Skagablaðið


Skagablaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 Daníel Ágústínusson í ham í Magna 1965: „Bœjarstjórnin svíkur gefn- ar yfirlýsingar". Skaginn 18. febrúar 1949. Á þessari forsíðu hamast blaðið bœði á Dögun og þeim sem oft var haldið fram að fjármögnuðu útgáfu Dögunar, Rússum. Elínborg Kristmundsdóttir var í ritnefnd Dögunar árið 1949 og fjallaði í 4. blaði þess árs um það sem hún kallaði rússagrýluna, „óskabarn íslenzka afturhalds- ins“. „t>ví er haldið fram, að við viljum vinna að því að Rússar nái hér bólfestu og yfirráðum. Þetta er bjálfaleg og heimskuleg ó- sannindaflækja, og sýnir úrræða- leysi og vandræðaleysi þessara aumu þjóna“, skrifar Elínborg og átti þá við þá aumu þjóna Bandaríkjamanna á fslandi. „Þessir föðurlandssvikarar“ Árið 1949 er eftirminnilegt ár í íslenskum stjórnmálum. Þá tók Alþingi ákvörðun um inngöngu íslands í NATO og það er vissu- lega fengur að því að geta lesið um þá atburði í bæjarblöðum. Fjórtánda apríl 1949, rúmlega hálfum mánuði eftir að Alþingi tók þessa umdeildu ákvörðun, er leiðari um málið í Skaganum. Þar eru mótmælin á Austurvelli kölluð fyrirlitleg ofbeldisverk og skrílslæti sem framin eru á frek- legan hátt. Þá er í leiðaranum ýjað að því að þarna hafi komm- únistar verið að því komnir að fremja byltingu! Framtak gefur kommúnistum þessa einkunn í leiðara 7. apríl: „Öll þjóðin þekkir nú af eigin raun, hvert manneðli þessir föðurlandssvikarar hafa að geyma. Kommúnistar hafa þegar reist sinn bautastein og graf- skriftin er í fullu samræmi við líf þeirra hér á landi. Við lýsum sök á hendur kommúnistum, hvar á landinu sem þeir búa, fyrir að hafa viljað og vilja frelsi þjóðarinnar feigt og friðinum blásið í ófrið“. Dögun kom út um þessar mundir og hafði auðvitað aðra sögu af þessum atburðum að segja. Blaðið hafði þessa fimm dálka fyrirsögn á foríðu: „Bandaríkjaleppar hræddir við afleiðingar gerða sinna“. Síðan segir í inngangi fréttar- innar: „Svo alvarlegur ótti hafði gripið Bandaríkjaleppana á Al- þingi, s.l. miðvikudag, er þeir höfðu samþykkt að selja íslenzk landréttindi Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, að þjóðinni for- spurðri, að Bjarni Ben þorði ekki að sitja uppréttur í bíl sín- um heim úr Alþingishúsinu, heldur lagðist endilangur á gólf bílsins, og í því aumkunarverða ástandi var honum keyrt heim.“ Glæsilegasta sigurár sósíalismans Þessi blöð fjölluðu sem sagt ekki bara um bæjarmál. Má raunar heita að ekkert milli him- ins og jarðar hafi verið þeim óviðkomandi. Dögun reyndi af fremsta megni að sýna bæjarbúum fram á yfirburði sósíalismans og leitaði m.a. fanga í fjarlægum heims- hornum. I september 1949 hafði blaðið mynd á forsíðu af Maó í góðum félagsskap og í mynda- texta greinir frá sigrum kín- versku alþýðuhersveitanna. „Árið 1949 hefur þess vegna orð- ið glæsilegasta sigurár sósíalism- ans frá upphafi hreyfingarinnar“. Á baksíðu er önnur mynd og þar kveður við allt annan tón. Myndin sýnir breska hermenn við verkfallsbrot og í myndatexta er sagt frá verkföllum og annarri óáran í auðvaldssamfélaginu Bretlandi. Laun þar eru sögð rýr. Skaginn hafði hins vegar þessi ráð til þeirra sem voru veikir fyr- ir kommúnisma: „Kynnið ykkur hið kommúnistíska lýðræði þeirra landa sem stefnan er í framkvæmd nú. Athugið afdrif smáríkjanna í nágrenni Rússlands. Og, hlustið eftir friðarvilja og sættfýsi Rússa á áralöngum friðarþingum. — Mér finnst það allt lúta dauðanum en ekki lífinu.“ („Kommúnismi er helstefna“, 10. tbl. 1. árg. Ekki var þó bara tekist á um stóru málin. Blöðin sendu hvert öðru alltaf af og til skeyti þar sem farið var háðulegum orðum um innihald andstæðingablaðanna. Framtak heilsaði Dögun auðvit- að þegar hún kom fyrst út og lýs- ir innihaldi hennar svona: Sennilega þýtt úr rússnesku „Léttar minningargreinar um horfna gæðinga (sællar minning- ar), brennandi hugvekja um ætt- jarðarást (sennilega þýtt úr rúss- nesku), háfleyg grein, er höfund- ur (af lítillæti) telur ekki betri en gamalt og slitið pennaskaft (hvað er laukrétt) og sitthvað fleira kryddað hárfínum bókmennta- perlum. Ef ráða má af líkum (dögun blaðsins) má telja víst, að það eigi í vændum milda kvöld- vöku (orðalag Skagans).“ Þessa sendingu fékk Dögun frá Framtaki nokkrum blöðum sfðar: „Dögun“, blað kommúnista á Akranesi, nýr krötunum því um nasir þessa dagana, að blað þeirra, „Skaginn", sé stutt fjár- hagslega af Alþýðubrauðgerð- inni, eða jafnvel gefið út af henni. Hvað sem rétt kann að vera í þessu, þá er hitt þó vísara að kommúnistablaðið hér, eins og alls staðar annars staðar, er hvort tveggja í senn kostað og stjórnað af rússneskri „brauð- gerð“, en pródúktið er þó sjaldn- ast annað en fjörefnalaust klístur. — Þeim ferst ekki að tala, rússnesku peðunum, sem saurugast hafa mélið í pokan- um“. Sölubörn fyrir aðkasti og sneypum Dögun gat ekki setið á sér og svaraði þessu skeyti hálfum mán- uði síðar: „Ekki klýjar Sjálf- stæðisflokkinn við lýginni frekar en fyrri daginn, og mikil er trú hans á trúgirni fólksins, ef hann ætlar fólki að gleypa við fullyrð- ingum hans um að Dögun sé gef- in út fyrir rússneskt fé og stjórn- að þaðan. En hverju getur hann ekki bú- ist við að íslenzkir kjósendur trúi, heildsalaflokkurinn, sem hefur aflað mestu af sínu fylgi með þeirri máttlausu og auð- sæjustu lýgi sem hugsast getur, sem sé því að telja fólki trú um, að hann sé allra stétta flokkur“. (10. tbl. 2. árg.) Það var skammt til kosninga þegar þetta var skrifað og kom- inn hiti í menn. Það birtist í ýms- um myndum, bæði á síðum blað- anna og í öðru. Dögun segir frá því í september 1949 að nokkuð hafi borið á að sölubörn blaðsins hafi orðið fyrir „aðkasti og sneypum af hálfu andstæðinga sósíalista. Slíkt hátterni á ekkert skylt við heiðarlega stjórnmála- baráttu, en ber aðeins vott um skort á háttvísi". Stjórnmálabar- áttan átti sér ýmsar hliðar. Almennt má segja um mál- flutning þessara blaða á fyrstu ár- unum að miklu fremur hafi verið tekið mið af baráttunni um al- þjóðamál og landsmál en nú tíðkast í pólitískum bæjarblöð- um. Málflutningurinn er allur rætnari og óvandaðri en nú, stóru orðin eru hvergi spöruð og andstæðingunum upp til hópa lýst sem hinum fyrirlitlegustu karakterum á flesta lund. Skaginn Skaginn hóf göngu sína 4. júní 1948 og var ætlað að verða vikublað. Að útgáfunni stóðu Alþýðuflokksfélag Akraness og Félag ungra jafnaðarmanna á Akranesi, en síðar tók Alþýðu- flokksfélagið alfarið við henni. Blaðið kom út árin 1948, 1949 og 1950, en síðan hef- ur útgáfan staðið með hléum. 