Skagablaðið


Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 4
4 Loksins geta allir eignast hlutabréf í elsta útgerðarfyrirtæki landsins Arið 1906 hóf Haraldur Böðvarsson, þá 17 ára gamall, útgerð frá Akranesi. Það markaði upphafið að fyrirtækinu Haraldur Böðvarsson hf. sem varð til fyxr á þessu ári við sameiningu þriggja rótgróinna sjávarútvegsfyrirtækja á Akranesi, Haraldar Böðvarssonar & Co, Heimaskaga og Síldar- og fiskimjöls- verksmiðju Akraness. Má því segja að Haraldur Böðvarsson hf. (HB) sé í senn elsta og yngsta starfandi útgerðar- fyrirtaíki á landinu. Við sameininguna varð HB eitt af fjórum stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á íslandi. Fyrirtækið gerir nú út fjóra togara og tvö loðnuskip og hefur yfir að ráða rúmlega 11.500 tonna botnfiskkvóta auk síldarkvóta og 8,5% af úthlutuðum loðnukvóta. Undanfarin ár hefur mikil uppbygging átt sér staö í frystihúsum HB og eru þau vel tækjum búin. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu afurða í 300- 400 gr. neytendapakkningarogerstærstiframleiðandi slíkra afurða á íslandi. Aárinu 1991 er stefntað því að vinna um 30-40% af þorsk-, karfa- og ufsaafurðum frystihúsanna í slíkar pakkningar. 5. september 1991 hófstalmennt útboð hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni hf. Til sölu eru hlutabréf að nafnverði rúmar 48 m.kr. og eru þau seld á genginu 3,10. ítarlegt útboðsrit liggur frammi í afgreiðslu VÍB, Ármúla 13a, og í útibúum íslandsbanka um allt land. Umsjónaraöili útboösins er Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. Armúla 13a, sími 91 - 68 15 30 5TÓRTÓNLEIKAR í LAUGARDALSHÖLL DAGAMA 6. OG 7. SEPTEMBER Forsala miða / Bókaskemmunni. l/ercf aðgöngumiða er kr. 3.500,- Skagablaðið___________Skagabfaðið 5 Iðnrádgjafaembættið í Borgamesi breyBsl í atvinnuáðgjöf; Starfsemi Iðnráðgjafa Vesturlands, sem rekin er af Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, hefur nýverið borist liðsauki. Auk Jóns Pálssonar, sem gegnt hefur starfi iðnráðgjafa sl. tvö ár, hafa samtökin ráðið Bjarka Jóhannesson, markaðsfræðing, til starfa á skrifstofunni í Borgarnesi. Samhliða þeirri ráðningu hefur nafni starfseminnar verið breytt og heitir nú Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Skagablaðið heimsótti bækistöðvar hennar fyrir stuttu. J^afnbreytingin er að sögn rekstrar og taka þátt í mótun sér- iJóns til komin m.a. til þess að fyrirbyggja þann misskilning, að þjónusta skrifstofunnar sé einvörðungu fyrir iðnfyrirtæki. Starfseminni er m.a. ætlað það hlutverk að stuðla að jákvæðri þróun atvinnulífs í kjördæminu með því að veita sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum faglega ráðgjöf á sviði atvinnu- Krabbameinsfélag Akra- ness og nágrennis verður með merkjasölu hér í bænum á morgun, föstudag, og laug- ardag. engið verður skipulega í Ihús og merki boöin til sölu. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka vei á móti sölufólki. stakra verkefna. Höfuðmarkmið hennar er að auka arðbær at- vinnutækifæri í kjördæminu til jafns við aukningu í Reykjavík um aldamótin. Starfsemin er fjármögnuð með framlagi ríkisins og Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi (SSV) ásamt sértekjum. Stefnt er að því að þær nemi allt að helmingi rekstrarkostnaðar. Þeir sem leita til skrifstofunnar eiga kost á tveggja daga ráðgjöf án endurgjalds en greiða eftir það fyrir hana samkvæmt sam- komulagi. f samtali við þá Jón Pálsson og Bjarka Jóhannesson hjá Atvinnu ráðgjöf Vesturlands og Guðjón Ingva Stefánsson, framkvæmda- stjóra SSV, kom m.a. fram að starfseminni hefði verið haldið úti í áratug. Framan af hefði þjónusta hcnnar að mestu ein- skorðast við iðnaðarfyrirtæki eins og nafngiftin benti til en undanfarin misseri hefði þetta smám saman verið að breytast. Atvinnuráðgjöfin (áður Iðn- ráðgjafi) hefur á síðustu árum Tímatafla strætisvagns — mánudaga til föstudaga — Francois Fons er