangbrautir.
Bráðlega mun lögreglan fara í
skólana til að fræða börnin uin
umferðina. Sú fræðsla sem lög-
reglan veitir er og á aðeins að
vera til viðbótar þeirri fræðslu
sem barnið á að fá heima. Án
samvinnu við foreldra, ef for-
eldrar taka ekki sinn hlut alvar-
lega í þessu sambandi, nær um-
ferðarfræðslan ekki tilgangi
sínum.
Við höfum beint þeim tilmæl-
um til foreldra að þau láti ekki
börn undir 10 ára aldri vera á
reiðhjólum sínum í umferðinni
eftir að hausta tekur og birtu tek-
ur að bregða. Börnin eiga í erfið-
leikum með að hafa öryggisbún-
að eins og ljós í lagi og eins hitt
að oft er erfitt fyrir þau að átta
sig á hvort hálka er eða ekki. Oft
er ísing að morgni og svo aftur er
kólnar með kvöldi.
Ökuleyfissvipting
Lögreglan fékk fyrir nokkru
nýjan radar til hraðamælinga og
hafa nú á skömmum tíma verið
teknir 11 ökumenn fyrir of hrað-
an akstur og hefur hraði mælst
allt að 100 km/klst. Þar sem stutt
er síðan þessir ökumenn voru
teknir hefur ekki verið dæmt í
málum þeirra enn, en lögreglan
mun örugglega mælast til að
nokkrir þessara ökumanna verði
sviptir ökuleyfi í einhvern tíma,
auk sekta. Þessir ökumenn ættu
Einn besti
ísinn í bænum!
Heit súkkulaði-
og karamellu-
sósa.
SKWMYl
KIRKJUBRAUT
íbúð til sölu
Fjögurra herb. íbúö í
blokk til sölu.
Uppl. í síma 11029
eftirkl. 17.
SLATURTÍÐ
Nú er sláturtíðin í fullum gangi og því slátrum
við öllum gömlum skuldum.
Látið ekki sauma að ykkur því að dráttarvext-
ir verða reiknaðir að kvöldi 16. október næst-
komandi á öll gjöld sem þá verða í vanskilum
við bæjarsjóð.
MEÐ KVEÐJU,
INNHEIMTUSTJÓRI
Þarftu að láta mála? TeK að mér alla alhliða málningarvinnu - vönduð vinna. Upplýsingar í síma 12646. GARÐARJÓNSSON • Kemiskhreinsun • Fatauressun ^ • Þvottahús-þvoum ((( |[||jNi)[gjJ))) allan þvott ^%^ímn2503Æ • Vönduð þjónusta
HREINGERNINGARÞJÓNUSTA Tökum okkur allar hreingerningar. Teppa- og húsgagna- hreinsun. Bónhreinsun og gólfbónun. Sjúgum upp vatn. ValurGunnarsson Vesturgötu 163-s 11877 Auglýsið í Skagablaðinu
Guðjón Þórðarson var einn
leikmanna Þ&E í mótinu en gat
ekki verið viðstaddur verðlaun-
aafhendinguna. Hann skoraði
sigurmarkið í úrslitaleiknum af
löngu færi. Leikurinn fór fram
við verstu aðstæður enda var felli
bylurinn Hugo í sínu fínasta
skarti á meðan. Svo hvasst var
þegar leikurinn fór fram að verð-
launaafhendingu var frestað.
Þetta var fjórði titill Guðjóns í
knattspyrnunni í sumar; hann
varð fslands- og Akureyrar-
meistari með KA og var í sigur-
liði Skagamanna í „Pollamótinu“
í sumar. Sannarlega árangursríkt
sumar hjá Guðjóni.
að leiða hugann að því hvernig
fara myndi eða hvað þeir gæti
gert ef skyndilega birtist gang-
andi vegfarandi, hversu mikla
möguleika þeir hefðu til að
stöðva ökutæki sitt við eðlileg
skilyrði, hvað þá í hálku og
bleytu.
Gangandi vegfarendur, sýnið
þá aðgát sem ykkur ber og fylgið
settum reglum.
Ökumenn, virðið rétt hins
gangandi vegfaranda. Gangandi
vegfarandi á ekki að þurfa að
hafa það á tilfinningunni að hann
sé í háska ef hann hættir sér út á
gangbrautina.
Svanur Geirdal,
yfírlögregluþjónn.
Námskeið
Hjálparsveit skáta á
Akranesi efnir til nám-
skeiðs í ferðamennsku
og notkun áttavita fyrir
rjúpnaskyttur og aðra
ferðalanga.
Námskeiðið hefst kl.
21 miðvikudaginn 18.
okt. í Skátahúsinu við
Háholt.
KMTTB0RÐSST0FM
VESTURGÖTU 48
AKRMES
V* m
W
Knattborðsstofan verður opin í vetur sem
hér segir:
Mánudaga - Föstudaga kl. 16 - 23.30
Laugardaga og sunnudaga kl. 14 -
23.30
10% afsláttur á tímum á milli kl. 16 og
19.30 virka daga.
Athugið að byrjendamót verður haldið
laugardaginn 21. október. Skráning og
nánari upplýsingar á Knattborðsstofunni
í síma 13360.
Billjard - íþrótt sem hentar öllum.
Batman á Akranesi!
Metað5ÓKnarmynd allra tíma 5i/' i/ægtsé til orða teHið.
Aldrei í sögu KviKmyndanna f r mynd orðið eins vinsæl og Batman, þar
sem hinn frábæri leiKari Jack Nicholson fer á Kostum.
BATMAH, TOPPMYND SEM PÚ VERÐUR AÐ SJÁ - TVSIVAR!
AÐALHLUTVERK: JacK Micholson, Michael Keaton, Kim Basinger.
Sýnd kl. 21 í kvöld, fimmtudag, annað kvöld, sunnudag og mánudag.
BÍÓHÖLL/N