Skagablaðið - 16.08.1993, Blaðsíða 8
Skaga blaðið
Svæðisstjórar Flugleiða:
Vom hrifnir af
aðstöðunni hér
Svæðisstjórar Flugleiða í Evr-
ópu og Bandaríkjunum voru hér
á ferð sl. miðvikudag, þar sem
þeir kynntu sér ferðaþjónustu á
Akranesi.
Heimsókn svæðisstjóranna er
afar mikilvægur hlekkur í
þeirri kynningu sem átt hefur sér
stað á Akranesi á síðustu misserum.
Að sögn Þórdísar Arhursdóttur,
ferðamálafulltrúa, kom Akranes
Flugleiðamönnunum skemmtjlega
á óvart, ekki síst hin góða aðstaða
sem er til gistingar og ráðstefnu-
halds í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Meðfylgjandi mynd var tekin af
Flugleiðamönnunum ásamt Þórdfsi
áður en lagt var af stað í sjóstanga-
veiði með Andreu II.
Eldri borgarar leika golf
Heimilisfólk að Höfða hefur
ekki setið auðum höndum í sum-
ar fremur en venjulega og þar
hefur nú verið komið á fót nýrri
tegund afþreyingar, minigolfi!
Þessi nýjung hefur mælst mjög
vel fyrir og iðulega verið mikið
líf á flötinni sunnan hússins enda
viðrað einstaklega vel til útiveru í
sumar. Tveir ungir kylfingar, Stef-
án Orri Ólafsson og Þórbergur
Guðjónsson, hafa verið heimilis-
fólkinu innan handar og kennt þvf
réttu tökin.
Það var Helgi Júlíusson, sem
flutti sl. vor að Höfða, sem hafði
frumkvæði að því að útbúa 12 holu
púttvöll. Að sögn Ásmundar Ólafs-
sonar, forstöðumanns að Höfða,
hefur púttvöllurinn verið talsvert
notaður en hann sagðist samt von-
ast eftir aukinni þátttöku aldraðra á
Akranesi, jafnt heimilisföstum að
Höfða sem öðrum.
Myndin hér að ofan var tekin
fyrr f sumar er unglingarnir leið-
beindu nokkrum heimilismönnum í
íþróttinni.
Kristinn G. Bj.
vann opna SR
Kristinn G. Bjarnason sigraði
á opna SR - mótinu í golfi sem
fram fór á laugardag. Kristinn
lék 18 holurnar á 77 höggum,
einu minna en Rósant Birgisson.
Haraldur Már Stefánsson, GB,
varð 3. á 78 höggum eins og Rós-
ant.
Haukur Þórisson sigraði með
forgjöf á 68 höggum. Ragnar
Helgason varð annar á 69 og Birgir
Birgisson þriðji á sama högga-
fjölda.
í kvennaflokki sigraði Arnheiður
Jónsdóttir með og án forgjafar 98
(75). Katrín Georgsdóttir varð önn-
ur án forgjafar og þriðja með for-
gjöf á 101 (77). Hulda Birgisdóttir
varð þriðja án forgjafar og önnur
meðforgjöfá 101 (77).
Þátttaka í mótinu var mjög góð
því alls voru keppendur 68 talsins.
Keppendur frá öðrum klúbbum
voru þó færri í ár en oftast áður.
I pressuliðinu
Peir kunnu ekkert meira en
svo við sig í KR - búningi
þessir ungu Skagamenn sem
valdir voru í pressuliðið á Fanta
- mótinu sem lauk í gær. Þeir
heita Njáll Smárason og Halldór
Sigurðsson (Halldórssonar).
Liðum Skagamanna hefur oft
gengið betur á þessu móti en í
ár og léku ekki um verðlaun.
Það voru Njarðvíkingar sem
unnu Fjölni á síðustu mínútu í
úrslitaleik A - liða.
Stórtónleikar á laugardagskvöld:
Bein útsending úr BíóhölGnni
Stórtónleikar verða í Bíóhöllinni á laugardags-
kvöldið þar sem fjór hljómsveitir koma fram. Tón-
ieikunum, sem hefjast kl. 21, verður útvarpað
beint á Rás 2 í boði Pizza '67.
Sveitirnar sem koma fram eru Lipstick Lovers,
Dos Pilas, Regn og svo fjórða sveitin sem ekki lá
fyrir hver yrði er blaðið fór f prentun. Til stóð að
sveitimar Bone China og 13 lékju á tónleikunum en
þær hafa báðar heltst úr lestinni.
Takist tónleikarnir vel er jafnvel fyrirhugað að efna
til fleiri slíkra í beinni útsendingu á Rás 2 í haust og
vetur.
Nýtt hlutafélag Ak - sjón hefur tekið við rekstri
Bíóhallarinnar en að félaginu standa þeir Jakob Hall-
dórsson, Gunnar Ársælsson og Finnbogi Rafn Guð-
mundsson.