Skagablaðið


Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 5
4 Skaqablaðið Skaaablaðið 5 Frétt Skagablaðsins um sameiningu þriggja stærstu útgerðarfyrirtækja Akur- nesinga er vafalítið merkasti viðburður atvinnusögu Akraness um langan aldur. Með sameiningunni er stigið í senn stórt skref og tilfinningablendið. Um rök- hyggjuna að baki því efast menn hins vegar ekki. Þrátt fyrir að sameining þessara fyrir- tækja komi e.t.v. mörgum í opna skjöldu hefur það ekki farið leynt að fyrr eða s íðar hlaut að koma að þessum tímamótum. Skagablaðið birti fyrir réttum þremur árum áberandi frétt á forsíðunni, þar sem sagði í fyrirsögn: „Áratugagömul valdauppbygging fiskvinnslufyrirtækja í uppstokkun". í fréttinni sagði að HB & Co vildi selja hlutabréf sín í Krossvík, sem síðar var reyndar skipt upp, og einnig í SFA. Niðurlag fréttarinnar hljóðaði þannig: „Af framansögðu má Ijóst vera að stað- an á taflborði fiskvinnslufyrirtækjanna á Akranesi er í bið rétt um þessar mundir. Lítið má út af bregða til þess að allt fari í „uppnám" enda virðist málið fyrst og fremst snúast um skoðanaágreining þeirra sem halda um stjórnartaumana. Inn í þann ágreining blandast svo póli- tík. Þegar hún er annars vegar er ógern- ingur að spá í rökrétt framhald.“ Sameining HB & Co, Heimaskaga og SFA er hluti þróunar, sem verið hefur að gerast um allt land síðustu árin. Fjöl- mörg dæmi eru þess að fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki hafi sameinast í kjölfar erfiðleika og þröngar fjárhagsstöðu eftir að eigið fé margra fyrirtækjanna hrein- lega „brann upp“ á verðbólguárunum 1982- 1986. Þó svo menn deili vart um styrk þess að sameina umrædd fyrirtæki í eitt fer ekki hjá því að tilfinningar og pólitík blandist í málið. Heimaskagi og SFA hafa löngum verið talin einhver styrk- ustu vígi sjálfstæðismanna í atvinnulíf- inu á Akranesi. Margir þeirra hafa því verið því lítt hlynntir að fyrirtækin sam- einuðust HB & Co. Aðrar röksemdir hafa þar einnig komið til, m.a. ótti um að atvinnutækifærum fækkaði með hugs- anlegri sameiningu. Fyrir eigendur HB & Co eru umskiptin ekki síður mikil. Þetta elsta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins hefur allt frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunn- ar, fyrst Haraldar heitins Böðvarssonar, þá barna hans og nú síðast barnabarn- anna einnig. Með sameiningunni verður hið nýja fyrirtæki opnað almenningi. Sú ráðstöf- un er hárrétt. Þannig má fá nýtt fé inn í atvinnulífið í bænum. Undirritaður er illa svikinn ef hlutabréf í þessum nýja „út- gerðarrisa" verða ekki eftirsótt á meðal hlutabréfakaupenda þegar þau verða boðin til sölu. Það er skoðun þess er þetta ritar að útgerð og fiskvinnsla á Akranesi standi mun traustari fótum en fyrr við þessi merku tímamót. Sigurður Sverrisson KFUM og K og Kristniboðssambandið: Efnt til samkomuraðar Kristniboðssambandið og KFUM og K á Akranesi efna í næstu viku til samkomuraðar, sem hefst með föstuguðsþjónustu á föstudag- inn. Dagskráin er fjölbreytt og efnið sem tekið verður til meðferðar á erindi til allra,“ segir í fréttatilkynningu sem Skagablaðinu hefur borist. Yfirskrift samkomanna er: „Hvað er í boði?“ og er þá haft í huga hvað kristin trú hefur að bjóða nútímamanninum í margvíslegum að- stæðum lífsins. Á samkomunum verður nánar sagt frá hvað er að ger- ast í kristniboðsstarfinu og tekið verður við gjöfum til kristniboðsins. Stormur FÆRI Bátur Sigursæll Samtals.......... Fjöldi róðra ... Meðalafli í róðri 2.760 5 Afli/kg Róðrar 390 2 194.600 kg 142 1.370 kg Þessir bílar standa báðir á Laugarbrautinni án númera. Skera upp herör gegn bíkkuslum Talsvert hefur borið á því undanfarið að lesendur Skaga- blaðsins hafi haft samband við ritstjórnina til þess að kvarta undan númerslausum bflum, sem margir hverjir eru hálfgerðir garmar eða druslur, þar sem þeir standa á götum úti öllum til ama. Svo vill til nú að