Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 4
4 30. janúar 1995 StjÓmmál Skagablaðið Undanfarnar vikur hafa bæjar- ráð og bæjarstjórn unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Akranesbæ. Fjárhagurinn er þröngur en þrátt fyrir það eru mörg ný verkefni í áætluninni og lögð drög að öðrum. Áhersla er lögð á bætta félags- lega þjónustu og umhverfis- mál, auk gatnagerðar í ár. Tekjur Akranesbæjar eru áætl- aðar um 510 millj. og hækka um 3% frá áætlun s.l. árs. Þarerum hækkun að ræða vegna útsvars- hækkunar en á móti lækkar framlag Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga verulega frá áætlun í fyira. I fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir aukningum vegna at- riða sem getið er um í meiri- hlutasamkomulagi. Dæmi um þetta er 50% stöðuaukning í fé- lagsþjónustu, ætluð til ráðgjafar og í leikskólunum er gert ráð fyrir kostnaði vegna bættrar þjónustu með auknum sveigjan- leika í opnunartíma. Þá verður Guðbjartur telur að aukin áhersla sé nú lögð á menningarmál. Meðal þess sem gert er ráðfyrir ífjárhagsáœtlun er að bókasafiiið fái allt húsið að Heiðarbraut 40 til ráðstöfunar en þar verður komiðfyrir bókasafninu sem keypt var afHaraldi Sigurðssyni fyrir áramót. Ljósmynd Einar Olason. Margt nýtt þrátt fyrir þröngan hag skóladagvist starfandi allan vet- urinn, en þar hófst starf s.l. haust. Ókeypis grunnskóli Óljóst er enn með yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunn- skólanna en nefnd vinnur að undirbúningi þess máls. í ár eru aukin framlög til nemendaferða og ætlunin að þær verði ókeypis eins og annað starf grunnskól- anna. Þetta þýðir þó samhliða að einhverjar ferðir verða lagðar niður eða yfirteknar af nem- endaráði eða foreldrafélagi. Lang stærsti framkvæmdaliður ársins er til nýbyggingar við Grundaskóla, en þá byggingu á að taka í notkun haustið 1996. í ár er framkvæmdafé kr. 40 milljónir. Viðhaldsfé til Brekku- bæjarskóla hækkar milli ára en gert er m.a. ráð fyrir að lagfæra glugga á eldri hluta skólans. Þá er ætlunin að efla starf Skóla- hljómsveitar. íþrótta- og æskulýðsmál Verið er að ganga frá tillögum um uppstokkun í íþrótta- og æskulýðsmálum, þar sem sjálf- stæði einstakra stofnana verður aukið og rekstrarstjórum hverr- ar stofnunar falin aukin ábyrgð. Starfi íþrótta- og æskulýðsfull- trúa er deilt niður. Ráðinn verður viðbótar starfsmaður í Arnardal til að efla æskulýðs- starfið um leið og samskipti við íþróttahreyfinguna og einstök íþróttafélög verða efld í sam- ræmi við þróttasamning þess- ara aðila og bæjarins. Samhliða þessari breytingu er ætlunin að færa starfsemi Vinnuskólans niður í Ahaldahús bæjarins en stjórn skólans verður þó áfram í umsjá þrótta- og æskulýðs- nefndar. Ætlunin er að endur- nýja búningsklefa í Bjarnalaug. Afram verða framkvæmdir við þróttamiðstöðina á Jaðarsbökk- um skv. þróttasamningi og sömuleiðis uppbyggingu á golf- velli og svæði hestamannafé- lagsins. A árinu verður tekin í notkun ný stúka við knatt- spyrnuvöllinn, mannvirki sem Knattspyrnufélagið lætur byggja með baktryggingu í föst- um framlögum frá Akranesbæ þegar aðrar þróttaframkvæmdir hafa verið greiddar. Aukin áhersla á menningarmál Bóka- og skjalasafn bæjarins fá á þessu ári til ráðstöfunar allt húsið að Heiðarbraut 40. Á næstu árum verður húsið lag- fært, innréttað og sett í það lyfta. Þar verður á næstu vikum komið fyrir vönduðu einkabók- safni Haraldar Sigurðssonar, sem bærinn keypti s.l. haust fyr- ir 5 millj. króna. Þá leggur bær- inn fram 2 milljónir til Minn- ingarsjóðs sr. Jóns M. Guðjóns- sonar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarnotkun Bíóhallarinnar, en unnið er að stefnumótun hvað það varðar en í áætluninni er framlag til Bíó- hallar óbreytt frá s.l. ári, kr. 2,5 milljónir. Bætt sorphirða og eyðing Unnið er að gerð áætlunar varð- andi sorphirðu og sorpeyðingu, en eins og fram hefur ícomið er í athugun að setja upp gáma- svæði þar sem tekið verður á móti öllu sorpi, það flokkað og húsasorp sent til Sorpu í Reykjavík. I fráveitumálum er ætlunin að hreinsa Krókalónið, en þar vantar nákvæma útfærslu á