Skagablaðið


Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 6
6 Skaaablaðið Hugleiðing um stam Fyrir skömmu birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Getur ekki rifist". Mér fannst þetta harla merkileg fyrirsögn þar sem greinin fjallar um ungan mann sem stamar. Líklega hefur blaða- manninum fundist það að geta ekki rifist merkilegast við stamið hjá þessum manni en að mínu mati hangir mun meira á spýtunni. Flestir sem eru komnir yfir f( sem eru "fermingu hafa heyrt fólki sem stamar. Tölfræði segir okkur að um 1 - 3 af hverjum hundrað stami eða hafi stamað. Oft getur þó verið erfitt að meta hver stamar og hver ekki. Hvað er stam? Nýútkomin alfræðiorðabók skilgreinir stam á eftirfarandi hátt: Stam: truflun á hryrtjanda á samfellu í tali. Eðlilegt tal rofnar vegna hiks og endurtekningar á einstökum taleiningum og smá- krampa í öndunar- og talvöðv- utn. Stam er algengast hjá börnum, einkum þeim sem eru sein til tals og er ekki sjúkleika- merki; ágerist oft vegna kvíða en má lagfœra með talþjálfun. í raun segir þessi skilgreining það sem hægt er að segja um stam í fáum orðum. Þó er ekki vandi að benda á ýmsa „stam- sérfræðinga" sem ekki myndu skrifa undir þessa skilgreiningu. Stam lýsir sér mjög mismun- andi — sumir stama við ákveðn- ar aðstæður, t.d. eru til börn sem eingöngu stama í skóla en ekki heima og öfugt. Algengt er að fólk sem stamar hati símann og öðrum finnst óþægilegt að fara í búðir þar sem þeir þurfa að hafa frumkvæði að segja eitthvað. Algengt er að stam byrji sem endurtekningar hljóða eða at- kvæða fyrir skólaaldur en breyt- ist síðan í að börnin lengja (sam)hljóðin. Lokastigið (sem betur fer fæstir komast á) er að börnin eða unglingarnir sitja föst og komast ekki af stað með hljóðin/orðin og bregða þá jafn- vel kækjum fyrir sig t.d. að depla augum eða slá til höfði. I heild er ekki erfitt að lýsa stami hjá fólki en aftur á móti er erfiðara að svara næstu spurn- ingu. Gerum altt hreint ÖU blikksmíði ★ Alhliða hreingerningar ★ Djúphreinsun á teppum og húsgögnum ★ Bónþjónusta IALUR GUNNARSSON Vesturgötu 163 2* 11877& 985-32540(Bílasími) ÖII almenn liósmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRA UT 23 2? 11075 Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA UOSMYNDASTOFA AKRANESS VESTURGÖTU 35 (FRÓN) SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722 Hvers vegna stamar fólk? Dæmi eru um að margir í sömu fjölskyldu stami — einnig hið gagnstæða. Algengt er að andlega fatlaðir stami — einnig að vel gefið fólk stami. Með öðr- um orðrum, stam er ekki í nein- um tengslum við gáfnafar eða hæfileika. Gáfað, miðlungsgefið og andlega fatlað fólk stamar. Sumir, sem hafa rannsakað stam, telja að umhverfið valdi mestu um að börn fari að stama. „Stamið hefst ekki í munni barnsins heldur í eyrum foreldr- anna“ er haft eftir þekktum bandarískum sérfræðingi. Þekkt er að börn á 3. og 4. ári endur- taki orð og hljóð þegar þau eru áköf að segja frá einhverju. Telja verður mikla möguleika á að for- eldrar og aðrir sem á þau hlusta geti mótað óafvitandi stam hjá börnum, ef þeir sýna ekki þolin- mæði og skilning, sérstaklega á þessu tímabili. í fáum orðum má segja að nú sé talsvert vitað um eðli og þróun stams án þess að menn séu nokkru nær um orsök þess. Ef til vill geta margir þættir valdið stami hjá fólki og verið ólíkir eft- ir því hver á í hlut? Mikil vanlíðan Allir sem stama eiga þá heit- ustu ósk að hætta að stama. Það segir mikið um hvernig fólki líður. Margt fólk sem stamar vel- ur sér atvinnu þannig að það þurfi sem minnst að tala við aðra. Flestir hætta að stama á fullorðinsárum eða þeir læra svo vel á sitt stam að það háir þeim ekki mikið. Viðmælendur stam- ara ráða mjög miklu um hvernig til gengur. Þannig má leiða rök að því að stam sé ekki aðeins vandi þeirra sem stama heldur einnig annarra. Þess vegna eiga upplýsingar um stam erindi til allra. (Aðalheimild er nýútkomið upplýsingarit um stam eftir greinarhöfund.) ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd þjónustubyggingar FjölbrautasHóla Vesturlands á AHranesí ósHar eftir til- boðum í loHafrágang þjónustubyggingar sHólans. Qólfflötur byggingarinnar er um 1900 m2. Til loHafrágangs telst vera m.a. loftræsing og raflagnir, gólfefni, loftaHlæðning, hurðir, innréttingar og málun inni og úti. Útboð5gögn eru til afhendingar frá og með fimmtudeginum 28. febrúar 1991 hjá Magnúsi h. Ólafssyni, arHiteHt F.A.Í., að SHólabraut 21 á AHranesi, gegn 30.000 Hr. sHilatryggingu. Tilboðinu sHal sHila á sHrifstofu sHólans að Vogabraut 5 á AHranesi eigisíðaren 19. mars 1991 M. 14.00, þar sem þau verða þar opnuð í viðurvist þeirra sem þess ósHa. Upplýsingar veitir Magnús í 5Íma 93 - 12210. Framkvæmdanefnd þjónustubyggingar FVA Gamlaskipa- smíðastöðin verður rífin Bygginganefnd samþykkti á fundi sínum þann 7. febrú- ar sl. beiðni frá Skipasmíða- stöð Þorgeirs & Ellerts hf. um að mega rífa húsið nr. 28- 28A við Bakkatún. Eins og Skagablaðið skýrði frá fór húsið mjög illa í óveðrinu þann 3. febrú- ar sl. og var þá strax talið að þess biði ekkert annað en niðurrif. Hús þetta gegndi lengi vel hlutverki skipa- smíðahúss Þorgeir & Ellerts. Fyrsti fjög- uiramanna dúettinn! Skagablaðið stofnaði í síð- ustu viku fyrsta fjögurra manna dúettinn sem vitað er til að starfi hér á landi. Lesa mátt um stofnun þessa sérstæða dúetts í myndatexta sem fylgdi frá- sögn af vel heppnuðu Herra- kvöldi Knattspyrnufélags ÍA. Þar birtist mynd af fjórum vöskum söngvurum. Undir myndinni stóð hins vegar: „Þeir sungu eins og vel æfður dúett.“ Auðvitað átti að standa þarna kvartett en ekki dúett. Tveir eru auðvitað ekki fjórir nema ef vera kynni hjá Ólafi Ragnari. Þjóðbraut 13: Húsnæðið ber að afhenda Að minsta kosti tveir bæjarfulltrúar hreyfðu þeirri hugmynd á fundi bæjar- stjórnar í síðustu viku, að bærinn ætti þegar í stað að skila erfi hæð Þjóðbrautar til Tónlistarfélagsins og fela því umsjón húsnæðisins. Sögur þess efnis, að bær- inn ætli sér að halda húsnæðinu fyrir sjálfan sig með framtíðaraðsetur bæjarskrifstofu í huga, hafa gengið í bænum. Samkvæmt heimildum Skagablaðsins eru sögusagnirnar ekki reistar á neinum rökum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.