Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 30. janúar 1995 7 myndböndin Vinsælustu myndböndin í Myndbandaleigunni As í síð- ustu viku: 1. Maverick 2. Fjögur brúðkaup og jarðarför 3. The Getaway 4. Ace Ventura 5. My Father the Hero 6. The Air up There 7. Hudsucker 8. Renaissance Man Kvennakórí burðarliðnum Konur sem hafa gaman af söng og langar að syngja meira hafa sent blaðinu fréttatilkynningu þar sem þær boða stofnun kvennakórs. Hópurinn hefur þegar fengið stjórnanda og að- stöðu til æfinga og verður æft í sal Brekkubæjarskóla á þriðju- dögum klukkan 20.30. Konurn- ar skora á allar áhugasamar og söngelskar konur að mæta til æfinga. Sigun’egamir í hópakeppninni, „jómfrúrnar “ Margrét Huld, Jónína Margrét, Heiðrún Lind og Júlí- ana. Júlíana sigraði einnig í einstaklingskeppninni. Arnardalur: Fjölmenni á karaokekeppni ær 200 manns fylgdust með spennandi kara- okekeppni sem fór fram á veg- um Arnardals í Bíóhöllinni síð- í t<Bkinu ast liðinn þriðjudag. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Júlíana Viðarsdóttir hefði staðið sig best í einstaklingskeppninni I Baráttan á blaðinu Þrátt fyrir úrvalslið leikara tekst leikstjóranum Ron Howard ekki að gera kvik- myndanna „The Paper“ að þeim smelli sem vonast var til. Góð tilþrif Michael Keaton og Robert Duvall, sem sjaldan bregðast, duga því miður ekki til. Eftir ágæta byrjun verður efnisþráðurinn alltof klisju- kenndur og meira að segja húmorinn fer fyrir ofan garð og neðan og hinn annars ágæti gamanleikari Randy Quaid nær sér ekki á flug. Sagan gerist á einurn sólar- hring á dagblaðinu „The Sun“ í New York. Blaðið kemst yfir heita frétt þar sem tveir ung- lingspiltar eru ákærðir fyrir morð. Aðstoðarfréttastjórinn Henry Hackett (Michael Keaton) veit eftir eftirgrennsl- an innan lögreglunnar að pilt- arnir eru saklausir og vill að forsíðufréttin verði ótvíræð þeim í hag, en aðalfréttastjór- inn sem Glenn Close leikur er á öðru máli, telur málið ekki að fullu sannað. Barátta þeirra endar með handalögmálum á sjálfu prentsmiðjugólfinu þar sem fréttin gæti orðið örlaga- valdur í framtíð piltanna urn- ræddu. A sama degi fæðir eig- inkona Hackett þeirra fyrsta barn og hann þarf að sjálf- sögðu að vera viðstaddur. Ör- fáum klukkustundum áður var honum boðin staða fréttastjóra hjá aðalkeppinautnum, ritstjór- inn á „The Sun“ segir honum að hann sé dauðvona og þurfi á honum að halda og svona rétt að endingu þá verður besti blaðamaður hans fyrir skotárás. Allt þetta á einum sólarhring! Það er eins og Ron Howard sé ekki alveg með það á hreinu hvort hann er að gera spennu- mynd eða gamanmynd og út- koman verður eftir því. * - Sigþór Eiríksson eftir hörkukeppni en hún flutti gamalt lag með Carpenters, Yesterday once more. í öðru sæti varð Heiðrún Lind Mart- einsdóttir og Jónína Margrét Sigmundsdóttir lenti í þriðja sæti. Stöllurnar þrjár og Margrét Huld Hallsdóttir unnu svo sigur í hópakeppninni. Þær nefndu sig „jómfrúrnar“ og slógu í gegn með flutningi Madonnu- lagsins Like a Virgin. Sigurvegararnir í keppninni verða fulltrúar Arnardals í úr- slitakeppni félagsmiðstöðva sem fram fer í Reykjavík um næstu helgi. Slfk keppni hefur tvisvar áður verið haldin og sendi Arnardalur fulltrúa í bæði skiptin. é döfinni Mánudagur 30.01. Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness í Brekkubæjarskóla kl. 20.00. Þriðjudagur31.01 Skákþing Akraness í Grunda- skólakl. 