Skagablaðið


Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 1
Vilja koma á friði Friður og mengun eru þau hugtök sem eru ellefu ára börnum á Akranesi efst í huga samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir stuttu. f tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um umhverfisvernd og heimsþróun í Rio de Janeiro ■ Brasilíu á næsta ári hefur eftirfarandi spurning verið lögð fyrir börn víða um heim, þar sem víkingaskipið Gaia hefur haft viðkomu: Ef þú værir forseti eða forsætisráðherra hvaða þrjá hluti myndir þú vilja gera? (Eitthvað mikilvægt fyrir land þitt og fyrir heiminn). Þessi spurning var lögð fyrir 60 ellefu ára gömul börn á Akranesi nýverið. Svör þeirra voru mjög afgerandi. Hvert barn mátti nefna þrjú atriði sem því fundust mikilvægust. Friður var efstur í huga barn- anna. Alls töldu 32 þeirra 60 sem spurð voru frið einn þriggja mikilvægustu hlutanna sem þau gætu haft áhrif á. Tuttugu og sex tilnefndu mengun sem hlut sem þau vildu hafa áhrif á. Sextán nefndu jafnrétti kynjanna og hjálp til handa hungruðum í heiminum. Fimmtán nefndu bar- áttu gegn vímuefnum. Illa gengur að selja mengunarvamart)únað í vélan Hunsa rannsóknir Þrátt fyrir tilmæli til fyrirtækja um að draga saman seglin í rekstri, leita hagræðingar á öll- um sviðum og áróður um að reynt sé að sporna við mengun gengur illa að fá fyrirtæki til þess að kaupa mengunarvarnarbúnað sem ekki aðeins dregur stórlega úr mengun heldur getur sparað útgerðum gasolíutogara um eða yfír milljón í eldsneytiskostnað á ári hverju. David Butt hefur undanfarin tvö ár flutt inn og selt Pow- erplus mengunarvamarbúnað í bíl- og bátavélar. Þrátt fyrir auglýsingar, bréfaskriftir til opin- berra aðila og aðra kynningu hef- ur hann enn ekki selt nema 200 Powerplus tæki í bíla auk nokk- urra tækja í togara. „Auðvitað þykir mér þetta skrýtið," sagði David er Skaga- blaðið ræddi við hann. „Það undarlegasta þykir mér þó, að einstaklingar og þó sérstaklega fyrirtæki skuli ekki taka mark á Harður árekstun Tvennt M á sjúkrahús Mjög harður árekstur varð á mótum Skólabrautar og Laug- arbrautar um kl. 22 í fyrrakvöld. Þar rákust saman tvær bifreiðar af gerðinni Saab og Volvo. Báð- ar skemmdust þær mikið. Tvennt var flutt á sjúkrahúsið til rann- sóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu viðist svo sem bif- reiðinni, sem var á leið út Laug- arbraut, hafi verið ekið í veg fyr- ir hina, sem kom niður Skóla- braut. Of hraður akstur miðað við aðstæður er talinn eiga sök á því að hluta hvernig fór. Skyggni var mjög slæmt á þessum tíma og götur rennblautar. Ljósmynd: Páll Guðmundsson. prófunum viðurkenndra erlendra hlutlausra aðila varðandi þetta tæki. Þær hafa allar sýnt ótvírætt fram á nytsemi Powerplus,“ sagði David. „Þetta hefur samt ekki nægt til að opna augu forráðamanna fyrirtækja á fslandi nema Sem- entsverksmiðju ríkisins hér á Akranesi. Allir vörubílar fyrir- tækisins eru komnir með þennan búnað. En að útvegsfyrirtæki skuli ekki hafa tekið þennan búnað inn í meira mæli er raun ber vitni þykir mér allra undar- legast. Þaueiubest! Luka Kostic og Ragnheiður Jónasdóttir voru á laugardaginn útnefnd „Knattspyrnumaður og-kona Akraness 1991“ á upp- skeruhátíð Knattspyrnufélags ÍA. Bæði voru þau vel að útnefn- ingunni komin og Luka leyndi því ekki að hann var himinlifandi með kjörið. Með þeim á myndinni hér að ofan er Alfreð W. Gunnarsson, gullsmiður í Eðalsteininum, sem hefur gefið báða þá glæsilegu gripi