Skagablaðið


Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 10
Körfurisi áSkagaim Körfuknattleiksfélag Akra- ness hefur samið við Banda- ríkjamanninn Eric Rombach um að leika með 1. deildarliði félagsins í vetur jafnframt því að annast þjálfun þess. Rombach þessi er hvítur, 23 ára gamall, og sannkallað- ur risi, 208 sm á hæð. Hann kemur frá Chicago. Gengið var frá samningum við hann fyrir tilstilli Andy Piazza, sem á sínum tíma lék með KR- ingum. Að sögn Ragnars Sigurðs- sonar í stjórn Körfuknattleiks- félags Akraness kemur Rom- bach til landsins næsta sunnu- dag. BMW-bílar núísigtinu Eieendur BMW - bifreiða er nú ekki lengur hultir fyrir óprúttnum þjófum sem leggja sig niður við að stela einkenn- ismerkjum bifeiða. Tveir eigendur slíkra bifreiða hafa orðið fyrir því síðustu dagana að merki bílanna hafa verið fjarlægð. í báðum tilvikum var gengið snyrtilega um og bílarnir ekki skemmdir. Skagablaðið skýrði frá því fyrir skömmu, að eigendur Mercedes Benz - bifreiða hefðu ítrekað orðið fyrir því að auðnustjarnan á vélarhlíf þeirra væri brotin af. Veggskreylng Bæjarbúar taka upp á æ nýstárlegri aðferðum til þess að fegra hús sín og skreyta. Flestir láta sér nægja einfalt lag af máln- ingu en svo eru aðrir sem láta ekki sitja við svo búið. Þessi fallega mynd hér að ofan er af bílskúrsgafli séð frá Presthúsabraut. Óneitanlega taka þeir sig vel út hestarnir með Akrafjallið í baksýn. Bnsöngstónleik' arílnaminni Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzosópransöngkona, efnir á mánudagskvöld til einsöngstón- Atta nýir borgarar hafa komið í heiminn á fæðingardeild Sjúkrahúss Akraness síðustu dagana: 30. ágúst kl. 03.18: drengur, 2835 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Kolbrún Reinharðsdóttir og Árni Þór Guðmundsson, Fálkakletti 15, Borgarnesi. 30. ágúst kl. 05.03: drengur, 3485 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Guðrún Einarsdóttir og Hjálmur Rögnvaldsson, Heið- arbraut 55, Akranesi. 31. ágúst kl. 22.55: stúlka, 3745 g að þyngd og 52 sm á lengd. For- eldrar: Andrea Anna Guðjónsdóttir og Bjarki Sigurðsson, Prest- húsabraut 23, Akranesi. 2. september kl. 10.10: drengur, 3505 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Sigríður Ásdís Karlsdóttir og Leifur H. Þor- valdsson, Vogabraut 48, Akranesi. 5. september kl. 15.56: stúlka, 3240 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: María Ólafsdóttir og Beinteinn Hörður Bragason, Ak- urgerði 17, Akranesi. 7. september kl. 20.47: stúlka, 3835 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Grethe Hesselund og Guðjón Jensson, Merkigerði 10, Akranesi. 9. september kl. 23.26: stúlka, 3780 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Ingibjörg Þórdís Friðgeirsdóttir og Aðalsteinn Guðna- son, Hrafnakletti 6, Borgarnesi. 12. september kl. 14.37: d.-engur, 3070 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Dóra Björk Scott og Rúnar Þór Gunnarsson, Garðabraut 45, Akranesi. leika í safnaðarheimnilinu Vina- minni. Undirleikari á píanó er Kristinn Örn Kristinsson. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. Á efn- isskránni eru lög eftir Brahms, Duparc, Weill, Hallgrím Helga- son, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson og Jón Ásgeirsson. Íngveldur Yr hóf söngnám hjá Guðmundu Elíasdóttur í Söng- skólanum í Reykjavík og síðar hjá Svanhvíti Egilsdóttur og í Tónlistarskóla Vínarborgar. Árið 1989 hóf Ingveldur Ýr nám hjá Cynthiu Hoffmann við Man- hattan School of Music í New York, þar sem hún lauk masters- gráðu í söng sl. vor. Ingveldur hélt sína fyrstu opinberu tónleika í íslensku óperunni í júní sl. Kristinn Örn Kristinsson stund aði nám við Tónlistarskólann á Akureyri, lengst af hjá Philip Jenkins, þar sem hann tók loka- próf 1977. Kristinn var síðan einn vetur í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Margréti Eiríks- dóttur. BM - prófi lauk hann árið 1979 frá Southern Illinois University undir handleiðslu Ruth Slenczynska. Kristinn Örn starfar sem píanóleikari og skólastjóri við Tónlistarskóla ís- lenska Suzukisambandsins. <M wmslaHB flutt í eim sal Öll vinnsla Haraldar Böðvars- í sumar en Höfrungur á Siglu sonar hf. hefur nú verið færð yfir í vinnslusalinn í HB - húsinu. Salurinn í Heimaskagahúsinu verður hins vegar notaður til þess að mæta toppum sem kunna að skapast þegar mjög mikill afli berst á land. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB hf., sagði í samtali við Skagablaðið að þetta væri gert af hagræðingar- ástæðum. Hann sagði jafnframt að fyrirhugað væri að bæta við fólki í vinnslu eftir hádegið á næstunni. Því ætti þessi breyting ekki að hafa neina fólksfækkun í för með sér nema síður væri. Haraldur sagði ákvörðun um vakatavinnu enn ekki hafa verið tekna en málið væri áfram í at- hugun. Þessa dagana er verið að undirbúa síldarsöltun sem hefst að líkindum í næsta mánuði. Ákveðið hefur verið að Víkingur fari á síldveiðar en hann hefur í sumar verið á rækjuveiðum ásamt Höfrungi. Saman hafa skipin veitt um 1100 tonn af rækju frá því í júní og úthald skipanna gengið vel. Höfrungur fer innan skamms til loðnuleitar. Víkingur landaði rækju á ísafirði firði. Undanfarið hafa ýmsar endur- bætur verið gerðar á síldarverk- smiðjunni. Húsið hefur m.a. ver- ið málað og þá hefur loðnulönd- unarbúnaðurinn verið endur- bættur. KappflugsdúfuR Hinrik Akra- nesmeistari Skagamenn riðu ekki feitri dúfu frá flokki fullorðinna fugla í síðasta kappflugsmóti sumarsins sem fram fór á mánudag í fyrri viku. í unga- keppninni gekk hins vegar mun betur. uðurnesjamaðurinn Guð bjartur Daníelsson átti þrjá fyrstu fuglana í flokki fullorðinna en í ungaflokkn- um átti Skagamaðurinn Guðjón Már Jónsson þrjá fyrstu fuglana. Eftir þetta mót er ljóst að Hinrik Einarsson er Akra- nesmeistari í flokki fullorð- inna fugla. Guðjón Már vann hins vegar ungaflokkinn. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzosópransöngkona. Perusala Uonsmanna Árleg perusala Lionsmanna fer fram á morgun og ganga félagar í Lionsklúbbi Akraness þá í hús í bænum og bjóða ljósaperur til sölu. Sem fyrr rennur allur ágóði af sölunni til tækjakaupasjóðs Sjúkrahúss Akraness. Lionsmenn hafa á liðnum árum fært sjúkrahúsinu mörg nauðsynleg tæki að gjöf. Forráðamenn klúbbsins vonast til þess að bæjarbúar taki vel á móti sölumönnum á morgun sem endranær.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.