Skagablaðið - 29.03.1990, Qupperneq 7
Skagablaðið
7
Togaramir
meðtæp700
tomáviku
Höfðavíkin landaði sl.
fimmtudag 150 tonnum af
fiski. Af aflanum voru 70
tonn ufsi, 68 tonn karfi og 12
tonn af öðrum fiski. Kross-
víkin kom inn sama dag með
121 tonn. Af því voru 72 tonn
ufsi, 23 tonn af karfa, 16 tonn
af ýsu og 8 tonn af þorski.
Þá landaði Haraldur
Böðvarsson 133 tonnum
sl. föstudag. Aflinn var 69
tonn ufsi, 52 tonn karfi, 5
tonn þorskur og ýsa og 7
tonn annað.
Skipaskagi landaði svo á
mánudaginn 90 tonnum. af
því voru 32 tonn þorskur, 20
tonn af karfa, 12 tonn ýsa og
9 tonn af ufsa. Annar afli var
17 tonn. Sturlaugur landaði
síðan á þriðjudag 180
tonnum. í þeim afla voru 117
tonn af þorski, 27 tonn af
karfa, 20 tonn af blálöngu og
síðan ýsa, ufsi og annar
fiskur. Alls komu því á land
674 tonn þessa 6 daga.
— GE.
„Uppistaðan
vænn þorskur“
„Það er allt gott að frétta
af okkur. Við erum að klára
túrinn í suðvestan stormi og
hann gengur á með dimmum
éljum,“ sagði Kristján Pét-
ursson, skipstjóri á Sturlaugi
H. Böðvarssyni, er Skaga-
blaðið sló á þráðinn til hans á
mánudagskvöld.
Við byrjuðum túrinn í blá-
löngu suður af Vest-
mannaeyjum en þar var ekki
mikið að hafa svo við kippt-
um yfir á Eldeyjarbanka og
fengum ágætisafla þar, góðan
þorsk. Ætli við séum ekki
komnir með um 170 tonn.
Uppistaðan er vænn þorskur.
Við erum að byrja að
stíma heim, ælti við verðum
ekki í höfn einhvern tímann í
nótt (aðfaranótt þriðju-
dags),“ sagði Kristján.
— GE.
Minni loðna
boristtil
SFAenásíð-
ustuvertíð
Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja Akraness hefur á yfir-
standandi loðnuvertíð tekið á
móti um 25.000 tonnum af
loðnu á móti yfir 30.000
tonnum á sama tíma í fyrra.
Valdimar Indriðason, fram
kvæmdastjóri SFA,
sagði í samtali við Skaga-
blaðið, að þarna munaði
mestu um haustvertíðina.
Hún hefði algerlega brugðist
að þessu sinni.
Mjölframleiðsla fyrirtækis-
ins á þessari vertíð nemur um
4.000 tonnum.
Leiðinlegt tíðarfar að undanförnu hefur gert smábátaeigendum erfiðara fyrir að nálgast fiskinn, sem nóg
virðist af um þessar mundir.
Góður afE en gæftir stirðar
Mikil fiskigengd virðist nú spenntir þess dags er slík net
vera á netaslóð Akurnesinga.
Afli netabáta var góður síðast-
liðna viku, þótt ekki aflaðist eins
og metvikuna á undan. Gæftir
voru nú stirðar og brugðu margir
á það ráð að draga upp net sín
fyrir helgina vegna mjög slæmrar
veðurspár.
Nokkrir bátar fóru á sjó á
sunnudag í slæmu veðurút-
liti en gátu lítið dregið vegna
veðurs og urðu að leita aftur til
lands í hinu versta veðri. Mikill
fiskur var þó í netunum sem náð-
ust upp. Hætt er við tjóni á
veiðafærum eftir slíkan óveðra-
ham auk þess sem fiskur spillist
og eyðileggst við slíkar aðstæður.
Miðvikudaginn 21. mars drógu
flestir tveggja nátta afla. Þá var
landað hér 130 tonnum af þorski.
Fiskurinn er nú mjög blandaður
að stærð. Mikið ber á millistór-
um og frekar smáum fiski. „Sex-
tomman“, þ.e. net með sex
tommu möskva, er ekki leyfð
strax hér í Flóanum. Þó heyrst
hafi um slík veiðarfæri í notkun
eru slíkt órökstuddar sögusagnir.
