Skagablaðið


Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 5
Skagablaöiö 5 Körftiknatdeiksmenn komnir á fiilla ferð í imdirbúningi fyrir veturinn: Sterkur Seriii í raÆr Skagamamia Úrvalsdeildarlið Skagamanna í körfuknatt- leik fær góðan liðsauka á morgun er hingað kemur geysilega sterkur 26 ára gamall serbneskur miðjeri, Zoran Gavrilovitch að nafni, frá 1. deildarliðinu Radnicki Kaurgoj- ic. Gavrilovitch var fastamaður í B - lands- liði Júgóslava á meðan það var og hét. Með Zoran hafa Skagamenn lokað hringn- um í ieit sinni að leikmönnum ti! þess að styrkja liðið fyrir komandi átök. Forráðamenn Körfuknattleiksfélags Akraness fengu fyrir stuttu myndbandsupptöku af leik Radnicki og Partizan Belgrad, sem fram fór sama ár og Partizan varð Evrópumeistari félagsliða. Gavrilovitch skoraði 15 stig f þessum leik og átti þó í baráttu við báða iandsliðsmiðjerja fyrr- um Júgóslavíu. Annar þeirra er nú kominn til Portland Trailblazers í NBA - deildinni. Að sögn Ragnars Sigurðssonar í stjórn KFA bendir myndbandsupptakan eindregið til þess að hér sé á ferðinni mjög sterkur leikmaður sem félagið bindur miklar vonir við. Mikill hugur er í leikmönnum Skagaliðsins og hófust æfingar fyrir þremur vikum undir stjórn ívars Ásgrímssonar, sem jafnframt leikur með liðinu. Keflavík, Valur, Skallagrímur og Snæ- fell leika með Akranesi í riöli í Úrvalsdeildinni í vetur. Karfa '93 á langardag Það verður mikið um að vera hér á Akranesi fyrir körfuknatt- Iciksunnendur á laugardaginn þegar KKÍ kemur hingað með dagskrá sína sem gengur undir nafninu Karfa '93. Farið er um aljf land með þessa dagskrá. Ameðal þess sem boðið er upp á er Streetball - keppni í körfu, feðgakeppni, skiptimarkaður á körfuboltamyndum og almenn kynning á körfuknattleiksíþróttinni. Ekki er að efa að körfuunnendur eiga eftir að fjölmenna að Iþrótta- húsinu við Vesturgötu á laugardag. Gudjón Þórðarson um leik IA og Fram í 1. deildinni kl. 18:30 í kvöld: er eiigin pressa á okkuT" Ingi Steinar Ellertsson sigraði í Skagablaðsmótinu í golfi, sem fram fór í 7. sinn um fyrri helgi. Ingi Steinar, sem keppti í flokki ung- linga 15 - 18 ára, hlaut ails 41 punkt í mótinu, einum meira en Andrés Ólafsson, sem vann karla- flokkinn. í kvennaflokki sigraði Elín Valsdóttir með 34 punkta og í flokki drengja, 14 ára og yngri sigr- aði Eiríkur Jóhannsson með 39 punkta. Þórbergur Guðjónsson hlaut nýliðaverðlaun mótsins með 37 punkta. Ingi Steinar Ellertsson er annar frá vinstri á myndinni og hampar nýjum farandbikar sem leysti þann gamla af hólmi. „Það verður bara gaman að taka á móti Frömurunum. Það er engin pressa á okkur og við eig- um harma að hefna frá því í fyrri leiknum enda Fram eina liðið sem hefur unnið okkur,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Is- landsmeistara Skagamanna, er Skagablaðið ræddi við hann um helgina. ó svo að margir stilli þessum leik upp sem einhverjum úr- slitaleik mótsins geri ég það ekki og strákarnir ekki heldur. Við reyn- um hins vegar eftir megni að halda okkur við jörðina þrátt fyrir gott gengi og taka einn leik fyrir í einu. Leikurinn gegn Fram er því ekkert öðruvísi en aðrir leikir hvað það varðar." Mikil eftirvænting er á meðal knattspyrnuunnenda fyrir leikinn. Eftir 11 sigurleiki í röð spyrja menn sig þeirrar spurningar hvort Skagaliðið sé ósigrandi. Sigur gegn Fram væri stórt skref í að halda Is- landsmeistaratitilinum á Akranesi en eins og Guðjón Þórðarson sagði: „Það er ekkert bókað fyrirfram." Bikarúrslitaleikui' meistaraflokks kvenna gegn Stjömunni á sunnudaginn: , Jíid Skagaineim tíl þess ad mæta" „Ég vil endilega hvetja Skagamenn, hvar sem þeir eru búsettir, til þess að mæta á bik- arúrslitaleikinn gegn Stjörnunni úr Garða- bæ, sem fram fer á Laugardalsvelli á sunnu- daginn og láta vel í sér hevra og hvetja stelp- urnar til sigurs," sagði Áki Jónsson, annar tveggja þjálfara meistartlokkslið kvenna í knattspyrnu. Eins og allir vita þá er stuðningur áhorfenda ómetanlegur í leikjum sem þessum. Kvennaráðið, sem er stuðningsfélag við stelp- urnar hérna á Akranesi, og stuðningsmannafé- lagið í Reykjavfk hafa tekið höndum saman um að koma á góðri bikarstemmningu á úrslita- leiknum.*' Áki sagðist vera nokkuð bjartýnn fyrir leik- inn, stelpurnar hefðu sýnt það í sumar að þær geta bitið frá sér þegar á reyndi. „Þótt ég sé hæstánægður með að liðið skuli vera komið í úrslit bikarkeppninnar þá er ég að sama skapi ekki ánægður með frammistöðuna í deildarkeppninni. Við unnum mikilvægan sigur gegn ÍBA í síðustu viku en erum samt ekki laus við fallhættuna ennþá. Það býr miklu meira í liðinu heldur en staða þess í deildinni segir til um. Sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitunum og jafnteflið við KR, sem er með yfirburðalið í sumar, segja til um það. Við höfum verið að þvælast með jafntefli í leikjum sem við áttum að sigra í eins og gegn Þrótti frá Neskaupstað hérna á Akranesi og Breiðabliki. En svona er knattspyrnan; stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki," sacði Áki.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.