Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 2
Hugleiðing í kjöHar kjórs Iþróttamanns Akraness 1990:
Aumkvunarverð framkoma
í garð Ragnheiðar Run.
Eg skrifa þetta bréf til Skagablaðsins vegna einskærrar reiði og
vonbrigða í garð lítils hóps íbúa bæjarins, sem hafa að mínu viti sýnt
aumkvunarverða framkomu í garð Ragnheiðar Runólfsdóttir,
Iþróttamanns Akraness 1990.
2
Nýr kvennærfatnaður frá
Skiny fannst í poka á
Skagabrautinni fyrir stuttu.
Eigandi hans getur vitjað
hans hjá Skagablaðinu.
Vill einhver hirða gamla
Philco þvottavél með ónýtum
mótor? Uppl. í síma 12326.
Til leigu lítlð elnbýllshús á
besta stað í bænum. Uppl. í
síma 91 - 40542.
Til sölu Maxi Cosi barna-
stóll. Uppl. í síma 12057.
Lítill gullkross fannst á
Kirkjubraut sl. föstudag. Eig-
andi getur vitjað hans að
Skólabraut 19, niðri.
Til sölu „King Size“
vatnsrúm, 190 x 200 sm.
Uppl. í síma 12411.
Til leigu tvö herbergi og
eldhús. Uppl. í síma 12161.
Þrír kettlingar fást gefins.
Uppl. í síma 12532.
Óska eftir bílskúr til leigu
sem allra fyrst. Uppl. í síma
13366.
Til sölu tólf vetra brúnn klár-
hestur. Uppl. í síma 11656.
Til sölu vegna flutninga
AEG ísskápur, Siemens
þvottavél og frystikista,
Goldstar sjónvarp og svartur
VW Golf, árg. ’84, ekinn 78
þús km. Þessir munir eru til
sýnis í kvöld frá kl. 20 - 22.
Uppl. í síma 11500 og
11356.
Óska eftir ódýrum isskáp og
þvottavél. Uppl. í síma
13267.
Kettlingarfást gefins. Uppl.
í síma 12448.
Til sölu snyrtiborð, lítið sóf-
aborð úr krómuðu stáli m/
glerplötu. Uppl. í síma
12673.
Til sölu ársgamall mjög vel
með farinn Siemens (Sika-
frost Combi) ísskápur.
Stærð: 145 x 60 x 60 sm.
Uppl. í síma 12522.
Svört sex mánaða gömul
læða með brúnum og hvítum
flekkjum tapaðist sl. föstu-
dag. Er ekki með ól. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma
13284.
Lítil og nett Apple tölva til
sölu. Uppl. í síma 11964.
Til sölu lítill vel með farinn
ísskápur. Hæð 85 sm. breidd
50 sm. Verð kr. 12 þús. Uppl.
í síma 12717.
Armbandsúr fannst á ný-
ársdag. Uppl. í síma 11662.
Til leigu stórt herbegi.
Einnig er á sama stað til sölu
Emmaljunga barnavagn og
-kerra. Uppl. i síma 12433.
Til sölu tveir góðir byrjenda-
bassar, Washurn og
Yamaha. Seljast ódýrt. Uppl.
í síma 11604 (Ragnar).
Sem atvinnuþjálfari get ég
ekki lengur setið á mér og
hlustað þegjandi á það kjaftæði,
sem sumt fólk lætur út úr sér um
Sundfélag Akraness.
Innan við tíu mínútum eftir að
úrslitin í kjöri íþróttamanns
Akraness sl. sunnudag voru til-
kynnt heyrði ég ummæli á borð
við: „Af hverju vann Ragga?“
Ummæli í þessum dúr hafa síðan
borist mér til eyrna héðan og
þaðan í bænum.
Fyrir þá sem ekki þekkja e.t.v.
nægilega vel til málsins langar
mig til þess að benda á nokkur
atriði.
Allir þeir sem voru í kjöri um
titilinn íþróttamaður Akraness
höfðu á liðnu ári keppt fyrir
hönd félags síns, ýmist innanfé-
lags eða í keppni á landsvísu.
Fáir höfðu keppt á sterkari vett-
vangi.
Ragnheiður kom sérstaklega
heim til íslands til þess að keppa
fyrir hönd Akraness f tveimur
stærstu sundmótum ársins. Ann-
ars vegar Sundmeistaramóti ís-
lands og íslandsmótinu. Hún
sigraði þar í öllum greinum sem
hún keppti í. Auk þessa náði
Ragnheiður 12. sætinu í 200 m
bringusundi á Evrópumeistara-
mótinu í Róm.