heilbrigðis- fulltrúi í samráði við tækni- deild bæjarins er að skera upp herör gegn þessum görmum, sem eru allt of víða í bænum. Hér á síðunni getur að líta auglýsingu frá þessum aðilum þar sem eigendur númerslausra bílgarma á götum úti fá 15 daga frest til þess að fjarlægja þá elleg- ar verður það gert á þeirra kostnað. Skagablaðið tekur undir þau tilmæli að eigendur númerslausra bíla fjarlægi þá af götunum því fátt er eins mikið umhverfislýti. Fjöldi slíkra bíla er í bænum og meðfylgjandi myndir eru aðeins dæmi um einhverja þeirra. Á Suðurgötunni stendur þessi númerslausi og hefur verið þar lengi. veiðiár hefst svo 1. september í haust. Þá eru fiskveiðiáramót! Hætt er við að mörgum bregði í brún við að sjá sinn úthlutaða skammt í aflakvóta. Þeir sem fá t.d. mikla ýsu í sinn hlut hafa ekki mikla möguleika á að ná þeim fiski í umtalsverðu magni við óbreyttar aðstæður. Á síðasta ári varð mikill af- gangur af ýsukvótum víða um land og fengust þeir fyrir lítið er líða tók á haustið og jafnvel gefins. Voru því nánast verðlaus- Kvótaúthlutun flókið verk Almenningur veit lítið um hvernig aflahlutdeild skipa er fundin út. Smábátar kallast fleyt- ur mældar undir 9,9 brúttólest- um. Þeirra hlutdeild í úthlutuð- um kvóta er fundin með þeirri prósentu af heildarafla allra landsmanna sem þessi strð skipa aflaði á ákveðnum árum. Síðan er aflareynsla og fleira lagt til grundvallar og fundin hlutdeild hvers og eins báts (eða manns) í smábátaaflanum. Þetta er mikið og flókið verk því þessar fleytur eru um 2600 talsins. Samtök smábátaeigenda hafa brugðist í þessu máli. Gegndar- laus fjölgun báta síðustu ár á meðal félagsmanna sýnir að þar hafa margir makað krókinn á kostnað heildarinnar til að ná til sín auknum veiðiheimildum. En vitanlega þýðir síaukinn fjöldi báta í minnkandi afla minni sneið af sameiginlegu kökunni á hvern munn og hverja fleytu. Afli smábátanna var sem hér segir 18. - 24. febrúar: LÍNUBÁTAR Bátur Afli/kg Róðrar (sak 23.010 5 Ebbi 8.850 2 Auðbjörg 8.690 4 Síldin 7.420 5 Margrét 6.570 4 Bresi 6.510 3 Leifi 6.140 6 Enok 5.770 4 Kópur 5.490 6 Hrólfur 5.410 3 Sæþór 5.080 6 Akurey 3.530 3 Sæbjörn 3.420 5 Emilía 2.910 4 Valdimar 2.820 3 Þytur 1.630 4 Máni 1.500 2 Guðný 1.430 2 Markús 1.430 2 Salla 1.370 3 Bára 1.330 1 Þorsteinn 1.100 3 Yngvi 1.000 1 Ver 990 3 Fannar 860 3 Davíð 850 2 Þura 820 1 Óskar 580 1 NETABÁTAR Bátur Afli/kg Róðrar Keilir 19.430 7 Dagný 10.430 7 Flatey 9.900 7 Enok II 9.140 7 Bergþór 8.220 6 Særún 8.000 5 Gæftir voru allgóðar í síðustu viku. Afli línubáta var yfirleitt í slakara lagi miðað við línulengd. Nokkrir náðu þó þokkalegum afla. Nú er steinbíturinn farinn að veiðast en sá afli en mun lak- ari en í fyrravetur. Loðnan gekk fyrir Faxaflóa og norður á Breiðafjörð í lok vikunnar en ekki inn í Flóann. Netafiskurinn er úttroðinn af sand-og trönusíli. Afli netabáta er þokkalegur. Þeir félagar Sigmundur og Frið- rik á Keili fengu þó mjög góðan afla í vikunni. Þeir hafa landað 40 tonnum sl. hálfan mánuð sem er langt umfram meðalafla ann- arra báta. Lægra ýsuverð Ýsan féll í verði á fiskmörkuð- um um ca. 30 kr. pr. kg. Ástæð- an var sögð sú, að sprengjutil- ræði írskra glæpasamtaka við al- menning í Englandi yllu því að fólk færi minna út að borða fisk- inn sinn. Því er markaður fyrir fersk flök frá okkur verri eða betri af svo mörgum ástæðum, sem okkur finnst að við eigum enga sök á. Markaðsverð á stein- bít hefur lækkað mikið en þar er aukið framboð ástæðan. Nú hafa flestir meðtekið bréf upp á veiðiheimildir sínar fyrir fyrstu 8 mánuði ársins. Nýtt fisk- il kl. 03. Aldurstakmark 18 ár. þeytir sínum bestu skífum til kl. 03. Aldurstak- Jóhönnu Árnadóttur. SIIKKIIDAGSTILBOÐ: Bjóðum upp á lambalæri „bemaise" með bakaðri kartöflu frá kl. 18 - 21 á sunnudagskvöld. Verð kr. 1.450,— Frítt ffyrir böru 10 ára og yngri! STRÖNDIN GARÐABRAUT2 SIMI 12350 Allt var með eðlilegum hætti á fæðingardeildinni í síðustu viku og fæðingartíðni hófleg. Fjögur börn komu í heiminn. 