Skagablaðið


Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 3
Skagablaðió 3 sumarleyfmu Kristinn G. Bjarnason, Golfkliibbnum Leyni, gerði sér lítið fyrir og skaut bæði Birgi Leifi Hafþórssyni og Þórði Emil Olafssyni aftur fyrir sig á Landsmótinu í golfi fyrir stuttu. Kristinn, sem hef- ur leikið mjög vel í suniar, var á meðal tíu efstu manna en þeir Birgir og Þórður skammt á eftir honum. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninn- ar sjöunda árið í röð með sæt- um sigri, 2:1, gegn Breiða- bliki eftir framlengdan leik. Stelpurnar mæta Stjörnunni í úrslitum á sunnudaginn. Ragnheiður Runólfsdóttir hætti störfum sem aðal- þjálfari Sundfélags Akraness og hefur verið ráðin sem aðal- þjálfari sunddeildar Aftureld- ingar í Mosfellsbæ. Skagamenn tryggðu sér sæti í úrslitum bikar- keppni karla með 1 : 0 sigri á KR í framlengdum leik á úti- velli. Skagamenn mæta IBK í úrslitum. Þrír nýir leikmenn hafa bæst í hóp meistaraflokks Skagamanna í körfuknattleik. Ivar Asgrímsson, sem jafn- framt verður Jtjálfari, Einar Einarsson frá IBK og Harald- ur Leifsson frá Tindastóli. Annar flokkur karla í knatt- spyrnu féll út úr bikar- keppninni eftir 2 : 3 tap hér heima gegn Val í framlengd- um leik. Strákarnir höfðu fram að þessum leik unnið sjö útileiki í röð í bikarnum án þess að fá á sig mark, fimm í fyrra er þeir urðu bikarmeist- arar og tvo á þessu ári. lirgir Leifur Hafþórsson ► varð klúbbmeistari Leyn- is á meistaramóti klúbbsins sem fram fór um miðjan júlí. Hann lék á 289 höggum. Kristinn G. Bjarnason varð annar á 295 og Þórður Emil Ólafsson varð þriðji á 298. Jó- hannes Armannsson vann 1. fl. karla á 307 höggum, Krist- inn Hjartarson 2. fl. á 342 höggum og Birgir Jónsson 3. fl. á 374 höggum. í 1. fl. kvenna sigraði Arnheiður Jónsdóttir á 380 höggum, í 2. fl. kvenna (54 holur) Þóranna Halldórsdóttir á 325 höggum, í drengjafl. Eiríkur Jóhanns- son á 310 höggum, í telpnafl. (27 holur) Arna Magnúsdóttir á 181 höggi, í öldungafl. Guð- mundur Valdimarsson á 318 höggum og í unglingafl. Birg- ir Leifur Hafþórsson á 289 höggum. Nýr ÞmgvaMniigiir Það fer ekki fram hja neinum, sem til þekk ja a Akranesi, að bærinn hefur breyst á tiltölulega skömmum tíma úr því að vera dæmigerður sjávarbær í það að vera bær sem býður upp á mjög fjölbreytta þjón- ustu á nánast öllum sviðum í verslun, viðskiptum og hvers konar ferðamannaþjónustu, auk þess sem íþrótta- og skólaaðstaða hefur tek- ið miklum framförum og dregur eða skemmri tíma. Rómarborg var ekki byggð á einum degi og Akranesbær verður ekki miðdepill ferðamanna eins og hendi sé veifað en hér eru menn á réttri leið. Athygli hefur vakið Atakshópurinn, sem sam- anstendur af óli'kum þjónustuaðil- um í bænum, og hefur hann með samstilltu átaki bryddað upp á mögum nýjungum og gert Skaga- menn meðvitaðri um að hvað hér er á boðstólum. Þrjú ár eru liðin sfðan ferðamálafulltrúi var ráðinn til bæj- arins, það starf hefur skilað sér margfalt. Undirstöðuatvinnuvegur- Teygjuhopp var einn liðurinn í Sumri & Sandi sem Atak '93 gekkst fyrir umfyrri helgi. Greinarhöfund- ur hœlir Atakshópnum fyrir nýjung- ar. hingað fjölda ungmenna til lengri inn hefur þurft að sæta stöðugum samdrætti og því þarf að nýta aðra möguleika til hins ítrasta. í ferða- mannaiðnaði eru engar aflatak- markanir, þar fiska menn sem róa. Akranes er ekki í alfaraleið, þar af leiðandi þarf að vera hér enn og sérhæfðara framboð á þjónustu við ferðamenn til að draga að heldur en hjá þeim sem búa við þjóðbraut þvera. Það er gömul saga og ný að langmesta aðdráttarafl fyrir ferða- menn er svokallaður Þingvalla- hringur. Fjölmargir ferðamenn fara þessa leið. Vestlendingar hafa löng- um haft áhuga fyrir að tengjast þessum tjölförnu stöðum á Suður- landi betur og á síðustu árum hefur áhuginn farið vaxandi. A sl. þingi lagði ég fram þings ályktunartillögu um gerð vegar á milli Þingvalla og Hvalfjarðar og Leggjabrjót. Um Leggjabrjót eru aðeins 20 km frá Botnsskála í Hvalfirði að Þingvöllum. Hér er um Krístinn vann Helgusundið Kristinn Einarsson frá Akranesi sigraði fyrir stuttu í svokölluðu Helgusundi, sem fram fór í Hvalfirði. Um var að ræða sund út í Geirs- hólma í firðinum. Kristinn, sem æfi sig ekkert sérstalega fyrir sundið, var þegar til kom eini keppandinn og sigraði því átakalítið. Hann sagði í samtali við Skagablaðið að sundið hefi reynst sér furðu létt, ekki síst með tilliti til þess að hann hefði ekkert æft sjósund undanfarin misseri og verið 15 kg léttari en þegar hann reyndi sund þvert yfir Hvalfjörð. Myndin hér að ofan var tekin er Kristni voru afhent sigurlaunin ( sund- inu en á ntinni myndinni er hann á leið út í hólmann. stutta leið að ræða, afar fagra og söguríka. Ekki er að efa að slfk vegarlagn- ing hefði geysimikla þýðingu í sambandi við ferðamannastraum því með þessum vegi myndaðist nýr Þingvallahringur, sem skapaði aukin atvinnutækifæri, a.m.k. í Hvalfirði og á Akranesi. Ekki spill- ir að þá styttist leið að hæsta fossi landsins, Glym í Botnsá, sem er sérstakt náttúruundur. Þá myndi einnig skapast framtíðarskíðasvæði í Botnssúlum. Með þessum vegi yrðu tengdar saman hinar fögru byggðir Arnes- sýslu og syðri hluti Borgarfjarðar, sem svo sannarlega hefur margt upp á að bjóða. Þessi tillaga fékkst ekki afgreidd og verður því endurflutt í von um að hún komist inn á langtímaáætl- un. Eg vænti þess að þessi mögu- leiki verði skoðaður fyrir alvöru því ef þessi vegarlanging verður að veruleika myndi það opna marga nýja möguleika hér um slóðir. Höfundur er 1. þingmaður Fram- sóknarflokksins á Vesturlandi. Upplýsiiigaskrifstofan: Eria Sigurðar sýnip mjTidir Erla Sigurðardóttir, sem fædd er á Akranesi, hefur opnaö sýningu á myndum sín- um á Upplýsingaskrifstofu ferðamanna að Skólabraut 31. Sýningin stendur til 15. sep- tember. Erla hefur haldið fjórar einkasýningar og á að baki nám í Myndlista- og handíða- skóla Islands og Europáische Akademie fiir Bildende Kunst. Hún starfar við myndskreytingu barnabóka og kennir við Mynd- listarskóla Kópavogs.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.