Það er einföld staðreynd, að
enginn íþróttamaður úr neinni
annarri keppnisgrein náði sam-
bærilegum árangri. Þá var hún
útnefnd „Sundmaður ársins“ af
Sundsambandi íslands og varð í
3. sæti í kjöri DV yfir íþrótta-
mann ársins.
Þegar svo bætist við að Ragn-
heiður er einstakur sendiherra
Akurnesinga í íþróttaheiminum
er ekki hægt að velkjast í vafa
um að enginn á Akranesi er bet-
ur að þessari nafnbót kominn en
hún. Ég er hneykslaður á því
fólki í bænum sem leyfir sér að
efast um réttmæti kjörs hennar.
í hvert sinn sem Ragnheiður
stingur sér til sunds er hún um
leið lifandi auglýsing fyrir Akra-
nes, hvort sem hún er að synda í
Alabama eða annars staðar á er-
lendri grundu.
Það sem ég fyrirlít hins vegar
mest af öllu er að öll þessi nei-
kvæða umræða um Ragnheiði fer
fram að henni fjarverandi. Ég er
þess fullviss að þegar hún snýr
heim á ný í febrúar/mars munu
allir—jafnvel þeir sem hafa óbeit
á sundíþróttinni — brosa við
henni eins og ekkert hafi í
skorist. Hvernig er hægt að koma
svona fram við jafn drengilegan
íþróttamann?
Þegar ég starfa í þágu íþrótta
tel ég mig hafa ástæðu til þess að
bera höfuðið hátt. Ég er stoltur
af því að starfa á Akranesi. Eftir
að hafa heyrt hin neikvæðu um-
mæli um Ragnheiði að undan-
förnu hefur það stolt minnkað.
Ég neita því ekki að ég
skammast mín fyrir að starfa í
bæ, þar sem íþróttamaður er
gagnrýndur fyrir það eitt að gera
sitt besta fyrir hönd Akraness!
Smáauglýsing*
ar ókeypis á ný
Skagablaðið hefur ákveðið að
bjóða upp á ókeypis smáauglýs-
ingaþjónustu á ný frá og með
þessu tölublaði.
rétt er þó að vekja á því at-
hygli að birting ókeypis
smáauglýsinga er háð ákveðnum
skilyrðum af hálfu blaðsins.
Þannig eru ekki teknar inn í
dálkinn auglýsingar frá atvinnu-
rekendum né heldur auglýsingar
um sölu húseigna eða annarra
stærri eigna. Dálkurinn er því
sem fyrr hugsaður sem eins kon-
ar flóamarkaður.
Skaaablaðið
— Hvernig leggst árið í
þig?
Sesselja Engilbertsdóttir: —
Það ieggst bara vel í mig, sér-
staklega vel.
Kristín Theodóra Nielsen: —
Það leggst alveg sérstaklega
vel í mig.
Sigrún Sigurðardóttir: —
Bærilega, þakka þér fyrir.
Málfríður Björnsdóttir: —
Ég held bara mjög vel, tala
nú ekki um þegar fer að birta
vel aftur.
Frábær blokkaríbúð
Qóð 3ja herbergja íbúð í btoKk á Akranesi er til sölu. 5am-
eign mikið endurnýjuð. Frábært útsýni. Tvískipt geymsia t
kjallara fylgir. tlýttlán hvíiirá íbúðinni.
Hánari upplýsingar eru veittar ísíma 91 - 611841.
Tölvupappír frá Odda. Diskettur — blekbönd. || BÓKASKEMMAN TÆKJALEIGA Nýleg og öflug tæki. Opið alla daga frá kl. 13-22. TÆKJALEIGAN AKRANESI Kirkjubraut 11 S 12950
Múrverk — Flísalagnir ARNARFELL SMIÐJUVÖLLUM 7 — SÍMI 13044 Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöl^. byggingahúsið] SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044
FERÐANÓNUSTA VESTURLANDS Skolabraut 30 — Sími 11940 ^ Einstaklingsferðir — Hópferðir _ ^9 Öll almenn farseðlasala ÖU máliiingamiiiia Vönduð vinna. Tímminna - tilboð. Lárus Guðiónsson , MÁLARAMEISTARI SDII 12616 cftir ld. 19 á kvöldin
Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar:
Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs-
fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Áskrift og bókhald:
Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,
2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10- 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170,
300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili aö Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða