Skagablaðið


Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 10
ftfM KIRKJUBRAUT 4-6 Skagabla w« KIRKJUBRAUT 4-6 tannskemmda bama Pálma sem er frá árinu 1984 eru niðurstöðurnar í skýrslu próf. Sig- fúsar Pórs enn athyglisverðari fyr- ir Akurnesinga. Árið 1984 voru skemmdar, fylltar eða úrdregnar í 12 ára börn- um á Akranesi að meðaltali 13,2. Þessi tíðni hefur hrapað niður í 3,8 í fyrra. Þarna er um gífurlega framför að ræða eða sem nemur rúmlega 70%. Af þessum tölum má ljóst vera að átak til verndar barnatönnum á Akranesi hefur skilað sér í mjög ríkum mæli á síðustu 6 árum. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi orðið á landinu öllu í þessu til- liti eru íslensk börn ennþá með fleiri skemmdar tennur en al- mennt gerist á Vesturlöndum. Bilið hefur þó minnkað hraðbyri. Geysilegur árangur hefur náðst í tannvernd skólabarna á Akranesi síðustu árin samkvæmt nýrri samantekt Sigfúsar Þórs Elíassonar, próf- essors í tannlækningum við Háskóla Islands. Akranes er sérstaklega til- greint í skýrslunni sem dæmi um góðan árangur. Lesa má í skýrslunni að fjöldi drátt úr skýrslu dr. Pálma Möller ! ■skemmdra, viðgerðra eða úr- dreginna tanna 12 ára barna hefur dregist saman um 58% á árabilinu 1986-1990. Árið 1986 voru þær að meðaltali 9,0 í hverju barni en aðeins 3,8 í fyrra. Skagablaðið birti árið 1984 úr- um tannskemmdir barna á fs- landi. Þar vöru börn á Akranesi í sérflokki hvað varðaði skemmdar tennur. Var ástandið hvergi verra af þeim stöðum sem kannaðir voru. Sé mið tekið af skýrslu dr. Ragnheiður Ragnheiður Runólfsdóttir heldur áfram að gera það gott í sundinu vestanhafs. Hún tók um helgina þátt í keppni með liði sínu í Ala- bamaháskóla þar sem att var kappi við háskóla í Louisiana. á sigurbraut Þá keppti hún í 200 jarda fjór- sundi og varð þar í 3. sætinu á 2:09,62 mín. Þá var hún í sigur- sveit skólans í 4 X 100 m boð- sundi. Ragnheiður sigraði í 200 jarda bringusundinu á 2:18,72 mín. og setti þar laugarmet. Ragnheiður var rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Peir Gunnlaugur Haraldsson og Gutlormur Jónsson, starfsmenn byggðasafnsins að Görðum, höfðu í nógu að snúast í gœr við að setja undir leka. _______________ Óveðrið gerir fleira en fletta jámi af þökun: Ðyggdasafnid mtglekur -staifsmeiviáþönumviðaðbjaigafonimununifiávatnsskenmdum Starfsmenn byggðasafnins að Görðum hafa haft í nógu að snú- ast undanfarna daga. Ekki verð- ur sagt að verkefnin séu hefð- bundin eða í anda starfseminnar því drjúgur hluti vinnutímans hefur farið í að forða munum frá Fjórtán kon- ur í vinnu Vinna er nú hafin á ný í sauma stofuhúsnæðinu, sem lengstum hefur verið kennt við Henson. Reksturinn er samstarfsverkefni saumastofunnar Akró og Sjó- klæðagerðarinnar. Að sögn Hrannar Norðdahl hjá Akró/Sjóklæðagerðinni eru nú þegar 14 konur við störf í 12 stöðugildum. Stefnt er að því að dagsverkin verði alls orðin 20 á næstu vikum. Þessa dagana eru konurnar annars vegar að sauma tískufatn- að fyrir Akró og vinnufatnað fyr- ir Sjóklæðagerðina. skemmdum vegna vatnsleka, sem kemst í gegnum þak hússins. Húsið hefur lekið frá upphafi og hann hefur heldur ágerst eftir óveðrið um helgina," sagði Gunnlaugur Haraldsson, safn- vörður, er Skagablaðið ræddi við hann. „Það má jafnvel búast við því að fari að leka á fleiri stöðum,“ bætti Gunnlaugur við. Að sögn Gunnlaugs hefur mik- ið verið unnið í því að þétta þak hússins undanfarin ár en allt virðist koma fyrir ekki. Leki hef- ur gert vart við sig á mörgum stöðum þótt hann hafi aðallega verið á einum stað að undan- förnu en í verulegum mæli. Ekki þarf að taka það fram hversu bagalegt ástand sem þetta er í húsi, sem er ætlað það hlut- verk að forða gömlum munum frá því að eyðileggjast. Enn fær Sjúkrahús Akraness stórgjöf frá Kvenfélagi Akraness: Gáfu milljón í svæfingavél Kvenfélag Akraness afhenti Sjúkrahúsi Akraness á mánudag- inn eina milljón króna að gjöf til kaupa á nýrri fullkominni svæf- ingavél. Nemendur 10. bekkjar Brekkubæjarskóla ætla um helgina að el'na til ttámsmaraþons. Markmiðið er að hnekkja íslandsmetinu, sem er 33 tímar. luraþonið hefst kl .8 i fyrrumálið og markmið krakkanna er lað sumda námið samfleytt í 36 stundir eöa til kl. 20 á luug- ardagskvöld. Undanfarið hafa nemendumir safnað áheitum í bænum og hafa beðið Skagablaðið fyrir þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa Iýja vélin er mun fullkomnari en sú gamla og veitir aukið öryggi við svæfingu. Innbyggð öndunarvél er í tækinu. Fjárhæðin sem kvenfélagið lagði til er ágóði af rekstri versl- unarinnar, sem félagið starfrækir á Sjúkrahúsi Akraness. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar. Á henni eru frá vinstri: Sigurður Ólafsson, forstöðumaður Sjúkra- húss Akraness, Guðmundur Björnsson, svæfingalæknir, Gréta Gunnarsdóttir, formaður Kvenfélags Akraness, Þórdís Björnsdóttir, ritari félagsins, Katrín Ólafsdóttir, gjaldkeri og Þorbjörg Kristinsdóttir. Tvær þær síðasttöldu eru í búðarnefnd kvenfélagsins.________________ Nýja bensín- iðselthér Sala á 95 oktana bensíni hófst á þremur stöðum hér á Akranesi í morgun. Það eru Skaganesti, Skútan og Olís-nesti við Þj óð veg/ Esj ubraut semseljanýjabens- ínið til að byrja með. Þar með hafa öll olíufélögin hafið sölu á þessu nýja bensíni, sem tal- ið er að verði á skömmum tíma ráðandi í bensínsölunni. Hríðlækkandi tíðni

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.