Skagablaðið


Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 2
2 Skagablaöió Fréttir þess efnis að frystitog- ari nokkurra Hornfirðinga, sem allt stefndi í að yrði gerður út héðan frá Akranesi, kæmi eftir allt ekki til Akraness hafa vak- ið undrun undirritaðs. Mitt í öllu atvinnuleysinu og sam- drættinum rann bæjarstjórn úr greipum kjörið tækifæri til þess að skapa störf fyrir 25 - 35 manns. Bæjarstjórn Akraness veit að hún þarf ekki að gera sér vonir um að glæða megi hér atvinnu án þess að til komi áhætta af einhverju tagi. Hér var verið að ræða um 25 milljóna króna ábyrgð, ekki beinan útlagðan kostnað. Þrátt fyrir að meirihluti væri í sjálfri bæjarstjórninni fyrir þessari aðgerð tókst ekki að koma málinu í gegn, aðallega að því er virðist vegna þess hversu því var lengi þvælt í kerfinu. Á meðan menn hér voru enn að velta vöngum komu Fáskrúðsfirðingar til skjalanna og tryggðu sér togarann. Öllum er Ijóst að útgerð um- rædds togara er áhættuspil, sem ekki er tryggt að gangi upp. En með 1. veðrétti í skip- inu hefði bærinn átt að hafa næga tryggingu fyrir því að fara ekki illa út úr þátttöku sinni. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að draga bæinn út úr atvinnu- rekstri hefur stórkostlegt fjár- magn verið lagt tvö fyrirtæki í bænum, sem ekki hafa reynst minna áhættuspil en umrædd frystitogaraútgerð. Vafalítið telja það einhverjir gæfu að bæjarstjórn skyldi ekki leggja út í 25 milljóna króna ábyrgðarveitingu til bess að tryggja útgerð togar- ans héðan frá Akranesi. Und- irritaður telur það hins vegar í hæsta máta klaufalegt. Vissu- lega má líkja útgerð umrædds togara við lottó en þar gildir líka sú regla að menn vinna ekki nema þeir spili með. Sigurður Sverrisson Arnar Már við litljósritunarvélina að Skagabraut 44. Nýtt fyrirtæki, Hugfang, hóf starfsemi sína hér á Akranesi fyrir nokkrum vikum. Forstöðu- maður þess er hinn 22 ára gamli Arnar Már Guðmundsson. Iugfang býður upp á fjölþætta þjónustu á sviði litljósritunar og ýmiss konar útgáfu. Má t.d. nefna gerð auglýsinga, bæklinga og annars ritefnis. Uppistaðan í starf- seminni felst hins vegar í ljósritun- arþjónustu af ýmsum toga. Arnar Már sagði viðtökurnar hafa verið frábærar. „Júlímánuður var hreinlega geggjaður. Eg var hér fram til klukkan fjögur á nóttunni og hafði vart undan. Nú er þetta að komast í fastmótaðra form en það er nóg að gera.“ Hugfang hefur aðsetur að Skaga- braut 44 (gegnt Skaganesti) en að sögn Arnars Már þarf fyrirtækið að flytja sig um set þann 1. nóvember. Skagablaðið óskar þessum unga at- hafnamanni til hamingju með fram- takið og árnar honum heilla í fram- tíðinni. Kristrún Halla og Daníel Rúnar á skrifstofunni daginn sem hún var opnuð. Hákot ■ m SumarferðHöfða lin árlega sumarferð þeirra Isem búa á Höfðasvæðinu var farin þann 23. júlí sl. um Borgarfjarðarhérað. Um 55 manns snæddu hádegisverð í Munaðarnesi og fengu sér síð- degiskaffi í Þyrli í Hvalfirði. Hákot, ný fasteignasala á Akranesi, tók til startai júlí. Þetta er þriðja fasteignasalan sem nú er starf- rækt í bænum. Eigendur hinnar nýju fasteignasölu eru hjónin Daníel Rúnar Elíasson og Kristrún Halla Ingólfsdóttir. Þau starfa jafnframt bæði á fasteignasölunni. Hvað nafnið á fasteignasölunni áhrærir langaði mig til þess að hafa á henni eitthvert ekta Skaganafn," sagði Daníel Rúnar er Skagablaðið ræddi við hann. „Hákotsnafnið lá vel við því hús með þessu nafni stóð lengi vel handan götunnar en er nú horfið." Er Daníel Rúnar var inntur eftir því hvernig hefði gengið og hvort hann teldi grundvöll fyrir þremur fast- eignasölum í ekki stærri bæ sagði hann sagðist hann aldrei hafa farið út í þennan rekstur ef hann hefði ekki trú á að hann gæti gengið. „Mér fannst ágætt að byrja að sumarlagi þegar ró- legra er yfir markaðnum. Þannig gefst manni betri tími til þess að setja sig inn í hlutina," sagði Daníel. Fast- eignasalan Hákot er til húsa að Kirkjubraut 17, efri hæð. Skagablaðið óskar þeim hjónum til hamingju með fyrirtækið og árnar þeim heilla í viðskiptum. llmferðarfræðsla 5 og 6 ára bama T¥* '„1__J» __ C 1 --* X II .j:..l.„.. Hin árlega umferðarfræðsla 5 og 6 ára barna fer fram hér á Akranesi á fimmtudag og föstu- dag, 19. og 20. ágúst. Mörg und- anfarin ár hefur þátttaka verið með eindæmum góð í þessari fræðslu hér í bæ og engin ástæða er til þess að ætia að einhver breyting verði þar á. Fræðslan í ár fer fram í Brekku- bæjarskóla eins og verið hefur um langt skeið. Hvert barnTsem fætt er 1987 eða 1988, mætir tvisvar, einu sinni hvorn dag. Fimm ára börnin mæta báða dagana kl. 13.30 en sex ára börnin mæta kl. 11. Til þess að ná sem best til barn- anna eru notaðar margar leiðir. Spjallað er við þau, sögð „leik- brúðusaga" af Snuðru og Tuðru eft- ir Iðunni Steinsdóttur, sungið. sýndar kvikmyndir og glærur og að sjálfsögðu er mikið lagt upp úr því að börnin fái sjálf tækifæri til að tjá sig. Það eru lögreglan á Akranesi og í Borgarnesi, Akranesbær, Borgar- nesbær og Umferðarráð sem standa að fræðslunni. Astæða er til þess að hvetja foreldra til þess að senda börn sín í umferðarfræðsluna og helst að fara með þeim. Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Auglýsingar: Fjóla Asgeirsdóttir ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Olafsdóttir ■ Umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10-17. ■ Símar 14222 og 12261 ■ Bréfasími (Fax): 14122 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.