Skagablaðið


Skagablaðið - 29.03.1990, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 29.03.1990, Blaðsíða 2
Skagablaðið Hringt í 80% símnotenda Vegna fréttar í Skagablaðinu í síðustu viku, þar sem skýrt var frá því að ekki yrði hringt í heimili hér á Akranesi vegna út- gáfu Yrkju, rits til heiðurs for- seta íslands, skal leiðrétt að hringt var í 80% símnotenda á Akranesi um helgina vegna þessa átaks. ólf útskriftarnemar úr FV undir stjórn skólameistara önnuðust þessa vinnu. Rétt að taka það sérstaklega fram, að Skagablaðið var beðið um að birta frétt um að ekki yrði hringt þannig að misskilningur- inn er ekki runninn undan rifjum blaðsins. Til sölu nýr 24 nála prentari m/arkamatara. Selst á kr. 45.000 staðgreitt. Uppl. í slma 12678. Til sölu þvottavél. Þarfnast smá viðgerðar. Selst ódýrt. Uppl. í síma 13315. Til sölu nýleg teppahreinsi- vél ásamt ýmsum fylgihlut- um. Einnig vel með farinn 3ja ára gamall ísskápur. Uppl. í síma 12219 og 12497. Vantar vinnu, er á 17. ári. Get unnið við hvað sem er. Uppl. í síma 13160. Til sölu samfast rúm (dýnu- laust), skrifborð og fataskáp- ur. Uppl. í síma 12092. Óskum eftir að kaupa gamla borðstofustóla. Uppl. í síma 12440 á kvöldin. Sjö vikna gamlir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 11997. Til sölu rúm með skrifborði og fataskáp, hæð 165 sm, lengd 200 sm, breidd 80 sm. Uppl. í síma 11689. Til sölu vegna flutninga stór ísskápur, verð kr. 15 þúsund, borðstfusett með 8 stólum, verð kr. 20 þúsund, skenkur, verð kr. 10 þúsund. Einnig sófasett, 3-2-1, og tvö sófaborð, verð kr. 25 þúsund. Uppl. í síma 12866. Óska eftir að kaupa lítinn, ódýran, notaðan ísskáp. Uppl. að Skarðsbraut 19, 1. h.t.v. Óska eftir að passa barn í sumar. Er vön að passa. Uppl. í síma 13160. Til leigu einbýlishús frá og með 1. júní. Uppl. í síma 13294. Til leigu tveggja herbergja íbúð í blokk. Uppl. í síma 11020 (Gunnar). Til sölu Mitsubishi Colt árg. '89, blágrænn að lit, ekinn 13.000 km, vel með farinn. Uppl. í síma 12867 eftir kl.19 á kvöldin. Til sölu tvö reiðhjól, kven- manns- og karlmannshjól. Hjólin eru bæði sem ný. Uppl. í síma 11605. Eins og sjá má af þessari mynd féll annað vinstra afturhjól vörubifreiðarinnar á milli skips og bryggju. Óhapp við Akraborgarforyggju sl. föstudag: Hjól á milli skips og bryggju Það óhapp vildi til er stór vörubifreið með aftanívagni var að fara frá borði Akraborgar um kl. 10.30 á föstudagsmorgun, að festing á milli flotbryggju og skuts brást með þeim afleiðing- um að vinstra hjól fremri aftur- hásingar vörubifreiðarinnar sjúkraþjálfara frá og með 1. maí nk. i 13240 eða 12440 skorðaðist fast á milli skips og bryggju þannig að bifreiðin komst hvergi. Vörubifreiðin hafði komið um borð í Reykjavík. Sökum hæðar hennar þótt sýnt að ekki væri hægt að aka henni eftir bíla- þilfari skipsins og út um stefnið hér á Akranesi. Var því skipinu snúið við og lagðist með skut að bryggju. Þegar bakka átti vöru- bifreiðinni út úr skipinu skipti engum togum að afturhjólið féll niður á milli skips og bryggju með fyrrgreindum afleiðingum. Kalla þurfti til krana til þess að lyfta bílnum oggekk það greiðlega Engar skemmdir urðu á vörubif- reiðinni. Áætlun Akraborgar raskaðist lítillega vegna þessa og lagði skipið ekki af stað frá Akranesi fyrr en um kl. 11.30. Póstur & Sími Akranesi Skeytaafgreiðslan verður opin fermingardagana 1. apríi, 8. apríl, 22. apríl og 29. apríl frá kl. 13 -16. Símanúmer afgreiðslunnar er 11000. PÓSTUR & SÍMI AKRANESI PC\T öIubíi KIRKJUBRfllfT 2. S: 93-13088 Allt fyrir tölvuna Tölvupappír, sér prentun, hugbúnaður, ljósritunarvélar, ljósritunarþjónusta, skrifstofuhúsgögn. — Stundar þú einhverjar vetraríþróttir? Haraldur Valtýr Hinriksson: — Já, er á skíðum stundum og stunda undirbúningsæf- ingarnar fyrir fótboltann. Hörður Helgason: — Nei, hef aldrei gert slíkt. Benni Kalli Hafsteinsson: —Já, ég er nokkuð mikið á skíðum og hleyp líka. Guðmunda Valdimarsdóttir: — Nei, en var mikið á skaut- um áður fyrr. /II m m " M. a+f€imJa cf Cr f O Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Blaðamenn: Steinunn Ólafsdóttir og Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Garðar Guðjónsson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdótt- ir, Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegsfréttir) ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21, 2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■Póstfang: Pósthólf 170,300 Akranes. ■Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.