Skagablaðið


Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 6
6 Skagablaðið Frábær árangur svertar Goffldúbbsins Leynis í 1. deild um helgina: Stálu senunni og náðu bronsinu Strákarmr úr Golfklúbbnum Leyni komu heldur betur á óvart í 1. deild sveitakeppni GSÍ um sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helg- ina. Sveitin, sem vann sig upp í 1. deildina í fyrra, hafnaði í 3. sætinu og skaut mörgum reyndari aftur fyrir sig. Þetta var nokkuð sem eng- inn átti von á. Leynismenn teldi að þessu s ■sinni fram unglingasveit, nán ast þeirri sömu og vann sveita- keppni unglinga 15 - 18 ára fyrir helgina. Þetta er trúlega yngsta sveit sem keppt hefur í 1. deild frá upphafi, þar sem meðalaldur Maður kemur ímannsstað Skagamenn hafa misst tvo þeirra leikmanna í körfu- boltanum sem léku með þeim á síðasta keppnistímabili. Þetta eru þeir Elvar Þórólfsson, sem leikur í vetur með Borgnesing- um, og Heimir Gunnlaugsson sem nú dvelur í Svíaveldi. En maður kemur í manns stað segir máltækið. Skagamenn hafa endurheimt þá Jóhann Guð- mundsson frá KR og Jón Þór Þórðarson sem var í Bandaríkj- keppenda er tæplega 17 ár. Sveit- ina skipuðu þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Helgi Dan Steins- son, báðir 15 ára, Þórður Emil Ólafsson, 17 ára, og Rósant Birgisson, tvítugur. Spáð falli Það voru alls átta sveitir sem mættu til leiks í Leirunni en hver sveit er skipuð fjórum kylfingum sem leika 72 holur á tveimur dögum. Árangur þriggja bestu telur. Þær tvær sveitir sem verða neðstar falla í 2. deild. Flestir voru þeirrar skoðunar, að það yrði hlutskipti Leynis að falla í 2. deild, sérstaklega þegar ljóst var að sveitina skipuðu unglingar, sem voru að koma beint úr fjög- urra daga erfiðri keppni. Þeir hlytu að vera örþreyttir og hefðu lítið í harðsnúnar sveitir and- stæðinganna að gera. En strákarnir voru ákveðnir í að verjast falli og með því hugar- fari hófu þeir keppni dyggilega Sveit Leynismanna: Rósant Birgisson, Helgi Dan Steinsson, Hannes Þorsteinsson, liðsstjóri, Þórður Emil Ólafsson og Birgir Leifur Hafþórsson. studdir af liðsstjóra sínum, Hannesi Þorsteinssyni. Óvæntir hlutir Eftir fyrsta hring á laugardeg- áttu- og keppnisanda sem þeir sýndu og ekki síst liðsstjórinn, sem fylgdist vel með gangi mála, miðlaði upplýsingum og stappaði í þá stálinu. Vmna stelpumar tvöfalt þetta ái? Meistaraflokkur kvenna gerði góða ferð til Akureyrar um síð- ustu helgi og sneri heim með sex stig í pokahorninu og átta skoruð mörk gegn engu eftir viðureignir við Akureyrarliðin Þór og KA. Liðið á nú möguleika á að vinna „tvöfalt“ í fyrsta skipti. Akranes er í efsta sæti 1. deildar kvenna með 29 stig ásamt Val og KR. Breiðablik er með 28 stig. í lokaumferðinni á laugardag mætast Valur og Akranes að Hlíðarenda og svo KR og Breiða- blik. Lokaumferðin getur því tæpast verið meira spennandi. Markatala Akraness er langbest þannig að ef báðum leikjunum lyktar með jafntefli er titilinn í höfn. Sigur gegn Val myndi hins vegar gulltryggja titilinn. Ástæða er til þess að hvetja knattspyrnuunnendur til þess að skella sér í bæinn á laugardag og hvetja stelpurnar til dáða því nú liggur mikið við. inum fóru óvæntir hlutir að gerast. Strákarnir léku eins og 1 Helgi Daníelsson skrifar snillingar og skipuðu sér í eitt toppsætanna. Þegar keppni lauk fyrri daginn voru þeir í 3. sæti á K "" ■ 448 höggum, á eftir GK sem lék á 443 höggum og GR sem lék á 446 höggum. í 4. sæti var B- sveit GR á 466 höggum. Birgir lék best Leynisstrákanna á 72/75, Þórður á 71/78, Helgi Dan á 74/ 78 og Rósant á 80/82. Til að menn átti sig á góðum leik þeirra má geta þess að par vallarins er 72 en SSS af hvítum teigum er 73. Þórður lék því einn undir pari fyrri hringinn og Birgir á pari. Veður var fremur leiðinlegt á sunnudaginn og nú varð að leika af gætni og skynsemi til að halda 3. sætinu. Þreytan eftir erfiða viku var farin að segja til sín og því erfitt að halda þeirri einbeit- ingu sem er nauðsynleg í golfi. Ég fylgdist vel með strákunum þennan dag og hef gaman að segja frá þeim skemmtilega bar- Héldu haus Þeir héldu haus eins og sagt er. Skorið var að vísu ekki eins gott og fyrri daginn enda ekki við því að búast. Þegar Rósant kom inn síðastur var Ijóst að 3. sætið var þeirra. Þr.