Þó er ljóst að margir bíða
megi liggja í sjó.
Veiðar með smáriðnum netum
eftir páska ár hvert eru ekki
leyfðar með fiskvernd í huga
heldur vegna þrýstings frá sjó-
mönnum. Þá vonast menn eftir
ýsu en ekki fer mikið fyrir þeim
afla hér á vorin auk þess sem
ýsan er í frekar slöppu ástandi til
vinnslu á þeim tíma. Menn fá
meira af smáum fiski en sá stóri
sleppur frekar því hann tollir síð-
ur í smáriðnum netum. Því er
það 'að menn geta líka tapað afla
með of smáum riðli í netum of
snemma lögðum í sjó.
Annars er bágt til þess að vita
að það sé orðið allsherjarbjarg-
ráð á íslandsmiðum að smækka
möskva veiðarfæra til höfuðs
smáfiski á meðan við úthrópum
fiskimenn annarra þjóða sem
rányrkjumenn fyrir sama athæfi.
Já, hún er iífseig dæmisagan um
flísina í auga náungans og bjálk-
ann í eigin auga.
Línubátarnir fengu steinbrt á
grunnslóð en nú eru flestir hætt-
um slíkum veiðum og hafa tekið
net. Næstu daga mun svo tíðar-
farið skera úr um hvert framhald
vertíðarinnar verður.
Bátur Veiðarf. Afli/kg Róðrar
Bresi AK
Enok AK
Hrólfur AK
Ásrún AK
Leynir AK
Ebbi AK
Isak AK
Særún AK
StapavikSH Net
Valdimar AK Net
Net
Net
Net
Net
Net
Net
Net
Net
Bára AK
Akurey AK
Gáski AK
Rún AK
Völusteinn
Sjöfn AK
Sæþór AK
Net
Net
Net
Net
Net
Net
Net
25.250
18.890
18.390
16.850
16.790
16.180
14.310
13.730
13.030
12.980
12.700
11.400
10.900
8.160
8.080
7.940
7.420
4
5
4
4
5
5
4
5
4
4
5
5
3
4
3
4
3
Hugrún AK
Hafey AK
Dagný AK
Síldin AK
Kópur AK
Vigdís Helga Net
Flatey AK
Sæbjörn AK
Stormur AK
Markús AK
Ver AK
Sunna AK
Þytur AK
Ingibjörg II
Máni AK
Leifi AK
Bergþór AK
Net
Net
Net
Net
Net
Net
Net
Lína
Net
Lína
Net
Margrét AK Lína
6.910
6.880
6.550
6.400
6.340
6.020
5.660
5.380
5.140
5.110
4.940
4.450
4.180
3.930
3.860
3.340
3.200
2.440
Heildarafli
Meðalafli í róðri
323.730
2.549
Aðkomumenn sækja í að
gera útbáta sína hér
Nú þegar þetta eilífa tal um
samdrátt á öllum sviðum og at-
vinnuraunir Akurnesinga heyrist
endalaust hlýtur það að teljast
ánægjulegt þegar dugmiklir
menn sýna það í verki að þeir
telja Akranes ákjósanlegan vett-
vang fyrir athafnir sínar.
Nú hefur Jón Traustason, eig-
andi og útgerðarmaður
Stapavíkur SH 132, flutt starf-
semi sína til Akraness. Stapavík
er 15 lesta bátur. Þá keypti Jón í
vetur 6 lesta bát, Dagnýju AK af
Ásgeiri Samúelssyni. Sá bátur
ber nú nafnið Sjöfn AK og er
gerður út hér líka.
Ásgeir keypti aftur stærri bát,
Ármann SH, sem nú heitir
Dagný AK. Þá hafa útgerðir Ás-
rúnar AK og Rúnar AK keypt
hingað 6 lesta bát til að nýta afla-
kvóta hans. Það er því engin
kyrrstaða í þessari atvinnugrein á
Akranesi, hún vex jafnt og þétt.
Loðnuflotim úr höh
Loðnuflotinn hélt úr höfn í gær eftir að Höfrungur sprengdi
nótina í kasti út af Jökli í fyrrinótt.
Skagablaðið hafði ekki frétt neitt frekar af veiðum á þessu
svæði er blaðið fór í prentsmiðju en líklega er þarna ný ganga
á ferðinni. — GE.
5
3
4
3
3
4
3
3
3
3
3
3
3
2
3
2
4
2
127