31. árgangur kom út árið 1987, en síðan hefur Skaginn ekki komið út. í október árið 1964 tók kjör- dæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi þá ákvörðun að gera Skagann að málgangi flokksins í kjördæminu öllu. Dögun Dögun var bæjarblað Sósíal- istafélags Akraness og kom fyrst út í ársbyrjun 1948. Dögun kom nokkrum sinnum út 1948, 1949 og 1950, en eftir það létu sósíalistar sér nægja að eiga málgagn sameiginlegt með öðr- um sósíalistum á Vesturlandi. Alþýðubandalagið tók nafnið Dögun hins vegar upp aftur árið 1978, þegar það hóf útgáfu bæjarblaðs. Þá var enn komið að kosningum og þótti ástæða til þess að gefa út sérstakt málgagn á Akranesi Hinni nýju Dögun var fylgt út hlaði með þessum orðum: „Vonandi færir blaðið Dögun Akurnesingum pólitíska dögun hið bráðasta, svo svartnætti því, sem fylgir yfirburðum hægri flokkanna ljúki“. Framtak Framtak er elst þeirra blaða sem enn koma út á Akranesi Blaðið kom fyrst út 12. janúar 1946 í litlu broti og útlit þess var þá fremur látlaust. Allur fyrsti árgangurinn kom út í þessu litla broti, en myndarskapurinn var miklu meiri á öðrum árgangi sem kom 1948. Framtak hefur að jafnaði komið út sem blað Sjálf- stæðismanna á Akranesi, þótt dæmi séu um að blaðið hafi brugðið sér í gervi blaðs Sjálf- stæðismanna í Vesturlandskjör- dæmi. Það gildir um Framtak eins og hin blöðin að ekki hefur náðst að koma út blaði á ári hverju. Maani Framsóknarmenn urðu síð- astir flokka á Akranesi til þess að gefa út bæjarblað. Daníel Ágústínusson átti mestan heið- ur af því að Magni hóf göngu sína 21. apríl 1961. Daníel sá um útgáfu Magna lengst af, en með honum í ritnefnd voru í upphafi Guðmundur Björnsson oj^Þorsteinn Ragnarsson. Utgáfa Magna hefur verið nokkuð jöfn í gegnum tíð- ina, en tölublöð hvers árgangs hafa aldrei verið mjög mörg. Flest urðu þau kosningaárið 1970, 10 blöð. í upphafi 11. árgangs, 1971, var tilkynnt að blaðinu hefði verið breytt í kjördæmisblað. IMMHl Auglýsendurl Það cru hyggindi, að auglýsa i MAGNA. Skólar ó Akranesi NfTT S KIP : Ólafur Sigurðsson AK 370 HteggviSur Hendri Bœjarstjórnin svíkur gefnar yfirlýsingar Við álagningu útsvars i sumar frlldi framtals- nefnd niður samþykktir er bæjarstjórnin hafði einróma gert um útsvarsfrádrátt sjómanna og giftra kvenna, sem vinna utan heimilis og fylgt hefur verið undanfarin 2—3 ár. Stj<>rnir Sjómanna- og vélamannadeilda Verka- lýðsfélags Akraness hafa skrifað framtalsnefnd kæru út af máli bessu og sent um það erindi til bæjarstjórnar og leitað aðstoðar hennar. Af sama tilefni hafa 90 konur undirskrifað áskorun til hiejarstjórnarinnar. Erindi |æssi eru birt á öðr- stað i blaðinu. Frarnliald ri bts. 5. A bæjarstjórnarfund tekin var ákvörðun um erindi tveggja fjöl- mennra deilda Verka- lýðsfélags Akraness — um útsvarsmálin vakti það athygli, að annar stóll Alþýðu- flokksins í bæjar- stjórninni var auður. Hefur það aldrei kom ið fyrir áður á þessu kjörtímabili. Við þetta tækifæri þótti hentugt að láta annan hæjar- fulltrúann hverfa. Er þetta kannske fyrir- boði? Menn velta þvi nú fyrir sér, hvort Al- þýðufl. muni sækjast frekar eftir kjörfylgi í bæjarstjórn eða ganga sem deild i Sjálfstæðis- fl. sem hefur stjórnað honum að undanförnu. Tillögur I útsvarsmálinu I. I'tsvnrsmál sjómanna „I liUtni ol br*fi Sjóm Óiofur J. Þóróarton. Artall VaWimortl." íttor undir otkvœót i svolelldo lillogu. tamþykírir Bojartljórn tomþykkir baejar-

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.