Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 8
Skagablaðið föna a W a» \kirkjubraut4-6* 4. TBL. • 12. ARG. • 30. JANUAR 1995 Búseti telur sig eiga hálfa aðra milljón hjá bænum: Húsnæðisstofnun styður Búseta Húsnæðisstofnun telur að bæjaryfirvöld hafi ekki haft heimild til að semja sig undan þeirri lagaskyldu að leggja fram 3,5 prósent af kostnaðar- verði vegna kaupa á íbúðum Búseta. Húsnæðisnefnd gerði samkomulag við Búseta um það haustið 1993 að bærinn þyrfti ekki að greiða hlut sinn í kostnaðinum og bæjaryfirvöld hafa ekki viðurkennt að þeim sé skylt að leggja fram féð. Um er að ræða um það bil eina og hálfa milljón króna. Málið má rekja til ársins 1993. Búseti yfirtók þá lán sem bærinn hafði fengið til kaupa á félagslegum íbúðum. Bærinn hugðist ekki nota lánið en það varð að sam- komulagi að það yrði notað vegna kaupa á íbúðum í búseta- blokkinni við Lerkigrund. Þá- verandi stjórn Búseta féllst á að undirrita samkomulag við hús- næðisnefnd sem kveður á um að bærinn þurfi ekki að leggja fram 3,5 prósent af kostnaðarverði, eins og lög kveða þó á um. Þegar stjórnarskipti urðu í Búseta var málið tekið upp að nýju. Lögfræðingar hafa fjallað um málið af beggja hálfu og komist að ólíkri niðurstöðu. Bæjaryfirvöld telja að sam- komulagið gildi en sem fyrr segir er Húsnæðisstofnun ríkis- ins á öðru máli. Lögfræðideild stofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu að „sveitarfélög hafi ekki heimild til að semja sig undan þessari lagaskyldu, eða fullnægja henni á annan hátt en lög kveða á um, þ.e.a.s. með beinu óafturkræfu framlagi." Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri stofnunarinnar, kynnti bæjaryfirvöldum þessa niður- stöðu í bréfi sem lagt var fram í bæjarráði síðast liðinn fimmtu- dag. Bæjarráð ákvað að vísa málinu til afgreiðslu fjárhags- áætlunar. til góðra málefna Innsti-Vogur: Bærinn kaupir á tuttugu milljónir Skrifað var undir samninga um kaup bæjarins á landi Innsta-Vogs síðast liðinn föstudag og er kaupverð landsins 20 milljónir króna. Jörðin var í eigu Ásmundar hf., eignarhaldsfélags sem er í eigu barna Þórðar Ás- mundssonar. Bærinn hefur lengi haft áhuga á að kaupa jörðina en sem kunnugt er er fyrirhug- að að þar verði útivistar- svæði bæjarbúa. Jörðin er yfir hundrað hektarar að stærð eða sem svarar um helmingi Neðri-Skagans, að sögn Gísla Gíslasonar bæj- arstjóra. Greiddar voru 10 milljón- ir við undirritun samnings og aðrar 10 milljónir verða greiddar að tveimur mánuð- um liðnum. Kaupin verða fjármögnuð með lántöku. Sem fyrr segir var jörðin í eigu barna Þórðar Ás- mundssonar, þeirra Júlíusar, Steinunnar, Ingibjargar, Em- ilíu, Ólínu, Ragnheiðar og Arndísar. Innsti-Vogur nær frá Mið- vogi að Æðarodda og var lang stærsta land í eigu ein- staklinga innan bæjarlands- ins. Hús á jörðinni eru leigð út og hún hefur verið nýtt fyrir hestabúskap. Gísli Gíslason segist bú- ast við að efnt verði til sam- keppni um hönnun nýja úti- vistarsvæðisins, hugsanlega með vorinu. Kiwanisklúbburinn Þyrill fagn- aði 25 ára