Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 07.03.1994, Qupperneq 4

Skagablaðið - 07.03.1994, Qupperneq 4
4 sem voru á leiðinni til Sri Lanka til þess að sækja litla stúlku, en þá höfðu okkur ekki auðnast barneignir saman eftir fimm ár í hjónabandi. Þegar Ragnheiður var á fjórða ári skráðum við okkur svo á lista til þess að ættleiða annað barn sem loksins bar ávöxt nú í vetur, en í millitíðinni höfðum við gert árangurslausa tilraun til glasafrjóvgunar og jafnframt fengið staðfest að líffræðilega séð gæti ég aldrei alið barn,“ út- skýrir Hrönn. Tíu prósent allra hjóna eru barnlaus og aðeins um þriðjungi þess hóps hentar sú aðferð að auka kyn sitt með hjálp glasa- frjóvgunar. Ættleiðingar eru einn af þeim kostum sem í boði er og mörg barnlaus hjón hafa nýtt sér, en sumir hafa brugðið á aðrar lausnir eins og t.d. að taka að sér íslensk fósturbörn. Þau Hrönn og Þórður segja mjög mikilvægt að fólk íhugi vel hvað það vilji gera í stöðunni og taki ákvörðun af heilum hug. „Ef hjón horfast í augu við að geta ekki átt börn er ekki um annað að ræða en að gera sér grein fyrir vandamálinu og taka á því. Það hjálpar engum að fara með þetta sem feimnismál og persónulega hefur reynst okkur best að vera opin og ræða málin. Ef fólk hyggur á ættleiðingu ráðleggjum við því eindregið að tala við einhvern sem hefur reynslu af slíku eða leita upplýs- inga hjá félaginu Islensk ætt- leiðing í Reykjavík vegna þess að einkaframtak á þessu sviði er óhugsandi fyrirtæki.“ „Þetta er dóttir mín“ Aðspurð um hvort efasemdir hafi aldrei læðst að þeim í upp- hafi varðandi ættleiðingu barns erlendis frá, geta þau ekki neitað því. „Það var ekki laust við að maður velti fyrir sér hvort barn- inu væri einhver greiði gerður með því að nema það á brott úr umhverfi sínu á þennan hátt. En þegar við litum aðstæðurnar þar ytra augum hurfu slíkar efa- semdir eins og dögg fyrir sólu því hér heima getum við búið dætrum okkar mun betra líf en beið þeirra þar.“ Kjörforeldrar sem ættleiða börn erlendis frá fá engu ráðið um kyn barnanna né annað er varðar útlit þeirra. „Að þessu leyti er þetta eins og þegar fólk eignast barn sjálft", segir Þórður. „Það er ekkert um það að ræða að velja tiltekinn augnlit, stærð eða skapgerð og þú skiptir ekki barninu þínu eins og einhverri vöru. Mest um vert er að barnið sé heilbrigt og þú elskar þitt barn hvernig sem náttúran hefur gert það úr garði.“ Þórður á tvítugan son af fyrra hjónabandi og frá sjónarhóli föður segir hann tilfinningarnar þær sömu í garð barns sem kem- ur í heiminn hér á fæðingardeild og þess sem er ættleitt. Hann geti þó vitanlega ekki svarað fyrir samsvarandi tilfinningar móður af skiljanlegum ástæð- um... „Ég var alveg viss um það um leið og ég sá Ragnheiði að ég ætti þetta barn en ekki eitthvað Saknaðarljóð frá Önnu Láru Steindal: Alein í höfuðborginni af hinum börnunum,“ tekur Hrönn við. „Mér fannst jafnvel óhugsandi mér kæmi til með að þykja jafn vænt um nokkurt annað barn, mér fannst þetta svo einstakt, en svo fann ég um leið og ég tók Hallberu f fangið í fyrsta sinn að hún var lika dóttir mín.“ Brúnir og rauðhærðir Eldri dóttirin Ragnheiður tók þátt í undirbúningnum fyrir komu litlu systur rétt eins og önnur börn fylgjast með magan- um stækka á þunguðum mæðr- um sínum. „Við höfum alla tíð alið Ragnheiði upp í þeirri vitneskju að hún sé ættleidd og því vissi hún vel hvað til stóð í þessu til- felli. Hún á sjálf marga vini úr þeim stóra hópi sem var ætt- leiddur frá Sri Lanka sama ár og hún og þau finna vissulega til samkenndar sín á milli en eru þó alls ekki einangruð í samfélag- inu. Ragnheiður hefur ekki orðið fyrir neinu aðkasti vegna hör- undslitar síns eins og margir virðast óttast varðandi dökk börn. Skólasystkini hennar af- greiða þetta bara eins og hvert annað eðlilegt séreinkenni; einn er með gleraugu, annar er rauð- hærður og Ragnheiður er „brún“ eins og þau orða það, og allir fá jafnan skammt af hefðbundinni grunnskólastríðni,“ segir Þórð- ur. „Reyndar kom Ragnheiður eitt sinn heim úr skólanum og sagði að ein stelpan hefði fullyrt að ég væri ekki mamma sín“, bætir Hrönn við. „Ég spurði hana hverju hún hefði svarað og þá sagði hún: „Þú ert víst mamma mín því þú hefur alltaf hugsað um mig.“ Mér þótti mjög vænt um þetta svar.“ „Alveg ekta ...