Skagablaðið


Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðið 3 Mögulegt er að reka lítia ptjónastofu með hagnaði Samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins hefur ráðgjafaþjónustan Hannarr í Reykjavík komist að þeirri niðurstöðu í útreikningum sínum á möguleikum reksturs prjónastofu á Akranesi að um Islandsbanki færir sig senn um set Opnar ad Kirkjubraut 40 mánudaginnfl.mars Útibú íslandsbanka að Kirkjubraut 40 opnar formlega mánudaginn 11. mars næstkomandi eftir gagngerar brevtingar á húsnæðinu. Undanfarið hafa iðnaðarmenn unnið öll kvöld og alla laugardaga við uppsetningu innréttinga. Samkvæmt heimildum Skagablaðs- ins eru þær afar glæsilegar sem og húsnæðið allt eftir breytingarnar. arðbært fyrirtæki geti verið að ræða. I útreikningum fyrirtækis- ins er gert ráð fyrir 14 - 17 manna vinnustað. Hlutafé yrði 10 milljónir króna. Gengið er út frá árlegri fram- leiðslu fyrirtækisins upp á 24 - 28.000 peysur eða peysuígildi. Samkvæmt þeirri framleiðslu- áætlun ætti fyrirtækið að geta skilað 2-3 milljóna króna hagn- aði á ári. Þá er gert ráð fyrir leigu húsnæði undir starfsemina. Heimildir blaðsins herma, að í útreikningum Hannarrs sé gert ráð fyrir því að húsnæði Akra- prjóns, sem Landsbankinn keypti á uppboði á sínum tíma, verði notað undir starfsemina. Einnig mun gert ráð fyrir þeim mögu- leika að húsnæðið verði keypt. Yrði sá kostur valinn kæmi reksturinn samt til með að standa undir sér miðað við gefnar fors- endur upp á framleiðslu 24 - 28.000 peysum eða peysuígildum. Eftir því sem Skagablaðið kemst næst hefur legið inni hjá Lands- bankanum beiðni um leigu á hús- næði Akraprjóns undir prjóna- stofu en henni ekki verið svarað. „Það er mjög eðlilegur híutur að segja upp svona samningum eftir ákveðinn tíma. Þessi samningur hefur verið í gildi sl. níu ár,“ sagði Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, er Skagablaðið innti hann eftir ástæðum lyrir uppsögn verksmiðjunnar á samningi hennar við Kafveitu Akraness. Gylfi sagði að samningar sem þessir væru endurskoðaðir reglu- tega af beggja hálfu og nú væri komið að því at'tur að for- ráðamenn verksmiðjtinnar og Rafveitu Akraness settust niðurog ákvæðu í framhaldí al því nýtf rafmagnsvcrð. Scrstaklega væri þörf á þessu vegna nýrrar gjaldskrár frá Landsvirkjun. Jeppi fór útaf við Brennimel Jeppabifreið fauk síðdegis í gær út af Akranesafleggjaranum við svokallaðan Brennimel, skammt frá bænum Ósi undir Akrafjalli. Tveir menn voru í bifreiðinni en hvorugan sakaði. Hávaða rok var á þessum slóðum er óhappið varð. Stutt er síðan bifreið fauk út af veginum á sömu slóðum. • Vemdaðurvinnustaðun Hafa keypt tækjaleiguna Verndaður vinnustaður á Vest urlandi hefur gengið frá kaupum á Tækjaleigunni á Akranesi. Með kaupunum er rennt enn einni stoðinni undir sívax- andi starfsemi vinnustaðarins. Tækjaleigan var áður í eigu þeirra Hreins Björnssonar og Magnúsar Ingólfssonar, sem reka Myndbandaleiguna Ás. • Skákþing Akraness Gunnar er enn í efsta sætinu Gunnar Magnússon hefur eins og hálfs vinnings forskot á næsta mann þegar 9 umferðum af 13 er lokið á Skákþingi Akraness. Gunnar er með fullt hús vinn- inga. í öðru sæti er Magnús Guðnason með 7,5 vinninga og Pétur Lárusson í því þriðja með 6,5 vinninga. Þrír skákmenn eru síðan með 5,5 vinninga; Magnús Magnússon, Leó Jóhannesson og Þröstur Þráinsson. Kvöldið sem beðið hefur verið eftir! «* STRömmm 8. mars KL. 19.00: húsið opnað og boðið verður upp á kohhteil. KL. 20.00: Borðhald hefet með glæsilegu villibráðarhlaðborði, sem inni- heldur m.a.: hreindýr, gæs, önd, rjúpu, reyktan ál og fleira góðgæti. KL. 22.00: Allt það nýjasta í tískuheiminum kynnt undir stjórn Lovísu Jónsdóttur. Tískusýning frá tískuversluninni Xíiin, hárgreiðslusýning frá hárgreiðslustofunni Salon og snyrtisýning frá snyrtistofunni Alfa. KL. 23.00: hið landskunna RIO TRIO skemmtir ásamt Qunnari Þórð- arsyni. KL. 24.00 - 03.00: Diskótekarinn heldur uppi stuðinu með tónlist við allra hæfi. VERÐ MIÐA KR. 5.500,-. FYRIR 8 MANNA HOPA OG STÆRRIKR. 4.900,- PR. sætafjölíla. QARÐABRAUT 2 - AKRANESI - SIMI 12350

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.