Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 5
Skaga laðið Mannlíf 30. janúar 1995 5 Hvar erci þau nú? Daníel Helgason: Fjölskyldan er aðaláhugamálið Auðvitað er manni alltaf hlýtt til Skagans þar eru ræturnar og ættingarnir og sömu sögu er að segja af konunni minni, hún bjó á Akranesi í nokkur ár þannig að tengsl okkar við staðinn eru mikil, segir Daníel Helgason, í spjalli við Skaga- blaðið, en hann starfar sem framkvæmdastjóri Málningar hf. í Reykjavík. Texti: Sigþór Eiríksson Daníel er sonur Helga Andrés- sonar, rafmagnseftirlitsmanns hjá Rafveitu Akraness, og Haf- dísar Daníelsdóttur bókavarðar. - Ég fylgist að sjálfsögðu með mannlífinu á Skaga og les Skagablaðið spjaldanna á milli sem amma mín var dugleg að halda utan um fyrir mig og senda mér út þegar ég var í námi erlendis, auk hefðbund- inna heimsókna til ættingja. Þá fylgist maður vel með fótbolt- anum en sjálfur lék ég með öll- um yngri flokkum Skagamanna á sínum tíma. Nám í Danmörku Árið 1978, eftir að hafa lokið rafvirkjanámi, fór Daníel frá Akranesi og hélt til náms í Tækniskóla Islands og þegar því námi lauk tveimur árum síðar hélt hann til framhalds- náms í Danmörku. - Ég byrjaði á því að fara í rafmagnstæknifræði og lauk því. Eftir það ákvað ég að bæta enn við mig og fór í rafmagns- verkfræði og í framhaldi af því í hagverkfræði og stjórnunar- fræði í tvö ár og vann síðan hjá danski verkfræðistofu. Því starfi fylgdu mikil ferðalög um Evrópu því fyrirtækið var ráð- gefandi um ýmis verkefni á sínu sviði víða um lönd, segir Daníel. Eftir 9 ára dvöl í Danmörku ákvað Daníel ásamt fjölskyldu sinni að snúa aftur til Islands árið 1989. Fljótlega eftir að heim var Daníel Helgason, framkvœmdastjóri Málningar hf í samtali við Sigþór Eiríksson: Starfið er oft eril- samt og krefjandi en að sjálfsögðu líka gefandi og spennandi. komið fékk hann starf hjá Iðn- tæknistofnun, meðal annars við stefnumótun hjá rekstrardeild. Þremur mánuðum síðar bauðst honum starf sem forstjóri Ofna- smiðjunnar hf og svo loks í árs- byrjun 1992 bauðst honum að takast á við annað spennandi verkefni sem framkvæmdastjóri Málningar hf. Erilsamt - Mér líkar mjög vel í þessu starfi. Það er oft erilsamt og krefjandi en að sjálfsögðu líka gefandi og spennandi. Um 50 manns vinna hjá fyrirtækinu nú og það velti um hálfum millj- arði á síðasta ári. Framtíðar- horfur eru því mjög góðar. Þrátt fyrir erilsamt starf þá hefur Daníel ýmis áhugamál utan vinnunar. - Fjölskyldan er náttúrulega aðaláhugamálið en ég er líka rnikill áhugamaður um útivist, rneðal annars ferðalög um há- lendið, jeppa og snjósleðaferðir, skógrækt og hestamennsku. Þá eiga tengdaforeldrar mínir sum- arbústað á Snæfellsnesi sem oft er ánægjulegt að dveljast í. Þá eru ferðalög og lestur góðra bóka ofarlega á vinsældalistan- um hjá mér, segir hann. Daníel er kvæntur Sigur- borgu Stefánsdóttur myndlistar- konu, en hún er dóttir Stefáns Sigurkarlssonar, fyrrum apótek- ara á Akranesi, og konu hans, Önnu Guðleifsdóttur. Þau eiga tvö böm. Grímur er níu ára og Anna er fjögurra ára. Systkini Daníels eru þrjú og búa þau öll á Akranesi; Andrés er verslunarmaður, Brynja, fóstra og Gunnar nemi. Lionsmenn: SjúkrahúsiÉ fékk sogklukku Lionsklúbbur Akraness afhenti sjúki-ahúsinu veglega gjöf fyrir skömmu. Um var að ræða sog- klukku sem notuð er til hjálpar konum við erfiðar fæðingar og var verðmæti gjafarinnar um 400 þús- und krónur. Sjúkrahús Akraness vill koma á framfæri innilegu þakklæti til klúbbsins. Hann hefur fært sjúkra- húsinu mörg tæki að gjöf á undan- förnum árum og að sögn forsvars- manna sjúkrahússins væri það mun verr tækjum búið án þeirra. Tækjakaupin voru fjármögnuð af árlegri ljósaperusölu Lions- klúbbsins. Valdimar Axelsson, formaður Lionsklúbbsins, afhenti Jónínu Ingólfsdóttur yfirljósmóður sog- klukkuna. Skagablaðið fyrir tíu úrum Melsta fréttin á forsíðu Skagablaðsins föstu- daginn I. febrúar 1985 var þess efnis að æskulýðsheimilið Arnardalur væri orðið alltof lítið. Til að undirstrika þetta birtist með fréttinni mynd af keppni í breikdansi og þar var þröngt á þingi. Þá sagði blaðið frá því að unnið hefði ver- ið við að steypa götur í janúar enda hefði tíðin verið einstaklega góð. Einnig var sagt frá því á forsíðu Skagablaðsins að Haraldur AK-10 hefði verið seldur til Vest- mannaeyja en þar fékk hann heitið Gandi VE171. Haft var eftir Haraldi Sturlaugssyni að Haraldur AK 10 hefði alltaf verið mikið happaskip. Á baksíðu var sagt frá því að hjónin Hanna Rúna Jóhannsdóttir og Hilmar Björnsson hefðu fest kaup á húsnæði Stúdíóvals og hyggðust opna þar veitingastað. Þau eiga því 10 ára starfsafmæli í þessum bransa um þessar mundir og til ham- ingju með það! Krabbameins- skoðun Fullgildum félagskonum Verslunarmannafél- ags Akraness er hér með bent á að þær sem fara í legháls- og brjóstkrabbameinsskoðun, fá endurgreiddar kr. 1.000,- af skoðunargjaldi, ; gegn framvísun greiðslukvittunar, á skrifstofu 1 VA að Kirkjubraut 40. ! Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 13-17 i nema föstudaga kl. 13-16. STJÓRNIN Heilsugæslustöðin Akranesi Konur Akranesi og nágrenni s Vikuna 30.1. - 06.02. 1995 verður boðið upp 5 á röntgenmyndatöku af brjóstum (mammó- grafíu) á Heilsugæslustöðinni, Akranesi. Allar konur, sem fengið hafa bréf frá okkur, eru hvattar til að panta tíma sem fyrst í síma 12311. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN, AKRANESI.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.