kominn úr fríinu! liðsinnt tugum fyrirtækja á Vest- urlandi. Þremenningarnir sögðu það færast í vöxt, að fyrirtæki leituðu eftir ráðgjöf strax á fyrstu stigum. Áður fyrr hefði það aftur á móti viljað brenna við að menn leituðu ekki eftir ráðgjöf fyrr en þeir hefðu í raun verið komnir með fyrirtæki í startholurnar. Sem dæmi um vel heppnað samstarf skrifstofunnar og fyrir- tækis má nefna Búðaverk í Búð- ardal. Það fyrirtæki leitaði eftir ráðgjöf við vöruþróun og er nú í samstarfi við danskt fyrirtæki með stuðningi Atvinnuráðgjafar Vesturlands. Að sögn Jóns hefur þetta verkefni staðið yfir sl. 2 ár og er nú að skila þeim árangri að sala á hinni nýju vöru er á góðri leið með að fjórfalda ársveltu fyrirtækisins. Að sögn þremenninganna er engin spurning um að Atvinnu- ráðgjöf Vesturlands er nú betur undir það búin að liðsinna fyrir- tækjum og þjónustuaðilum en nokkru sinni. Þeir lögðu á það áherslu, að starfseminni væri ætl- að að þjóna öllu atvinnulífi á Vesturlandi. Á meðal þess sem boðið væri upp á væri stefnumót- un, ráðgjöf í rekstrar- og mark- aðsmálum svo og áætlanagerð hvers konar. Ennfremur annast skrifstofan arðsemismat á nýjum hugmyndum. Auk ráðgjafar að- stoðar skrifstofan atvinnurek- endur við lánaumsóknir til ým- issa sjóða sem henni tengjast beint eða óbeint. Þremenningarnir vildu að end- ingu hvetja fyrirtæki á Vestur- landi til þess að leita liðsinnis þeirra, svo og alla þá sem hygðu á atvinnurekstur. Ekki aðeins væri ráðgjöf þeirra að líkindum ódýrari en hjá sérhæfðum fyrir- tækjum þess efnis, heldur væri hún nærtækari. Þar að auki byggi skrifstofan yfir meiri staðarþekk- ingu sökum náinna tengsla sinna við kjördæmið. Starfsmenn Atvinnuráðgjafar Vesturlands og SSV. Frá vinstrí: Erla Olgeirsdóttir, ritari, Bjarki Jóhannesson, Jón Pálsson og Guðjón Ingvi Stefánsson. Bjóðum upp á nýjan og ferskan matseðil. Á meðal rétta er „Paella", einn þjóðarrétta 5pán- verja, „Kjúklingur W/ei/"og „Kjúkl- ingur Thahiti— allt réttir sem kitla bragðlaukana svo um munar. Veitir faglega ráðgjöf á sviði atvinnurekstrar Islandsvinir Þessi margrómaða sveit skemmtir Skagamönn- um á ósviknum stuðdansleik frá kl. 25 - 05 á laug- ardagskvöld. Kári W/aage, Eddi Lár. og félagar í spariskapinu. FIMMTUDAGUR: Létt tónlist til kl. 01. FÖSTUDAGUR: Diskótek frá kl. 25 - 05. Öll nýjustu lögin! LEIÐARLÝSING: Dvalarheimili — Innnesvegur — Víkurbraut — Garðagrund — Jörundarholt — Garðagrund — Víkurbraut — Innnesvegur— Garðabraut — Þjóðbraut — Esjubraut — Kalmansbraut — Kirkjubraut — Skólabraut — Vesturgata — Bárugata — Hafnarbraut, Olís — Akursbraut — Kirkjubraut — Kalmansbraut — Esjubraut — Innesvegur — Dvalarheimili. Vetrartímatafía frá 1. september til 30. apríl: Frá Dvalarheimilinu Höfða, niðureftir: 7.00 — 7.40 — 8.10 — 8.40 — 11.10 - 11.40 — 12.10 -12.40 -13.10 —13.40- - 14.10 —14.40 —15.10 - 15.40 - 16.10 - 16.40 - 17.10 — 17.40 — 18.10 AKRANESKAUPSTAÐUR SÍM111100 (SÍMSVARI) A valdi óttans (Desperate Hours) Þeir eru mættir hér í Á valdi óttans félagarnir Mick- ey Rourke og Anthony Hopkins. Þessi mynd er al- mennt talin einn af betri „þrillerum“ ársins. Leik- stjórinn Michael Cimino heldur utan um allt saman á eftirminnilegan hátt. BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. Sýnd kl. 21 í kvöld, fimmtudag, og föstudag. Víkinga- sveitin 2 (Delta Force 2) Hraði, spenna og mikil átök. Víkingasveitin fær það verkefni að uppræta illræmd- an eiturlyfjabarón, sem erfitt er að komast að vegna vernd unar stjórnvalda á staðnum. Aðalhlutverk Chuck Norris. BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. Sýnd kl. 23.15 á föstu- dag og sunnudag. Hrói höttur (Robin Hood) Topp ævintýra- og grín- mynd með Patrick Bergin í aðalhlutverki. Leikstjóri er John McTiernan sem leik- stýrði Die Hard svo eftir- minnilega. BÖNNUÐ INNAN 14 ÁRA. Sýnd kl. 21 á sunnudag, mánudag og þriðjudag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.