Skagablaðið


Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 1
4 1. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 199(| VERÐ KR. 150,- Guimar Ol. í Bíóhollina Gunnar Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Bíóhallarinnar frá og með 1. febrúar næstkomandi. Fimm manns sóttu um stöðuna. Guðbjörg Árnadóttir, for- maður stjórnar Bíóhall- arinnar, sagði í samtali við Skagablaðið í morgun, að fjórir þeirra fimm, sem sótt hefðu um, hefðu haft sýning- arréttindi. Gunnar leysir Leif Eiríks- son af hólmi en hann hefur verið forstöðumaður Bíó- hallarinnar undanfarin tvö Númer klippt af 15 bílum Númeraplötur hafa verið klipptar af 15 bifeiðum að undanförnu að sögn lögreglu. Klippingarnar eru vegna þess að eigendur bifreið- anna hafa trassað að færa þær til skoðunar á réttum tíma. Tugir bifreiða munu núna vera á „síðasta séns“. Lögreglan á götuna 1. april?: Húsnæðismál- in enn í ólestri Ekkert bendir til annars en lögreglan þurfi að rýma húsnæði sitt að Kirkjubraut 8 þann 1. apríl næstkomandi og hafi þá ekki í neitt hús að venda. Að öllu óbreyttu verður gatan athvarf lögreglumanna. „Aprílgabbið“ verður að raunveruleika. Það er ekkert nýtt að frétta af húsnæðismálum okkar,“ sagði Svanur Geirdal, yfirlög- regluþjónn, er Skagablaðið hafði samband við hann í morgun. Samkvæmt upplýsingum Skagablaðsins er það alveg út úr myndinni að lögreglan fari inn í Akraprjónshúsið eins og talað var um sl. haust. Fulltrúar ríkis- valdsins skoðuðu húsið hátt og lágt en hafa síðan að því er virð- Skagamönnum fækkadium 124 í fyrra íbúum Akraness fækkaði um 124 á síðasta ári samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu íslands. Þessi fækkun nemur 2,3% af íbúafjölda og var sú mesta hjá einstöku bæjarfélagi árið 1990. Alls búa nú á Akranesi 5.234 manns en voru 5.368 árið 1989. Nærri lætur að íbúum bæjarins hafi fækkað um rúmlega 5% frá því þeir voru flestir um miðjan síðasta áratug. Af þessum 124 sem fluttu frá bænum í fyrra fluttust 90 til út- landa, hinir til annarra staða á landinu. ist misst áhugann. Ríkið keypti fyrir hálfu þriðja ári húsnæði að Þjóðbraut 13 við hlið útibús ÁTVR. Ekki hefur enn verið hafist handa við inn- réttingu þess. Það er því ljóst að hafa þaif meira en hraðar hendur ef takast á að koma lögreglunni þar inn fyrir 1. apríl. Fasteignagjöld: Álaaniiran Tillaga var lögð fram í bæjar- stjórn á þriðjudag þess efnis að álagning fasteignagjalda ársins 1991 yrði hin sama og í fyrra. Fasteignagjöldin koma þó til með að hækka, þar sem mat eigna hækkaði talsvert í fyrra frá árinu þar á undan. Fyrsta bamið 1991 Nokkur bið varð á því að fyrsta barn ársins 1991 á Sjúkrahúsi Akraness léti sjá sig og það var ekki fyrr en sl. laugardag að það fæddist. Frumburður ársins reyndist státin táta úr Borgarnesi, 3925 grömm að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar hennar eru Svandís Lóa Ágústsdóttir og Þórarinn Steinþórsson úr Borgar- nesi. Meðfylgjandi mynd var tekin af mæðgunum í vikubyrjun. Skagablaðið óskar fjölskyldunni til hamingju með nýja meðlim- inn. Fæðingum fjölgaði um tæplega 23% á síðasta ári —Feiri böm ekki fædst á Akranesi frá átinu 1982 Sannkölluð sprenging varð í fæðingum á Sjúkrahúsi Akraness á síðasta ári borið saman við næstu árin þar á undan. Alls litu 204 nýir landsmenn dagsins Ijós á fæðingardeildinni, 38 fleiri en árið 1989. Tvennir tvíburar fæddust á árinu. Þetta svarar til aukningar upp á 22,9%. Fæðing- ar hafa ekki verið jafnmargar frá árinu 1982 er þær voru 201. Flest voru börnin árið 1973, 226 talsins. Þegar tölur yfir tíðni fæðinga eru skoðaðar síðustu sex árin kemur í ljós að mikið jafn- vægi ríkti í fæðingum árin 1983 - 1989. Árið 1983 voru fæðingar 187, 178 árið 1984 og 175 árið 1985. Árið 1986 voru þær 176, 1987 komu 167 börn í heiminn, 1988 voru þau 177 og 166 árið 1989. Af þeim 204 börnum sem fæddust á Sjúkrahúsi Akraness í fyrra var nákvæmlega helmingur frá Akranesi. Hitt voru börn for- eldra utan bæjarins, í flestum til- vikum af Vesturlandi. Drengir voru mun fleiri en stúlkur í fyrra, 118 á móti 86. Þessi miklar sprenging í fæð- ingum kallar á einhverjar skýringar sem þó virðast vart nærtækar. Gárungar hafa bent á að skýringin liggi í gölluðum getnaðarvörnum eða stóraukinni frjósemi. Nærtækasta skýringin er þó sennilega sú bylgja barn- eigna sem yfir landið hefur dunið eftir að þær komust „í tísku“ á ný. Fjöhnenni á ,þrettánda“ HAikið fjölmenni sótti hina árlegu Þrettándabrennu á íþróttavellin- Iwlum á Jaðarsbökkum sl. sunnudag. Að sögn lögreglu hafa senni- lega aldrei verið fleiri þar samankomnir en einmitt í ár. Mjög vel viðr- aði til útiveru og hafði það sitt að segja. Myndin hér til hliðar var tek- in er gengið var fylktu liði frá Arnardal upp á völl. Þar voru margir skrautlega uppábúnir og settu svip sinn á gönguna.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.