ð ótrúlega hafði gerst. Þórður lék á 79/79, Rósant á 79/ 80, Birgir Leifur á 80/82 og Helgi Dan á 88/83. Lokastaðan varð því þessi: 1. GR á 899 höggum, 2. GR á 908 höggum, 3. Leynir á 926 höggum, 4. B-sveit GK á 942, 5. B-sveit GR á 944, 6. GS á 947, 7. NK á 952 og 8. GA á 956. Ástæða er til þess að óska Golfklúbbnum Leyni og Skaga- mönnum til hamingju með þessa efnilegu íþróttamenn, sem þegar hafa aukið hróður klúbbs síns og bæjar með góðri frammistöðu og ekki síður góðri framkomu. Ég nefndi það þegar ég skrifaði um Landsmótið á Hellu að kylfingar á Akranesi væru smám saman að þoka sér inn á landakortið í golfi. Nú eru þeir komnir vel inn á það. Xrfnaeigendur á Skaganum hafa gert það gott á mótum undanfarið: Nær einráðir í ungamótunun Skagamenn hafa heldur betur látið að sér kveða á ungamótum í dúfnakappflugi undanfarnar vikur. Má heita að þeir hafi verið einráðir í verðlaunasætunum á síðustu fjórum mótum. Ekki hef- ur gengið eins vel í keppni full- orðinna fugla. Fuglar frá Hinrik Einarssyni voru í fyrstu þremur sætunum í keppni, þar sem sleppt var frá Hrauneyjarfossi þann 11. ágúst sl. Viku síðar var sleppt frá Búr- felli og þá átti Þór Ólafur Jónsson fuglana í 1. og 3. sæti og Gísli Marísson fuglinn í 2. sæti. Skagamenn áttu fuglana í 1. og 3. sæti í keppni þann 24. ágúst, þar sem sleppt var frá Fagurhóls- mýri. Guðjón Már Jónsson átti sigurfuglinn en Gísli fuglinn í 3. sæti. Suðurnesjamaðurinn Guð- bjartur Daníelsson skaust upp á milli þeirra. í „Derby-keppn- inni“ sem háð var samtímis sigr- aði fugl frá Gísla en Guðjón átti fuglinn í 2. sæti. Skagamenn komust ekki á verðlaunapall í keppni fullorð- inna fugla 13. og 20. júlí. En í innanfélagskeppni átti Hinrik tvo fyrstu fuglana í fyrri keppninni (sleppt frá Hrauneyjarfossi) og Þór Ólafur þann í 3. sæti. í síðari keppninni átti Hinrik 1. og 3. fugl en Guðjó.t þann er varð í 2. sæti. Olíufélagið hf., ESSO, sigraði í firmakeppni BFA sem fram fór 11. ágúst. Haförn varð í 2. sæti og Blikkverk í 3. sæti. Alls tóku 80 fyrirtæki þátt í keppninni. Leflcurínn við Þrótt verður annað kvöld Leikur Þróttar og Skaga- manna í 2. deild fslandsmótsins í knattspyrnu, sem átti að fara fram á laugardag, hefur verið færður fram til annars kvölds. Tilfærslan er til komin vegna utanfarar landsliðs 18 ára og yngri á laugardag. ^^kagamenn vantar enn ^Jherslumuninn til þess að tryggja sér endanlega sigur í deildinni. Svo góð er staða liðs- ins aftur á móti að því nægir eitt stig úr tveimur síðustu leikjunum. Þór getur náð 38 stigum en markatala Akureyr- inganna er miklum mun lakari en Skagamanna. Staðan í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu er þessi eftir sextán umfcrðir: Akranes L 16 u 12 J 1 T MörkStig 3 46: 10 37 Þór 16 10 2 4 33:19 32 Grindavík 16 9 2 5 24:16 29 Keflavík 16 8 4 4 36:19 28 Þróttur 16 8 3 5 23:20 27 ÍR 16 8 1 7 39:29 25 Fylkir 16 5 6 5 22:22 21 Selfoss 16 5 2 9 23:30 17 Haukar 16 2 2 12 15:51 8 Tindastóll 16 1 1 14 16:61 4 Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspymufélags IA: „Nauðsyniegt að efla félagið“ „Astæðan fyrir þessart auglýsingu okkar er einfald- lega sú að okkur er nauðsyn að efla félagið og stór liður í þeirri viðleitni er að fjölga félagsmönnum,“ sagði Gunn ar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags IA, er Skagablaðið ræddi við hann. Aauglýsing frá félaginu sem birtist í síðasta blaði og aftur núna hefur vakið talsverða at- hygli enda nýlunda að einstök íþróttafélög innan bæjarins fari þessa leið til að afla félags- manna. „Félagsmenn okkar skipta þegar orðið hundruðum en það er ekki þar með sagt að ekki sé þörf á fleirum. Eftir því sem fél- agsmönnum fjölgar verður félag- ið öflugra og betur undir það búið að taka á þeim verkefnum sem bíða þess í framtíðinni,“ sagði Gunnar um leið og hann vildi hvetja alla velunnara knatt- spyrnunnar sem ekki væru þegar orðnir félagsbundnir að láta verða af því.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.