“ I íslenskum lögum segir að ættleitt bam „megi teljast skil- getið barn téðra foreldra" og njóti því sömu réttinda og skil- getið barn gagnvart fjölskyldu sinni. En jafn mikilvægt hlýtur að teljast að barninu sé einnig tekið sem sönnum fjölskyldu- meðlim þar sem bókstafnum sleppir. Þau Þórður og Hrönn segja að fjölskyldur þeirra beggja hafi samglaðst þeim varðandi ávörð- un þeirra að fara út í ættleiðingu og þannig hafi hugarfar vina og vandamanna alltaf verið jafn hlýtt í garð stelpnanna og hvers annars barns í fjölskyldunni. „Fyrir löngu síðan varð vin- konu minni að orði þegar sú staðreynd lá fyrir að bæði for- eldrar mínir og mannsins míns væru innfæddir Akurnesingar, að börnin mín yrðu „alveg ekta Skagamenn“, segir Hrönn og brosir. „Það var sniðugt að rifja þetta upp þegar í ljós kom hvernig Skagamenn börnin mín urðu . ..“ „Dætur okkar eru vissulega fæddar í fjarlægum löndum og vonandi eigum við einhvern- tíma eftir að ferðast með þær til þess að sýna þeim löndin sín því við leggjum áherslu á að þær verði stoltar af uppruna sínum - og því að vera Islendingar.“ SÞ Reykjavík, 24.febrúar 1994. Ágætu Skagamenn! Alein í höfuðborginni verð- ur mér stundum hugsað heim til Akraness með pínulitlum söknuði. Borgin er ágæt út af fyrir sig, nóg að gera, en ég sakna fjallanna og jökulsins, fjörunnar neðan Vesturgötu- innar, skógræktarinnar og fé- laganna úr fjölbrautaskólan- um (meira að segja kennar- anna á stundum). W Eg get sagt ykkur að Esjan og Akrafjallið eru miklu flott- ari séð frá Akranesi heldur en héðan úr Reykjavík. Og núna sé ég Snæfellsjökulinn allt of sjaldan. í gærkvöldi var ég heldur döpur og saknaði alls þessa venju fremur. Þess vegna skrif- aði ég dálítið sem mig langar til að gefa ykkur, með kveðju frá stúdínu í borginni. Á kvöldin geng ég stundum ofan í fjöruna neðan hússins og veifa fólkinu mínu inni í ljósinu á nesinu bak við hafið. Kútter Haraldur á laugardaginn: Karaokeslagur Sannkallaður karaokeslagur verður á Kútter Haraldi á laugardagskvöld er Skagamenn og Borgnesingar heyja bæj- arkeppni. Keppni kaupstaðanna er liður í landskeppni í karaoke í sam- vinnu við Coc Cola og Hljómbæ. Sigurvegari kvöldsins á laugardag tekur þátt þí úrslitakvöldi keppninnar sem fram fer á Hótel Islandi þann 28. maí í vor. Skráning þátttakenda er þegar hafin á Kútter Haraldi í síma 1 20 20. Litrík sýning Leiklistaklúbbur NFFA frumsýndi Þrett- ándakvöld eftir William Shakespeare á sal fjölbrautaskólans föstudaginn 25. febrúar sl. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og er þetta þriðja uppfærslan sem hann vinnur með Leiklistaklúbbnum. Samstarfs Þrastar og Leiklistaklúbbsins hefur verið með mikl- um ágætum og skilað skemmtilegum sýning- um. Er skemmt frá því að segja að það var gaman í leikhúsinu. Þetta er litrík sýning í víðasta skilningi þess orðs og hin besta skemmtun. Þrettándakvöld Shakespeares verður að kostu- legum ærslaleik í meðförum leikstjórans og leikenda. Hjálpast þar allt að; Dúndrandi leik- gleði, skrautlegar persónur, skrautlegir búning- ar, lýsing, förðun, tónlist, dans, skemmtilegt svið; allt á bullandi keyrslu og ofleikið einatt af mikilli innlifun og list. Sýningin byggir á leikhúshefðum liðinna alda og ægir þar ýmsu saman. Má í uppfærslunni greina áhrif allt frá ítölsku götuleikhúsi 16du aldar til Bertholds Brechts. Nútíminn smeygir sér inn á ólíklegustu stöðum enda er okkur ekki ætlað að gleyma okkur og sitja óvirk í mykri salarins, við erum oft og iðulega minnt á að við erum einmitt stödd í leikhúsi og okkur er boðið að taka þátt í gamninu. Framsögnin er veikasti hlekkurinn í sýning- unni og verður framvindan því dálítið óskýr á köflum en vel útfært látbragð og hreyfingar vinna það að nokkru leyti upp. Þótt leikendumir ráði misjafnlega við textann ber að varast að einblína á það um of því hefðbundinn gaman- leikur byggir meira á sjónrænum og leikrænum þáttum en smáatriðum textans. Og út á þá þætti í sýningunni er fátt hægt að setja. Samskipti gam- anleikaranna við áhorfendur skiptir meira máli en kórrétt framsögn. Þeir leikendur sem mest mæðir á skila auk þess sínu með miklum sóma. Frammistaða einstakra leikara verður ekki tí- unduð hér en um hópinn í heild er að að segja að hann nær þrælvel saman. Þegar upp er staðið er ekki hægt aðsegja annað en að leikararnir 25, á- samt hulduhernum bak við tjöldin, hafi sett sam- an alveg prýðilegt leikhús. Kristján Kristjánsson.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.