Skagablaðið


Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 4
4 Skagablaöiö Markameíið í 1. deild er í lixettu Markamet 1. deildarinnar í knattspyrnu er í hættu því Akur- nesinga skortir aðeins 5 mörk í 6 síðustu leikjum sínum til að slá eigið met frá 1978. Skagamenn skoruðu þá 47 mörk og fengu aðeins 13 á sig. Eftir sigurinn á Þór á fimmtudag hafa Akurnesingar skorað 43 mörk t' deildinni og ekki fengið á sig nema 9. Valsmenn eiga metið hvað varð- ar mesta markamun. Þeir unnu Is- landsmótið 1978 með fáheyrðum yfirburðum; unnu 17 leiki og gerðu eitt jafntefli. Markatalan var 45 : 8 eða hagstæð um 37 mörk. Þetta met er einnig í hættu. Serbinn knái Miliajlo Bibercic í viðtali við Skagablaðið: „Ég var fenginn hingað til þess að skora mörk fyrir Akranesliðið og ég held að ég hafi staðið þokkalega undir þeim vænting- um. Ég er nú búinn að skora 13 mörk í 15 leikjum í Isiandsmót- inu og í bikarkepninni og hef reyndar verið klaufi eða óhepp- inn að hafa ekki skorað enn fleiri mörk og í ein fjögur skipti hafa marksúlurnar komið í veg fyrir mörk," sagði serbneski marka- hrókurinn Mihajlo Bibercic eða „Mikki“ eins og félagar hans í Akranesliðinu kalla hann í spjalli við Skagablaðið. að hefur að sjálfsögðu hjálpað mér hversu sterkt Akranesliðið er og félagar mínir í liðinu hafa Iagt upp mörg mörk fyrir tnig. En ég verð að viðurkenna það að ég átti ekki von á því að ég væri að ganga til liðs við jafn öflugt lið á Islandi og Akranesliðið er. Eg er nú þegar búinn að leika gegn öllum 1. deild- ar liðunum á Islandi og mér er það algerlega óskiljanlegt hvers vegna 5-6 leikmenn liðsins eru ekki fastamenn í íslenska landsliðinu því liðið er í allt öðrum gæðaflokki en önnur lið hér á landi." Bibercic kom hingað frá 1. deild- arliðinu Pristina frá fyrrum Júgóslavíu. Hann sagði að vegna styrjaldarinnar í landinu þá væri mikil ólga og uppstokkun f knatt- spyrnunni og hann færi því ekki aftur til Pristina f haust. En það kæmi vel til greina að ganga til liðs við félag í Serbíu en þar væri búið að stofna sér deildarkeppni þar. En það væri samt allt óráðið með framhaldið hjá sér. Hann varðist allra fregna þegar hann var spurður hvort hann gæti hugsað sér að leika með Skaga- mönnum aftur næsta sumar. Sagði hann að þau mál hefðu ekkert verið rædd við sig ennþá af þjálfaranum eða knattspyrnuforystunni á Akra- nesi. En finnst Bibercic mikill munur á knattspyrnunni hér á landi og í fyrrum Júgóslavíu? „Knattspyrnan úti er mun hraðari og það er meiri harka í henni enda eru þetta allt atvinnumenn í íþrótt- inni. En eins og ég sagði áðan þá er Skagaliðið að mínu mati í sérflokki hér á landi og ég get fullyrt að liðið eins og það er í dag gæti alveg haldið sínu í l.deildinni eins og hún var í fyrrum Júgóslavíu." Bibercic var óspar á lofið á Guð- jón Þórðarson þjálfara liðsins. Hann sagði að hæfileikar hans sem þjálfara væru ótvíræðir og það væri mjög gott að starfa með honum. „Eg kann vel við mig hérna á Akranesi og knattspymuáhuginn er greinilega mjög mikill. Að sjálf- sögðu er mikill munur á veðurfari hér á landi og í fyrrum Júgóslavíu og það finnast mér mestu viðbrigð- in,“ sagði Mihajlo „Mikki“ Bibercic að lokum. -SE HíkkímgegnÍBK Skagamenn fá svo sannarlega eldskím í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik í haust því þeir mæta íslands- og bikarmeisturum Ketlavfkur í fyrsta leik sínum í Keflavík þann 14. október. Fyrsti heimaleikurinn verður hins vegar þann 17. októbergegn Valsmönn- um. Annar flokkur karla í baráttu við Frain í titilvöra sinni á íslandsmótinu: femaðgetoldáraðþeto44 9 • segir Sigurður Halldórsson, þjálfaii strákanna, þrátt fyrir t\ö töp í röd „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum nú í efsta sæti. Fram- arar eru reyndar á hælum okkur með aðeins einu stigi minna en við,“ sagði Sigurður Halldórsson þjálfari 2. flokks í knattspyrnu í samtali við Skagablaðið. Þessi tvö lið eru í algjörum sér- flokki og má segja að öll önnur lið séu í fallbaráttu. Tveir síðustu leikir okkar hafa því miður ekki far- ið samkvæmt bókinni og töpuðust þeir báðir. Það var sérlega sán að tapa gegn Stjörnunni, sem er í neðsta sæti. Við óðum í marktækifærum allan leikinn en fengum svo á okkur mark í lokin. Til að bæta gráu ofan á svart þá misstum við þrjá leikmenn útaf meidda í þeim leik, þar á meðal okk- ar aðalmarkaskorara, Stefán Þórðar- son, sem sleit liðbönd í hné og leik- ur ekki knattspyrnu meira á þessu ári. Sömu sögu er að segja af leiknum og margt gerst enn hvemig sem leik- urinn á morgun fer,“ sagði Sigurður. Úrslit í leikjum 2.flokks í sumar.: gegn KR í síðustu viku og gegn Stjörnunni. Við vorum mun sterkari aðilinn í þeim leik en tókst ekki að nýta það í mörk. Þeir skoruðu eina mark leiksins með ævintýralegu þrumuskoti af 40 metra færi. En á sama tíma töpuðu Framarar gegn Breiðabliki og staðan breyttist því ekki. Þrátt fyrir þetta bakslag í síðustu leikjum þá erum við staðráðnir að berjast alveg til loka og höfum við sýnt það í sumar að við eigum að geta klárað þetta. Næsti leikur okkar er gegn Fram í Reykjavík annað kvöld og eru margir á því að þar gætu úrsltin á mótinu hreinlega ráð- ist en það eru samt margir leikir eftir IBV - IA IA - Stjarnan KR-ÍA ÍA - Fram UBK - ÍA KA-ÍA IA - Vfkingur ÍA-ÍBV Stjarnan - ÍA ÍA-KR Staðan: ÍA 10 7-1-2 23-8 22 stig Fram 10 6-3-1 26-11 21 - KR 10 5-1-4 19-11 16 - KA 9 3-3-3 15-15 12 - ÍBV 9 3-3-3 17-19 12 - UBK 10 4-0-6 16-21 12 - Víkingur 9 2-1-6 14-24 7 - Stjarnan 9 2-0-7 10-32 6 -

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.