Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 1
Loðuvertíðin:
Skagaskipin
með30þúst
Loðnuvertíð hefur gengið mjög
vel í sumar og hafa þau þrjú skip
frá Akranesi sem stunda veiðarn-
ar veitt til samans rúmlega
30.000 lestir frá því veiðar hófust
strax í byrjun júlí.
Víkingur er aflahæsta skipið frá
Akranesi og reyndar eitt hið
hæsta yfir landið með 13.285 lestir
fram til föstudags. Víkingur á enn
um 18.000 tonn eftir af sínum
kvóta.
Bjarni Ólafsson hafði á miðviku-
dag veitt 9.429 lestir og á nú um
7000 tonn eftir af sínuni kvóta. Þá
hefur Höfrungur veitt 7.666 lestir
og á eftir um 20.600 tonn af sínum
kvóta.
Heildarveiði flotans var um helg-
ina orðin rúmlega 200 lestir þannig
að nærri lætur að Skagaskipin þrjú
hafi veitt um 15% allrar þeirrar
loðnu sem veiðst hefur. Heildar-
kvóti flotans er 702 þúsund lestir.
Skagamarkaðurinn í júlí:
Seldi 152 tonn
Alls voru seld tæplega 152
tonn á Skagamarkaðnum í
júlí fyrir rétt rúmlega 9 milljónir
króna. Þetta eru talsverð við-
brigði frá því í júní, sem var
metmánuður en þá seldust 270
tonn á markaðnum.Slægður
þorskur var sem oftast fyrr
uppistaða aflans eða 55,6 tonn.
Seld voru 29.5 tonn af karfa.
Tilþrif í Akraborgartorfæm á laugardag
Fjöldi áhorf'enda sem lagði leið
sína í malargryfjurnar í landi
Stóru - Fellsaxlar til þess að
fylgjast með Akraborgartor-
færunni á laugardag var svo
sannarlega ekki svikinn af tilþrif-
unum sem þar var boðið upp á.
Fórholuí
Ragnar Helgason, símstoöv-
arstjóri og kylfingur í
Leyni, gerði sér lítið fyrir á
fimmtudaginn og fór holu í
höggi á 5. braut á 7. innanfé-
lagsmóti klúbbsins í sumar.
Keppnin í báðum flokkum;
götubílaflokki og flokki sérút-
búinna bfla, var mjög spennandi og
keppendur sýndu sumir hverjir ó-
trúlega hæfni í brautum sem margar
voru svo hrikalegar að fyrirfram
höfðu margir efasemdir um að hægt
væri að ljúka þeim.
En það var nánast sama hvað
lagt var fyrir keppendur; gríðarleg-
ur hliðarhalli, snarbrött börð eða
annað, einhverjir náðu alltaf af
sigrast á hindrununum.
En áhorfendur fengu ekki bara
að sjá ótrúleg tilþrif heldur einnig
veltu og bruna, þar sem logarnir
stóðu skyndilega upp úr vélarhlíf
eins bílsins. Hann hélt þó áfram
keppni eftir að slökkt hafði verið í
honum og gert við skemmdir.
Faxabryggjuframkvæmdii:
Suðurverk með
lægsta tilboðið
Suðurverk átti lægsta tilboðið í
1. áfanga Faxabryggju (Sements-
bryggjunnar) er þau voru opnuð
í síðustu viku. Alls bárust sjö til-
boð í verkið.
Tilboð Suðurverks hljóðaði upp
á 31,7 millj. króna en kostnað-
aráætlun var tæplega 41,9 millj. kr.
Auk þessa tilboðs var Suðurverk
með fráviksboð upp á 29,3 millj.
kr. Þessi tvo tilboð voru þau lægstu
sem bárust.
Neisti hf. átti tilboð upp á 32,7
millj., Skóflan hf. upp á 36,2 millj..
Jöfnun hf. upp á 43,3 millj., Borg-
arverk hf. upp á 46,1 millj. og Völ-
ur hf. upp á 49,4 millj.
Ganga Stefáns Jasonarsonar:
Göngugaipinum vel fagnað
Nokkur fjöldi eldri borgara tók á nióti göngugarpinum Stefáni
Jasonarsyni úr Vorsabæ er hann kom hingað til Akraness um kl. 13 á
laugardag. Við komuna afhenti Ingvar Ingvarsson, forseti bæjar-
stjórnar, honum bókagjöf.
Stefán, sem hóf göngu sína umhverfis landið fyrir nokkrum vikum, var
léttur á fæti og í lund við komuna hingað og sagðist hafa notið göng-
unnar um landið til hins ítrasta.
„Ég hef kynnst landi og þjóð á allt annan máta en áður,“ sagði hann.
Stefán skoraði á eldri borgara að hreyfa sig eftir megni því hreyfing væri
undirstaða vellíðunar.
Eftir móttökuna við Berjadalsá gekk Stefán í fylgd nokkurs hóps fólks
áleiðis að Dvalarheimilinu Höfða, þar sem hann þáði veitingar áður en
hann hélt göngu sinni áfram. Myndin hér til hægri var tekin er Ingvar
Ingvarsson afhenti göngugarpinum bókagjöfina.