Skagablaðið


Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 9
9 Skagablaðið Fullt nafn? Jón E. Guðnason. Fæðingardagur og fæðingar- staður? 19. febrúar 1963 á Akranesi. Fjölskylduhagir? Kvæntur Arnþrúði Kristjánsdóttur. Eig- um eina dóttur, Lilju Rún. Starf? Verkstjóri í Heima- skaga. Stundar þú einhverja líkams- rækt? Hjóla stöku sinnum í vinnuna. Besti og versti matur sem þú færð? Útigrillaður matur bestur en siginn fiskur verstur. Besti og versti drykkur sem þú færð? Besti er bjór en syk- urlaust te versti. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Rattle and Hum með U2. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? Casualties of War (Stríðsógnir) með Sean Penn og Michael Fox. Hvaða bók lastu síðast? Refurinn rauði. Uppáhaldsíþróttamaður? Haddi vinur minn, hann hjólar alltaf. Hvað horfir þú helst á í sjón- varpi? íþróttir, fréttir og Hunter. Hvaða sjónvarpsþáttur fær þig til þess að slökkva á sjón- varpinu? Menningarþættir á Ríkissjónvarpinu og Jón Óttar „sálugi“. Uppáhaldsleikari? Margir, t.d. Mel Gibson og Mickey Rourke. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Öm Ámason. Hvemig eyðir þú frístundum þínum? í faðmi fjölskyldunar. Fallegasti staður á Íslandi? Hljóðaklettar og Jökulsárgljúf- ur. Hvaða mannkosti metur þú mest? Heiðarleika og gott skap. Hvað líkar þér best við Akra- nes? Flatlendið (auðvelt að hjóla). Hvað finnst þér vanta á Akra- nesi? Fjölbreyttara atvinnulíf og skíðabrekku fyrir konuna. Hvað myndir þú vilja fá í af- mælisgjöf? Fékk íþróttagalla og líkaði vel. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Að vera við grillið í sumarbústaðnum með rauðvínsglas. Ertu góður bðstjórí? Já mjög góður. Ungmemafélgagið Sktpaskagi endurreist Tiu ekki öðrn en þetta sé hægt héí“ - segir Ingibjörg Óskarsdóttir, nýkjörinn fórmaður Fjölmenni sótti stofnfund Ungmennafélagsins Skipaskaga sem haldinn var í fyrri viku. Um 60 manns sóttu fundinn og ríkti mikill hugur á meðal fundar- manna. Langt er síðan Skipa- skagi leið undir lok en undir merkjum félagsins sendu Akur- nesingar þátttakendur á Lands- mót UMFÍ um langt árabil. Fjór- ir gestir frá UMFÍ sátu stofn- fundinn. Íngibjörg Óskarsdóttir var kjör- in formaður hins nýja félags. Auk hennar voru kosin í stjórn þeir Vilhjálmur Gíslason, Krist- leifur Brandsson, Sigurveig Run- ólfsdóttir og Rúnar Óskarsson. „Allir þeir sem sóttu stofn- fundinn gerast sjálfkrafa stofn- félagar og þeir sem skrá sig í fé- lagið fyrir 1. apríl verða sömu- leiðis skráðir stofnfélagar en auðvitað getur fólk gengið til liðs við okkur eftir þann tíma líka," sagði Ingibjörg er Skagablaðið ræddi við hana. Markmiðið með stofnun Skipa skaga, skammstafað USK, er fyrst og fremst að koma á skipu- legri iðkun frjálsra íþrótta á Akranesi en einnig að taka upp á arma sína aðrar íþróttagreinar, sem ekki eru stundaðar hér nú en áhugi kann að reynast fyrir. Beiðni um inngöngu í ÍA lá fyrir þingi íþróttabandalags Akraness á fyrri þingdegi í gær. Ingibjörg sagðist bjartsýn á að Ingibjörg Óskarsdóttir, nýkjörin formaður Ungmennafélagsins Skipaskaga. koma mætti upp virku ung- mennafélagi hér á Akranesi. Hún sagði ráðningu þjálfara vera eitt fyrsta verkefnið og síðan þyrfti að skipuleggja æfingar fyr- ir þá sem sem hefðu áhuga á að leggja stund á frjálsar íþróttir. „Við erum með starfandi ung- mennafélög allt í kringum okkur og ég trúi ekki öðru en við getum starfrækt félag á sama grunni hér á Akranesi. Að minnsta kosti er sjálfsagt að láta á það reyna og við erum'full bjartsýni.“ SW Akraneskaupstaður 9 — Félagsmálastjóri Forstöðumaður leikskóla Forstöðumaður óskast að nýjum leikskóla á Akranesi, sem tekur til starfa 1. september 1991. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf að hluta fyrr. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 93-11211. Félagsmálastjórinn á Akranesi. Frá innheimtu Akraneskau pstaðar Annar gjalddagi fyrir árið 1991 var 15. febrúar s.l. Gíróseðlar hafa verið póstlagðir og munu berast á næstu dögum. Rétt er að ítreka að dráttarvextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir falla á ógreidd aðstöðugjöld að kvöldi 1. mars n.k. Frekari upplýsingar veitir starfsfólk innheimtunnar. Með kveðju, Innheimtustjóri. Dráttarvextir Rafveita Akraness vekur athygli raf- orkukaupenda á því að dráttarvextir reiknast á alla vangoldna reikninga 5. hvers mánaðar. Greiðið tímanlega til þess að íorðast dráttarvexti. Rafveita Akraness Þessar ungu stúlkur efndu fyrir uttu til hlutaveltu. Ágóðanum, r. 1.393, báðu þær Skagablaðið ð koma áleiðis til Höfða. Höfði efur beðið Skagablaðið fyrir akklæti til stúlknanna. ^ær eru á myndinni í aftari l^röð frá vinstri: Silja Stein- rímsdóttir, Tinna Rós Þor- einsdóttir og Guðný Maren 'alsdóttir. í fremri röð frá instri: Sara Sigurðardótir og ,va Dögg Sigurðardóttir. Börn bæjarins hafa verið iðin ið að leggja Höfða lið á síðustu rum og svo virðist sem hluta- elturnar séu nú að hefjast á ný ftir nokkurra mánaða hlé. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti y-f-i- Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 l J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30- 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerðir. Réttingar og sprautun. jmm V/SA | 'mmmmi Euoocano j BRAUTIN HF. Dalbraut 16 S 12157 Jaðarsbakkalaug Jaðarsbakkalaug er opin alla virka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. VÉLAVINNA Leigjum út flestar gerðir vinnu- SICDFl AN' v®^a' Önnumst jarðvegsskipti l'LI| 1,1 v ogútvegummöl sandog mold. Fljot og örugg þjónusta. SKATTFRAMTÖL einstaklinga og fyrirtækja. Virðisaukauppgjör. Launaútreikningar og fl. Viðtalstímar frá kl. 8-12 og 13-17, eða eftii samkomulagi. BÓKHALDSÞJÓNUSTAN Háholti 11 -Sími 13099 MÁLlXIAÍi Getum bætt ríð okkur verkeíhum í alhliða málnlngar- vmnu. HRAUNUM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímavhma. LITBRIGÐI SF. Jaðarsbrant 5 S 12328 & 985-29119

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.