Skagablaðið


Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 7
Skagablaöið 7 Islenska járnblendifélagið fékk fyrir nokkrum vikum formlega vottun frá Det Nor- ske Vertitas samkvæmt fag- gildingu frá bresku stofnun- inni National Accredation of Certification Bodies um að gæðastjórnunarkerfi fyrirtæk- isins uppfyllti kröfur hins al- þjóðlega gæðastaðals ISO 9001. Ungur sjómaður frá Akra- nesi féll út af báti sínum og drukknaði í júlímánuði. Þetta var sjötti smábátasjó- maðurinn sem Akurnesingar misstu í greipar Ægis á árinu. Ekkert varð úr komu frysti- togara, sem nokkrir Horn- firðingar festu kaup á, til Akraness eins og Skagablaðið skýrði frá að allar líkur væru á. Þegar á reyndi voru skilyrð- in fyrir veitingu 25 milljóna króna ábyrgðar svo ströng að eigendur togarans gátu ekki gengið að þeim. Fáskrúðsfirð- ingar hafa gefið vilyrði fyrir samsvarandi ábyrgð og verður togarinn gerður út þaðan. Unnið hefur verið af kappi við að steypa Garða- grundina í sumar og hefur verkinu miðað mjög vel enda veðrið leikið við verktakana. Auk steypuframkvæmda hefur talsvert verið unnið við malbikun í sumar. Þannig hefur lóð Brekkubæjarskóla fengið kærkomna andlitslyft- ingu og eins hefur verið lagð- ur gangstfgur að sunnanverðu við Innnesveg. Þá hefur Skarðsbraut verið malbikuð svo nokkuð sé nefnt. ► æjarstjórn var ekki par íhrifin af því að ekkert af fyrirhuguðum milljarði ríkis- stjórnarinnar til atvinnuskap- andi verkefna skyldi koma til bæjarins. Þessu var mótmælt við hlutaðeigandi yfirvöld. Akranes var ekki eina bæjar- félagið sem taldi sig bera skarðan hlut frá borði því Ak- ureyringar voru einnig sársvekktir. Maríella Thayer málaði af kappi á vegg sandþróar Sementsverksmiðj- unnar. Sumar & Sandur - frábærlega heppnud skemmtun: Ge§tírvoru iim 3 þúsund Almenn ánægja ríkir með dag- skrá Átaks '93 og útvarpsstöðv- arinnar Bylgjunnar hér á Akra- nesi á laugardag um fyrri helgi undir yfirskriftinni: Sumar & Sandur. Talið er að gestir hafi verið um eða yfir 3000 talsins. jölbreytt skemmtan var í boði og var greinilegt að þeir sem lögðu leið sína niður á hafnarsvæð- ið svo og inn á Langasand kunnu vel að meta það sem í boði var. Hundruð manna þáðu boð um skemmtisiglingu, tugir spreyttu sig í teygjuhoppi, á annað þúsund fengu pylsur, gos og ís og geysimargir fóru í stutt útsýnisflug í þyrlu. Örtröð var á „útimarkaðnum" sem haldinn var í afgreiðslu Sem- entsverksmiðjunnar sem hér eftir verður vart kölluð annað en Sem- entsportið. Þá er ótalið margt annað sem var í boði þennan dag. Mikill vilji er fyrir því að gera viðburð sem þenn- an að árlegri uppákomu enda sýndi fjöldi gesta að bæjarbúa kunna vel að meta tilbreytingu sem þessa. Pizza 67 slær í gegn á Akranesi -1300 pizzur seldar á tveimur\ikum: „Óradi ekki ívrir þes§um vidbrögdum“ vkagamennirnir sýna nú hver á fætur öðrum á Hótel Djúpuvík (Kvennabragganum). Sýningu Páls Guðmundssonar, ljósmyndara, lauk þar um inánaðamótin en um þessar mundir sýnir þar Björn Lúð- víksson og stendur sýning hans út mánuðinn. Björn er 32 ára gamall Skagamaður sem sótt hefur nokkur myndlistar- námskeið undanarin ár. Þetta er fyrsta einkasýning hans en þar getur að líta 14 myndir; olíu-, blýants- og temperaverk auk eins verks, þar sem notuð er blönduð tækni, m.a. olía, tré, steypa o.fl. Meðfylgjandi mynd er af Birni ásamt Evu Sigurbjörnsdóttur, hótelstjóra í Djúpuvík. Hundruð manna fóru í skemmtisiglingar með Andreu // og bátum frá Snarfara. unarmannahelgina og frá upphafi hefur verið „brjálað'* að gera hjá þeim. Laugardagurinn um fyrri helgi var metdagur hjá þeim en annars hefur salan verið jöfn og stöðug. „Eg held að það sem orsakar vin- sældir okkar séu einfaldlega gæði þeirrar vöru sem við erum að selja svo og snör heimsendingarþjón- usta,“ sagði Gylfi. Þeir Gylfi og Hrólfur eiga stað- inn hér á Akranesi og reka hann en fá allt hráefni frá samnefndu fyrir- tæki í Reykjavík. Þar hefur Pizza 67 þegar náð gríðarlegri markaðs- hlutdeild á skömmum tíma og er stöðugt að færa út kvíarnar. Meðfylgjandi mynd er af þeim Gylfa (t.v.) og Hrólfi við pizzagerð á föstudaginn. Skagablaðið óskar þessum ungu mönnum til hamingju með framtakið og árnar þeim heilla í framtfðinni. „Okkur óraði aldrei fyrir þess- um viðbrögðum,“ sagði Gylfi Már Karlsson, annar eigenda nýjasta pizzastaðar Skagamanna, Pizza 67 að Vesturgötu 48, er Skagablaðið ræddi við hann fyrir helgina. „Við vorum að gæla við að selja 400 pizzur á mánuði cn höfum á þessum hálfa mánuði sem við höfum haft opið selt 1300 pizzur.“ ylfi og Hrólfur Ingólfsson opnuðu staðinn, sem eingöngu sendir pizzur hein, rétt fyrir versl-

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.