22. febrúar: drengur, 3180 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldr- ar: Jóhanna María Jónsdóttir og Jón Jóhannes Sigurðsson, Þor- steinsgötu 9, Borgarnesi. 22. febrúar: stúlka, 3940 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Una Erlingsdóttir og Vagn Ingólfsson, Sandholti 20, Ólafsvík. 24. febrúar: stúlka, 2760 g að þyngd og 46 sm á lengd. Foreldrar: Sylvía Margrét Valgeirsdóttir og Hafsteinn Þórisson, Stóru- Fellsöxl, Skilmannahreppi. 26. febrúar: drengur, 2320 g að þyngd og 49 sm á lengd. Foreldr- ar: Bjarney Þ. Jóhannesdóttir og Sigurður V. Haraldsson, Mel- teigi 6, Akranesi. IMuafli Friðriks og Sigmundar á Keili: Hafa landað 40 tonnum síðasta hálfa mánuðinn SÍM111100 (SÍMSVARI) Krays- bræður Sannsöguleg bresk verð- launamynd um hina illræmdu Krays-bræður sem stjórn- uðu undirheimalýð Lundúna- borgar á sjötta og sjöunda áratugnum. Myndin hefur vakið athygli fyrir frábæran leik bræðr- anna Gary og Martin Kemp, sem eru betur þekktir fyrir veru sína í poppsveitinni Spandau Ballet. Sýnd kl. 21 í kvöld, fimmtudag, og annað kvöld. Náttfarar (Nightbreed) Stórkostlegur og ótrúlegur spennu—tryllir gerður af leik- stjóranum Clive Barker. Aðalhlutverk: Craig Sheffer, David Cronenberg (leikstjóri Hellraiser) og Anne Bobby. Sýnd kl. 23.15 á föstu- dag og sunnudag. Þessi mynd hefur hlotið einróma lof og hún sló ræki- lega í gegn vestanhafs enda úrvalsleikarar í henni. Aðal- hlutverk: Marlon Brando og Matthew Broderick. Sýnd kl. 21 á sunnudag og mánudag. Bón og þvottur “Láttu okkur þvo og bóna bílinn þinn fyrir 900 kr. frá kl. 14 - 18 á laugardag og sunnudag. Verðum við Bíl- ás og hjá Skeljungi, Báru- götu. Körfuknattleiksfélag Akraness Einbýlishús: Til sölu er mjög gott einbýlishús við 5Kaga- braut,meðmjöggóðum garði. 5kipti koma til greina. Uppl. í síma 12092. Vantar atvinnu Iðnaðarmaður á fimmtugs- aldri óskar eftir vinnu. Hluta tarf kemur vel til greina. Atvinnurekendur sem geta nýtt sér krafta hans eru beðnir um að senda nafn sitt og símanúmer i pósthólf 170, 300 Akranesi fyrir 10. mars nk. Akraneskirkja Laugardagur 2. mars Kirkjuskóli yngstu barnanna í umsjá Axels Gústafssonar í safnað- arheimilinu Vinaminni kl. 13.00. Sunnudagur 3. mars Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Bamakórinn syngur. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Kvöldvaka æskulýðsdagsins í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá: Ræðumaður séra Ólafur Jóhannsson, fyrrverandi skólaprestur. Einsöngur: Laufey H. Geirsdóttir. Undirleikari Anna Snæbjörns- dóttir. Skólakór Akraness syngur undir stjórn Ragnheiðar Ólafsdótt- ur og Flosa Einarssonar. Hljóðfæraleikur í umsjá nemenda Tónlista- skóla Akraness. Fermingarbörn flytja frumsamið efni. Almennur söngur. Eitthvað fyrir alla! Miðvikudagur 6. mars Föstuguðsþjónusta kl.20.30. Upphaf kristniboðs- og æskulýðs- viku. Sóknarprestur predikar. Skúli Svavarsson flytur kristniboðs- þátt. Kirkjukórinn syngur. Fimmtudagur 7. mars. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR ATHUGIÐ! Kristniboðssamkomur á fimmtudags-, föstudags— og laugardags- kvöldin hefjast allar kl. 20.30. Nánar auglýstar síðar. mm Akraneskaupstaður — Heilbrigðisfulltrúi, forstöðumaður tæknideildar 11L til eigenda óskráðra umhirðulausra bílgarma Eigendur og umráðamenn óskráðra bílgarma sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í bænum eru minntir á að fjarlægja þá 'híð fyrsta og eigi síðar en 15. mars n.k. Að þeim tíma liðnum verða slíkir bílgarmar teknir í <-1— JLI ^ fliittiv n n/\vv\L>M iMn /\S, ur\ujjumu, í icyi\jqv ir\. / BÆJARINS! Heilbrigðisfulltrúi — Forstöðumaður tæknideildar Heitur matur í hádeginu Mánudaga til föstudaga frá kl. 11,30-13.30 Mjög hagstætt verð! Te & kaffistofan Vesturgötu 52 — Sími 13093

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.