Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 3
Skaaablaðið
3
Brautskráningarnemar við Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir jólin. Skólameistari er fyrir miðjum hópi í
T'-"9 j|||r SBb''
iJMH j
yn 1
AOALFUNDUR
Aðalfundur 5undfélag5 Akraness verður haldinn
miðvikudaginn 16. janúar kl. 20.30 í félagsaðstöð-
unni að Jaðarsbökkum.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar.
STJÓRNIN
Viðskiptavinir ath!
Vegna breytinga verður lokað til 18. janúar.
Hárgreiðslustofan SALON
Vesturgötu 129
fremstu röð.
Fjölbrautaskóli Vesturiands:
Rúmlega 20
útskrifuðust
fyrir jólin
Alls útskrifuðust 22 nemendur
frá Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akrancsi fvrir síðustu jól. Af
þessum 22 voru 15 stúdentar.
Þrír luku prófum af tæknisviði,
þrír verslunarprófi og einn nem-
andi lauk prófi á uppeldisbraut.
Fimm nemendur hlutu viður-
kenningu fyrir ágætan
námsárangur. Bestum árangri
stúdenta náði Anna Guðnadóttir
af félagsfræðibraut. Bryndís
Böðvarsdóttir, nýstúdent, ávarp-
aði samkomuna fyrir hönd
brautskráðra nemenda.
Um 550 ncmendur stunda nám
við skólann á Akranesi, auk 60 í
öldungadeild. Þá eru nemendur
skólans utan Akraness 110 tals-
ins cn kennt er á Hellissandi, í
Stykkishóhni og Borgarnesi auk
Akraness. Ennfremur hafa um
200 manns sótt námskeið á veg-
um Farskóla Vesturlands í vetur
en sá skóli er einnig á snærum
Fjölbrautaskólans.
Auk annáls skólameistara lék
blásaraflokkur úr Skólahljóm-
sveit Akraness við upphaf at-
hafnarinnar. Þá var flutt dagskrá
um jól í íslenskum kveðskap,
söngsveit kennara söng og flutt
voru ávörp.
Ómar ráðinn
staðarhaldari
Ómar Örn Kagnarsson hefur
verið ráðinn staðarhaldari Is-
lenska járnblendifélagsins að
Þórisstöðum, sem félagið keypti
á sínum tíma. Umsækjendur um
stöðuna voru sjö.
Þórisstöðum er ætlað að verða
eins konar orlofsparadís
þeirra Járnblcndinga. Þar verður
m.a. golfvöllur og starfsmönnum
jafnframt gefinn kostur á að reisa
sér bústaði á landareigninni svo
eitthvað sé nefnt.
Teikningar af framhlið húsanna. ^
RAÐHUS TIL SOLU
í Jörundarholti eru til sölu fjögur raðhús í byggingu. Húsin eru nr. 127, 129, 131 og 133.
Byggingar- og söluaðili: Þorgeir og Helgi hf., Höfðaseli 4. Hönnun og teikningar: Húsnæðisstofnun ríkisins.
Húsin eru byggð úr 5teinsteypu og eru seld fokheld að innan en fullfrágengin að utan með grófjafnaðri lóð. húsin eru til afhendingar
íjanúar/febrúar 1991.
5tærð húsanna er 5em hér segir:
ÍBÚÐ SÓL5T0FA BÍLSHÚR SAMTALS
hr. 127 og 131, minni gerð 86,3 m2 12,0 m2 35,8 m2 134,1 m2
hr. 129 og 133, stærri gerð 113,3m2 13,5 m2 35.8 m2 162,6 m2
Upplýsingar ueitir horgeir haraldsson í símum 93-11062 og 93 - 12390 á skrifstofutíma. Einnig liggja teikningar frammi á Endur-
skoðunarskrifstofunni, Kirkjubraut 40, 3. hæð, sími 93 - 12400.
ÞORGEIR OG HELGI HF.