sem fylgja kjörinu. — Sjá nánar frá uppskeruhátíðinni á bls. 6. Akranes í brennidepli í Oskastund á Stöð 2 næstkomandi þríðjudagskvöld: Sjöb'u í sjónvaipssal Sjötíu Skagamenn verða saman komnir í upptökusal Stöðvar 2 á þriðjudaginn í þætti Eddu Andrésdóttur, Óskastund. Boðið verður upp á fjölbrcytileg skemmtiatriði frá Akranesi auk þess sem óskir Akurnesinga um dagskráratriði verða uppfyllt. Garðar Sigurgeirsson, einn bara draga úr spennu áhorfenda. þeirra sem situr í undirbún- Auk hans eru í nefndinni þau ingsnefnd frá Akranesi vegna þáttarins, sagði í samtali við Skagablaðið, að hann vildi sem allra minnst segja um innihald hans, þar sem það myndi þá Orri Harðarson, Guðbjörg Árna dóttir, Þórdís Arthursdóttir og Hrönn Eggertsdóttir. Nefndin hefur fundað stíft undanfarið og lagt kapp á að vanda sem mest til verksins. Garðar sagði þó að hægt væri að upplýsa, að ung og efnileg söngkona frá Akranesi, Valgerð- ur Jónsdóttir (dóttir Jóns Trausta Hervarssonar), kæmi fram í þættinum. Hennar framlag er lið- ur í svokallaðri skemmtikrafta- samkeppni þáttarins. í lok þátta- raðarinnar verður sá valinn úr sem þykir efnilegastur. Bifreiíekið ■■ ' Ekið var á Ijósastaur fyrir framan Búnaðarbankann um kl. 2 aðfaranótt mánudags. Öku- maður tilkynnti sjálfur um óhappið til lögreglu. Bæði bifreiðin og staurinn skemmdust mikið. Skipta varð um staur daginn eftir. Öku- maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Fresta varð fyrirhuguðum fundi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, sem vera átti hér í fyrra- kvöld. Utandagskrárumræð- ur á þingi komu í veg fyrir að af fundinum gæti orðið. Tilgangur fundar Jóns Baldvins var að kynna EES - málið svokallaða. Ekki mun heldur af veita að fræða landsmenn um þetta fyrirbrigði, svo flókið sem það nú allt er. Til marks um allt það pappírsflóð sem fylg- ir þessu umstangi má til gam- ans geta þess að Skagablaðið fékk í vikubyrjun fyrsta skammt upplýsinga frá utan- ríkisráðuneytinu um EES. Hann var upp á litlar 26 blaðsíður. Vafalítið er þetta aðeins brot þess upplýsinga- flæðis sem á eftir fylgir. Lögreglan á Akranesi ósk- ar eftir vitnum að slysi sem varð á móts við Kirkju- braut 54 þann 30. október sl. kl. 17.25 þar var ekið á gang- angi vegfaranda. Vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðin um að gefa sig fram við lögreglu. Þorsteinn J. Vilhjálmsson, frumlegasti dagskrár- gerðarmaður landsins, hélt á laugardag námskeið fyrir út- varpsfólk sem unnið hefur við Útvarp Akranes á liðnum árum. Á námskeiðinu kom m.a. til umræðu afskiptaleysi ríkisfjölmiðla í garð Akur- nesinga. Þorsteinn benti á Vestmannaeyjar (rétt eina ferðina!) og sagði að þar í bæ hefði maður að nafni Gísli Óskarsson tekið sig til og stofnað fyrirtæki um frétta- miðlun. Sæi hann nú báðum sjónvarpsstöðvunum fyrir efni og líkaði framtak hans vel. „Af hverju gera Skaga- menn ekki slíkt hið sama?“ spurði Þorsteinn. Starfsemi ís - Arctic hefur gengið vel að undan- förnu að sögn Ástdísar Krist- jánsdóttur, nýráðins fram- kvæmdastjóra. Hún sagði 15 manns í vinnu hjá fyrirtæk- inu að jafnaði en vel gæti komið til greina að fjölga starfsfólki á næstunni. Og meira um nýleg fyrir- tæki. Saumastofan Ákró virðist ætla að spjara sig vel þrátt fyrir efasemdir margra um rekstrarmöguleika saumastofa hér í bæ eftir brösulegan rekstur þeirra á síðustu árum. Rekstur Akró hefur gengið vonum framar og nóg er um verkefni.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.