Skagablaðið


Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 7
Skagablaðið 7 Fyrsta Akraborgin kom til landsins 1955 og er mörgum Akurnesingum í fersku minni. Örlagarík ferð Laxfoss fór örlagaríka ferð þann 10. janúar 1944. Lagt var upp frá Borgarnesi með viðkomu á Akranesi. Er skammt var til hafnar í Reykjavík tók skipið niðri við Örfirirsey. Öllum far- þegum var að endingu bjargað en erfitt var um vik, m.a. vegna veðurs og myrkurs. í kjölfar þessa óhapps spunn- ust miklar umræður um framtíð reksturs skipsins og sýndist sitt hverjum. Eftir nokkrar tilraunir tókst loks að ná Laxfossi af strandstað og var ákveðið að láta gera við skipið. Það var aðeins tryggt fyrir 240 þúsund krónur en viðgerð kostaði hálfa aðra mill- jón króna. Jafnframt var skipið lengt. Hlutafé var stóraukið, m.a. til þess að standa undir við- gerðarkostnaði. Eftir strand Laxfoss og á með- an viðgerð stóð var notast við ýmis skip við flóasiglingar en um miðjan júlí 1945 var Laxfoss klár í slaginn að nýju. Reksturinn gekk áfallalaust næstu árin allt þar til 1952, að skipið strandaði öðru sinni, nú við Kjalarnes. Mannbjörg varð. Versta veður var þegar óhappið átti sér stað og svo voru vegir snjóþungir að fá varð snjóbíl til þess að flytja farþega til Reykjavíkur. Við til- raunir til þess að bjarga skipinu brotnaði það í tvennt. Stjórn Hf. Skallagríms hóf þegar að svipast um eftir nýju skipi jafnframt því sem hlutafé var enn aukið til þess að mæta kaupunum. Ekkert varð af kaup- um árið 1952 en reynt var að halda uppi ferðum með leigu- skipum. Það gekk upp og ofan enda farkostirnir misjafnlega heppilegir. Samningar tókust að endingu um leigu á Eldborginni, sem hélt uppi ferðum frá 1952 til 1956. Akraborgin Mánuðir liðu, síðan ár og það var ekki fyrr en í mars 1956 að nýtt skip leysti Laxfoss af hólmi. Því var gefið nafnið Akraborg. Það var smíðað í Danmörku og kostaði 6 milljónir króna. Skipið var 350 lestir að stærð, hið stærsta sem sinnt hafði flóasigl- ingum. Farþegum fjölgaði stöðugt og fyrsta árið flutti Akraborgin yfir 41 þúsund farþega á milli Borg- arness, Akraness og Reykjavík- ur. Rekstrarafgangur varð fyrstu fjögur árin en næstu fimm stóð reksturinn í járnum. Stórtjón varð á skipinu í desember 1963 er strandferðaskipið Skjaldbreið sigldi á Akraborg, þar sem hún lá við bryggju í Reykjavík. Óhapp þetta olli bæði óþægindum og fjárhagstjóni. Samhliða bættum vegasam- göngum dró úr flutningum Akra- borgar þótt farþegaflutningar á milli Akraness og Reykjavíkur ykjust hins vegar stöðugt. Á sama tíma var ferðum til Borg- arness fækkað í eina í viku og síðan hætt með öllu í maí 1966. Stjórn Hf. Skallagríms var enn farin að svipast um eftir heppi- legra skipi sem flutt gæti fleiri bíla. Ekkert gerðist þó í þeim málum fyrr en leið á áttunda ára- tuginn. I ársbyrjun 1969 var út- gerð Akraborgar flutt upp á Ákranes og eftirleiðis var fyrsta ferð hvers dags farin þaðan. Bílferja keypt Vaxandi óánægju gætti á Akranesi með gömlu Akraborg- ina sem þótti ekki lengur full- nægja þeim kröfum sem gera þyrfti til ferjuskips. Bæjarstjórn Akraness fór þess einnig á leit við stjórn Hf. Skallagríms að hún kannaði möguleika á kaupum á ferju sem flutt gæti bifreiðar á lokuðu þilfari. Málið kom fyrir aðalfund Hf. Skallagríms í janúar 1973, þar sem samþykkt var að undirbúa endurnýjun á skipakostinum. Síðar það sama ár var gerður samningur um kaup á norskri ferju fyrir 120 milljónir króna. Þetta skip, sem hlaut einnig nafnið Akraborg, kom til lands- ins þann 23. júní 1974 og mark- aði þáttaskil í siglingum á Faxa- flóa. Skipið var 690 bróttólestir með ganghraða upp á 16 sjómílur. Það gat flutt 40 - 50 bíla í hverri ferð og var þannig útbúið að aka mátti í það og úr. Útbúið