19.45 Þorrafundur kvennadeildar Slysavarnafélagsins á Langa- sandi kl. 20.00. Fimmtudagur 02.02. Fyrirbænaguðsþiónusta í kirkj- unni kl. 18.30. Laugardagur 04.02. Barnastarf í kirkjunni kl. 11.00 og 13.00. Sunnudagur 05.02. Messa kl. 14.00 í Akranes- kirkju. Gangur lífsins cýQKomuíheiminn 22. janúar, stúlka, 3.560 g, 48 sm. Foreldrar: Helga Sveins- dóttir og Arthúr Herbert Jóns- son, Helgugötu 8, Borgarnesi. 27.janúar, drengur, 4.105, 54 sm. Foreldrar: Mjöll Barkar Barkardóttir og Sigurbjörn Hallsson, Esjuvöllum 4. Karen, fædd 21. janúar, skírð 24. janúar. Foreldrar: Þorsteinn Ingason og Ólöf Kristín Guðna- dóttir, Melteigi 16b. Trausti, fæddur 7. október 1994, skírður 24. janúar. For- eldrar: Guðmundur Ólafsson og Sólrún Guðleifsdóttir, Jaðars- braut 41. Spjaldvefnaður í listahorninu Philippe Ricart sýnir um þessar mundir spjaldvefnað í listahorni Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála. Spjaldvefnaður er gömul vefn- aðaraðferð og er um að ræða afar skiautlega muni á sýningu Philippes. Verkin á sýningunni vann hann fyrir sýningu sem hann tók þátt í í Svíþjóð í fyrra í tengslum við þing norræna spjaldvefnaðarmanna. Sýningin verður opin til 15. febrúar. Jón Haukur Hauksson fæddist í Reykjavík 10. júní 1959. Maki hans er Ásta Jenný Magnúsdóttir og börn þeirra eru Elísabet Ósk, 11 ára, Katrín Lilja, 7 ára, og Haukur Páll, 5 ára. Þau búa á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Bifreið: Toyota Tercel árgerð 1987. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Já, mikið, alveg tvímælalaust. Áttu reiðhjól? Eg á tvö reiðhjól en nota þau of lítið. Starfog laun: Ég er héraðsdómslög- maður og launin eru upp og ofan. Helsti kostur: Ég er rólegur og yfir- vegaður. Matur og drykkur í uppáhaldi: Harð- fiskur og mjólk, jafnvel þetta tvennt saman. Uppáhaldstónlist: Ég hef gaman af Eric Clapton. Hvað gerirðu ífrístundunum? Þær eru nú harla fáar þessa dagana. Ég les góð- ar bækur þegar næði gefst. Uppáhaldsíþróttamaður: Það er kannski klisjukennt en það er Magnús Scheving. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldssjónvarpsefiii: Fréttir. Leikari í uppáhaldi: Segjum Clint Eastwood, hann stendur fyrir sínu. Hvaða bók ertu að lesa? Eg er að lesa Lord of the Rings (Hringadróttins- sögu) eftir Tolkien öðru sinni og er kominn í þriðja bindi; The return of the King. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Ég man það ekki, það er svo langt síðan. Ertu farinn að skipuleggja sumarfríið? Sáralítið, en mig langar að ferðast inn- anlands. Hvað meturðu mest ífari annarra? Glaðværð og hreinskiptni. Tekst þér að ná endum saman í heimil- isbókhaldinu? Já, yfirleitt. Hvað líkar þér best við Akranes? í brennidepli Fólkið, hér býr þægilegt fólk, og Jað- arsbakkalaug. Hvað veitirþér besta afslöppun? Heiti potturinn. Hvað viltu að bœjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? Atvinnumálin núrner eitt, tvö og þrjú. Þar verður að taka til hendinni. Flokkarðu sorp? Ég skila dósum og rafhlöðum en annað er því miður ekki flokkað. Stundarðu líkamsrœkt? Ég syndi of lít- ið. Sœkirðu tónleika eða aðra menningar- viðburði? Það er of lítið um það. Strengdirðu einhver heit um áramót- in? Nei, ég stóð aldrei við þau svo ég hætti því. Jón Haukur vill að bœjaryfirvöld taki til hendinni í atvinnumálunum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.