Skagablaðið


Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðið Qnfakllega frábærir tónleikar Edda Erlendsdóttir, píanóleikari. Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari, héit tónleika í Vinaminni þann 30. okt. s.l. á vegum Tón- listarfélags Akraness. Edda er fædd í Reykjavík 1950 og hóf tónlistarnámið ung. Hún útskrifaðist úr Tónlist- arskóla Reykjavíkur 1972 sem píanókennari og lauk einleikar- aprófi frá sama skóla ári síðar. Edda hélt síðan til Frakklands er hún hlaut styrk þaðan til náms við Tónlistarháskólann í París, lauk námi 1978 og hefur búið í París síðan. Hún kennir við Tónlistarháskólann í Lyon auk þess að starfa sem píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna voru þrjú verk , eftir Carl Philipp Emanúel Bach, einn sona Jó- hanns Sebastians Bach. Tvær sónötur, í f - moll og G - dúr og Akraneskirkja Laugardagur 9. nóvember Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimilinu Vínaminni, kl.13.00, í um- sjón Axels Gústafssonar. Orgeltónleikar Dr. Orthulf Prunner í kirkjunni kl. 17. Sunnudagur 10. nóvember Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Sönghópurinn æfir í safnaðarheimilinu kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Kirkjudagur og kristniboðsdagur. Flutt messa í B - dúr eftir Joseph Haydn. Einsöngvari Guðrún Ellertsdóttir. Kammerhljómsveit leikur. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Fimmtudagur 14. nóvember Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrirsjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR j||j Akraneskaupstaður w — Bæjarritari Makaskipti á íbúð Húsnæðisnefnd Akraness óskar eftir að hafa makaskipti á íbúð á Höfðabraut 14, sem er 3ja her- bergja með bílgeymslu, og á góðri 3 — 4ra her- bergja íbúð í blokk á Akranesi. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Akranesi, 31. október 1991. Bæjarritari. pBE Akraneskaupstaður IP; — Bæjarritari Aðseturskipti Með tilvísun til laga um aðseturskipti er vakin at- hygli á þeirri skyldu að tilkynning um flutning á ár- inu 1991 þarf að berast bæjarskrifstofu, Kirkjubraut 28, 2 hæð, eða lögreglustjóra, Þjóðbraut 11, eigi síðar en 20. nóvember næstkomandi. BÆJARRITARI Fantasía í C - dúr. Carl Philipp hefur verið nefndur faðir hinnar klassísku píanósónötu enda samdi hann margar slíkar. Tón- verk hans minna um margt á margradda söng og eru full af lífsgleði og krafti en um leið leik- andi lipurð. Eftir hlé lék Edda 20 valsa og sónötu í a - moll eftir Franz Schubert. Valsarnir eru örstuttir hver um sig og gefa okk- ur sýnishorn af danstónlist Vín- arborgar snemma á 19. öld. Flutningur Eddu var einfald- lega frábær. Það er gott að eiga þess kost að hlusta á þroskaðan tónlist- armann með þekkingu og tilfinn- ingu fyrir viðfangsefni sínu, hér heima á Skaga. Til hamingju Tónlistarfélag, með enn eina vel- heppnaða tónleika! Að lokum má geta þess að Edda hefur nýlega leikið verk C.E.P. Bach inn á hljómdisk hjá Skífunni og hafa fæst þeirra verið hljóðrituð áður. Ragnheiður Ólafsdóttir. básinn Kr. 4.000,- Andvirðið eKKi síður að koma á framfæn #•/ Reglubmidiiin .!./• spamaður Einföld, örugg og þægileg leið r/. til þess að vera réttu megin við strikið í fjármálum L Nú er rétta stundin til þess að byrja Vertu velkomin(n) í Reglubundinn sparnað í Landsbankanum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Útibú Akranesi Lögmaimsstofa Lögmeðiþjónusta — Málflutningur Innheimta — Samningsgerð — Búskipti Jósef H. Porgcirsson LÖG9IAÐ17R Stillliolti 14 S 13183 - Fax 13182 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. KRÓKATÚMI 8 - SlMI 11454 TRESMIÐI Qetum bætt við okkur verkefnum. 5míðum m.a. sól- stofur, glugga, hurðir — eða hvað sem er. Tilboð eða tímavinna. Trésmiðjan Höldur hf. Uppl. í síma 11024 (Bjarni Guðmundsson) eða 13232 (Vilhjálmur Guðmundsson) í hádeginu eða á kvöldin. Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld BYGGINGAHUSIÐ SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 íSHLl Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjám og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.