var ferjulægi á Akranesi og flot- bryggjur voru gerðar í báðum höfnum. Geysileg aukning far- þega og bifreiða fylgdi nýja skip- inu. Síðasta heila árið sem gamla Akraborgin var notuð, 1973, ferðuðust 57.660 farþegar með henni og 2500 bílar. Fyrsta heila árið sem nýja Akraborgin var í rekstri, var tala farþega 101.785 og bílar voru 19.543. Erfiður rekstur Þrátt fyrir stóraukna flutninga varð rekstur ferjunnar æ erfiðari. Annars vegar mátti kenna um tregðu yfirvalda til þess að heimila fargjaldahækkun og hins vegar fjármagnskostnaði sem rauk upp úr öllu valdi, þar sem lán voru í erlendri mynt sem styrktist stöðugt gagnvart ís- lensku krónunni. Árið 1979 var svo komið, að stjórn Hf. Skallagríms taldi Akraborgina skila orðið há- marksafköstum. Þúsundir bíl- aeigenda yrðu frá að hverfa, þar sem ekki væri rúm fyrir þá um borð. Þrátt fyrir þetta væri stór- tap á rekstrinum. Gripið var til hagræðingar af ýmsu tagi og ferðum fjölgað. Þetta skilaði sér í auknum flutningum og mun betri afkomu árið eftir. Farþegar árið 1980 voru orðnir 223 þúsund og flutningar jukust í heild um 32,5% frá árinu 1979. Árið 1981 hófust umræður í stjórn Hf. Skallagríms um þörf fyrir enn stærra skip. Fyrir valinu varð ferja frá Kanaríeyjum í eigu norsks útgerðarfyrirtækis sem rak dótturfyrirtæki þar syðra. Ekki gengu kaupin þó þrauta- laust því eigendur skipsins drógu tilboð sitt til baka eftir að samn- ingar hófust. Þeir skiptu síðan um skoðun og gengið var frá kaupum snemma árs 1982. Skip- ið kom svo til Akraness 17. júní það sama ár og hefur síðan verið í siglingum á milli Akraness og Reykjavíkur. En hvernig hefur rekstur þess gengið og hvernig eru framtíðar- horfur reglubundinna siglinga á milli Akraness og Reykjavíkur? Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Hf. Skallagríms, var inntur eftir þessu. „Reksturinn hefur í heildina verið þungur og það er ekkert launungarmál að við höfum not- ið ríkisstyrks. Farþegum fjölgaði jafnt og þétt með nýju Akra- borginni allt fram til ársins 1987 er þeim tók að fækka aftur. Toppurinn náðist 1986 er við fluttum rúmlega 80 þúsund bíla og tæplega 275 þúsund farþega. Tvö síðustu ár hafa verið svipuð, farþegar rúmlega 240 þúsund og bílar um 70 þúsund talsins,“ sagði Helgi. Hvað varðaði framtíðarhorfur reglubundinna siglinga á milli Akraness og Reykjavíkur sagði Helgi þær standa og falla með því hvort ráðist yrði í vegteng- ingu yfir Hvalfjörð eða ekki. „Eg veit ekki betur en það sé bundið í lögum, að komi vegtengingin til verði reglubundnir flutningar á sjó á milli Akraness og Reykja- víkur lagðir af. Framtíð Akr- aborgar veltur því á ákvörðun um vegtengingu um Hvalfjörð.“ Núverandi Akraborg á siglingu. Fyrra ekjuskipið, sem einnig hlaut nafnið Akraborg, kom til landsins 1974. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti •i j-r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 l J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bíl V/SA aleiga - bílaverkst Allar almennar viðgerðir. =, Réttingar og sprautun. BRAUTIN HF Dalbraut 16® 12157 æði E ruoocAno TRÉSMÍÐI Hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tlmavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 — Heimasími 12299 .VÉLAVINNA !\, Leigjum út flestar gerðir vinnu- SICÍIFI AN' v®^a' Önnumst jarðvegsskipti ,'U| 0g útvegum möl sand og mold. S ai30009 FljÓt °9 ÞÍÓnUSta' Jaðarsbakkalaug Jaðdrsbakkalaug er opin alla virka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. mAiotg Gctum bætt við okkur verkefnum í alhliða málningar- vinnu. ÍIRAUNUM - SAKDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímat'imia. utbrigði si. Jaðarsbraut 5 S 12338 & 985-29119

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.