afmæli sínu um helgina og afhenti af því tilefni ýmsum aðilum höfðinglegar gjafir. Sambýli fyrir fjölfatlaða á Vesturlandi fékk afhenta 700 þúsunda króna gjöf frá klúbbn- um vegna kaupa á nýrri bifreið fyrir heimilismenn. Gjöfinni til sambýlisins er ætlað að fjármagna lyftu í nýju bif- reiðina. Um þessar mundir eru liðin 10 ár síðan sambýlið fékk fyrstu bifreið sína. Það voru einmitt Kiwanismenn sem gáfu bifreiðina og þeir sáu síðan um viðhald á henni. Ármann Ármannsson, forseti Þyrils, afhenti sumarbúðum fyr- ir fatlaða að Holti í Borgarfirði einnig 100 þúsund krónur. Björgunarsveitin Hjálpin fékk GPS-staðsetningartæki að verð- mæti 160 þúsund krónur og sömu sögu er að segja um Hjálparsveit skáta. Klúbburinn færði Dvalarheimilinu Höfða hljóðbylgjutæki að gjöf, en tæk- ið kostaði 190 þúsund krónur. Þá gáfu Kiwanismenn Þjóti, íþróttafélagi fatlaðra, 120 þús- und krónur til kaupa á búning- um fyrir félagsmenn. Loks fékk samstarfsnefnd Kiwanis og Sinawik 100 þúsund krónur vegna hönnunar á útivistar- svæði klúbbsins við Miðvogs- læk. Afhendingin fór fram síðast liðið föstudagskvöld og á laug- ardagskvöldið héldu Þyrils- menn veglega afmælishátíð. Þann sama dag kom umdæmis- stjórn Kiwanis á Islandi og í Færeyjum saman til fundar á Akranesi. Kiwanismenn hafa megin- tekjur sínar af sölu flugelda en þeir hafa selt bæjarbúum flug- elda í mörg undanfarin ár. Gámaþjónustan: Býðst til að gera gámaplan Gámaþjónusta Akraness hefur sent bæjaryfirvöldum erindi þar sem fyrirtækið býðst til þess að setja upp gámaplan með flokkunar- aðstöðu fyrir sorp. Gáma- þjónustan býðst einnig til þess að flytja sorpið til end- urvinnslu eða eyðingar. Bæjaryfirvöld vinna nú að því að kanna þann mögu- leika að flytja sorp til Sorpu en leggja af sorpurðun í bæj- arlandinu. Verði þessum hugmyndum hrint í fram- kvæmd er gert ráð fyrir að komið verði upp flokkunar- aðstöðu í líkingu við þá sem komið hefur verið upp víða um höfuðborgarsvæðið. Valdimar Björnsson hjá Gámaþjónustu Akranes telur sig geta komið upp slfkri að- stöðu fyrir um 15 milljónir króna samkvæmt teikning- um Magnúsar Ólafssonar arkitekts. Hann gerir svo ráð fyrir að bærinn greiði honum leigu og rekstur. Hann hefur augastað á lóð fyrir ofan Smiðjuvelli fyrir starfsem- ina. Valdimar segir við Skaga- blaðið að hann hafi ekki fengið mikil viðbrögð yfir- valda við þessum hugmynd- um. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að ekki sé komið að þvf að ákveða einstaka þætti af þessu tagi. - Við erum að vinna að því að finna heildarlausn á sorp- málunum og það er ótíma- bært að taka hluti eins og gámaþjónustu út úr. Við þekkjum hins vegar vinnu Valdimars og það er ekki nema gott um hann að segja, segir Gísli við Skagablaðið. Málfríður Þorkelsdóttir tók við gjöfinni til sambýlisins. Armann Armannsson, forseti Þyrils, situr við hlið hennar en í bakgrunni eru fulltrúar þeirra sem nutu styrkjanna. Kiwanismenn fagna 25 ára afmælinu: Höfðinglegar gjafir Ú b ÞYRILL

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.