verkinu. Þá er reiknað með að endurnýja og lagfæra holræsi á Smiðjuvöllum. Umhverfisátak Eitt af aðal áhersluatriðum nýs meirihluta var átak í umhverfis- Guðbjartur Hannesson skrifar um fjárhagsáætlun málum. í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kaupa land Innsta- Vogs og efna til samkeppni um skipulag og hönnun útivistar- svæðis frá Kalmansvík að Innsta-Vogsnesi. Verið er að setja í gang hönnun á svæðinu við Langasand, en ætlunin er að ljúka frágangi þess svæðis í framhaldi af frágangi grjótgarðs við sandinn. Einnig er ætlunin að hanna svæðið frá Garða- grund upp fyrir Garðalund, en frágangur þess svæðis ásamt svæði við Langasand verður eitt aðalverkefni Vinnuskólans næstu árin. Tvöfaldað er fram- lag til gerðar nýrra leikvalla en reynt verður að ljúka frágangi á Vogabrautarleikvelli og leik- velli í Jörundarholti. S.l. sumar var gert átaka í lag- færingu gangstíga, einkum í Grundahverfi og í kringum Garðalund. Áfram verður unnið að frágangi gangstíga, þó að engin stórafrek í þeim málum verði unnin á árinu. Mjög er brýnt að bæjaryfirvöld og bæj- arbúar standi þétt saman um að ná enn betri árangri í allri um- hirðu og umgengni á lóðum og opnum svæðum, bæði hjá bæ, fyrirtækjum og einkaaðilum. Ætlunin er að fylgja mun fastar eftir öllum kröfum varðandi frá- gang og umgengni í bænum og vonum við að ábendingum og tilmælum heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa um bætta um- gengni verði vel tekið af bæjar- búum. Mikill áhugi er á að ljúka lagningu slitlags á helstu götur bæjarins á kjörtímabilinu. Þetta getur reynst erfitt, en í sumar er áætlað að steypa Dalbrautina með gangstétt öðrum megin svo og botnlanga á Smiðjuvöllum. Þess utan er ætlunin að steypa gangstétt við Vallholt, öðrum megin. Að auki verður unnið að endurnýjun gangstétta í gamla bænum. Atvinnumál Þó þessi málaflokkur sé nefndur hér í lokin er þetta aðalmála- flokkurinn á hverjum tíma. Akranesbær hefur alltaf verið stór atvinnurekandi en er nú kominn í útgerð og fiskvinnslu til viðbótar. Framlög eru aukin bæði til Atvinnuþróunarsjóðs (19 millj.) og til atvinnuátaks- verkefna (6 millj.). Enþvímið- ur er aðeins um að ræða greiðsl- ur á eldri skuldbindingum At- vinnuþróunarsjóðs og öll stærri átök í þessum málaflokki verður að fjármagna með lántökum miðað við uppsetningu áætlun- arinnar. Atvinnuástand hefur verið mjög slæmt en vonandi tekst okkur Akurnesingum í sameiningu að snúa vörn í sókn í atvinnumálum. Þar hvílir ábyrgðin á okkur öllum. Bætt stjórnun Á þessu ári er reiknað með að bæjarskrifstofan flytji í nýtt húsnæði við Stillholt. Loka- greiðsla Akranesbæjar til kaupa á því húsnæði er tæpar 30 millj- ónir króna. Öll aðstaða starfs- fólks batnar til muna svo og möguleiki á bættri þjónustu við bæjarbúa. Fundasalur bæjar- stjórnar færist einnig upp á Stillholt og ákveðið er að kaupa búnað til að útvarpa fundum bæjarstjórnar og stuðla þannig að aukinni umræðu um bæjar- málin. Sá útvarpssendir sem keyptur verður á að nýtast einnig félögum og skólum hér í bæ. Ný bæjarstjóm hefur gert sér far um að bæta möguleika bæjarbúa til að koma skoðunum sínum á framfæri og m.a. haldið hverfafundi um skipulags- og umhverfismál, sent í öll hús að- alskipulagstillögu sem nýlega var afgreidd, boðið upp á við- talstíma bæjarfulltrúa o.fl. Núverandi meirihluti bæjar- stjórnar lagði fram ítarlegan málefnasamning í byrjun kjör- tímabils. Margt í þeim samningi er búið að afgreiða eða setja í gang. Þar eru mörg áhersluatriði sem hér hafa ekki verið nefnd en unnið er að. Þar má nefna lækkun húshitunarkostnaðar, málefni atvinnufyrirtækja eins og Krossvíkur h.f. og Þ&E svo eitthvað sé nefnt. Þessum mál- um verða ekki gerð skil hér. Eg vil í lokin þakka öllum starfsmönnum bæjarins, sem unnið hafa að gerð fjárhagsáætl- unarinnar, fyrir þeirra störf. Akranesbær hefur mjög hæfu starfsfólki á að skipa sem ásamt bæjarfulltrúum vinnur áfram að bættri þjónustu við bæjarbúa. Við treystum á áframhaldandi gott samstarf við bæjarbúa. - Guðbjartur Hannesson forseti bœjarstjómar.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.