Skagablaðið


Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífí og sál 13. mars 1995 7 fí döfinni Mánudagur 13.03. Skagaleikflokkurinn sýnir Óvitana í Bíóhöllinni kl. 20.30 Bæjarmálafundur Alþýðu- flokksins í Röst kl. 20.30. Bæjarmálafundur Alþýðu- bandalagsins í Rein kl. 20.30. Miðvikudagur 15.03. Fyrirlestur um hreyfiþroska barna á vegum foreldrafélaga leikskólanna á sal Brekkubæj- arskóla kl. 20. Skagaleikflokkurinn sýnir Óvitana í Bíóhöllinni kl. 20.30 Fimmtudagur 16.03. Brynja Einarsdóttir opnar myndlistarsýningu í Listahorni upplýsingamiðstöðvar ferða- manna að Skólabraut 31. Laugardagur 18.03. Blakmót öldunga í íþróttahús- inu við Vesturgötu. Kvöldvaka Sambands borg- firskra kvenna í Heiðarborg kl. 20.30. Sunnudagur 19.03. Alþýðubandalagið opnar kosn- ingaskrifstofu sína fyrir alþing- iskosningarnar í Rein kl. 14. Fjögur brúðkaup ■ hittír i mark! 0 Fáar myndir hafa komið jafn mikið á óvart á síðustu árum og breska gamanmyndin Fjögur brúðkaup og jarðaför. Þær miklu vinsældir sem myndin hefur hlotið hefur ekki síður komið framleiðendum hennar að óvörum. Kvikmyndin var framleidd fyrir smáaura miðað við þær risa fjárhæðir sem lagð- ar eru í kvikmyndir sem eiga fyrirfram að njóta vinsælda. Richard Curtis handritshöf- undur myndarinnar er tvímæla- laust sá sem á heiðurinn að sig- urför hennar. Curtis sem m.a. hefur skrifað mikið fyrir Rowan Atkinson (Mr. Bean), sem á- samt leikstjóranum, Mike Newell leikur sér með hinn hár- fína breska húmor og hittir beint í mark. Myndin segir frá vinahóp sem kemur saman eins og nafn myndarinnar segir til um í fjór- um brúðkaupum og einni jarð- arför. Gengur þar á ýsmu og margt fer öðruvísi en ætlað var, en myndin er umfram allt bæði fyndin og mannleg. Hugh Grant og Andie McDowell eru ágæt í hlutverk- um sínum og ekki síðri eru brá- bærir breskir leikara í smærri hlutverkum, eins og Rowan Atkinson og og Mary Parker. ★★★ HIJCH Grant ANDIE MACDOWELL Skemmtilegur Maverick Það voru margir efms þegar Richard Donner hóf að leik- stýra og framleiða kvikmyndina um konung spilaborðsins í villta vestrinu, Bret Maverick. En Donner hefur sannarlega ekki valdið aðdáendum Maver- icks vonbrigðum með þessari mynd. Hún er einstaklega vel heppnuð og saman fer hraði, spenna og grín og úr verður stórskemmtileg mynd. Leikaraliðið er vel valið. Mel Gibson er frískur í hlutverki Bret Mavericks og Jodie Foster bregst ekki sem endra nær og sýnir á sér nýja hlið sem gam- anleikona og James Gamer er að sjálfsögðu ómissandi í þess- ari mynd. Jodie Foster lét hafa það eftir sér þegar tökum lauk á Maver- ick að hún hefði aldrei skemmt sér eins vel við vinnu sína og í þessari mynd. ★★★ Já, ráðherra! Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, var heiðursgestur Knatt- spymufélags ÍA á herrakvöldi félagsins um fyrri helgi. Hann fetaði þar í fótspor samráðherra sinna og flokksbræðra, Þor- steins Pálssonar og Davíðs Oddssonar, sem vora í hlutverki hans í fyrra og árið þar á undan. Fremur en fyrri heiðursgestir félagsins á þessum skemmtun- um brást ráðherrann ekki von- um manna og reytti af sér brandara og spaugyrði á báða bóga þannig að gestir veltust um af hlátri. Húsfyllir var á herrakvöldinu eins og jafnan þau sex skipti sem það hefur verið haldið. Skagablaðið smellti þessari mynd af fjármálaráðherra er hann tók fyrir ýmsa núverandi og fyrrverandi þingmenn og stældi þá ýmist í ræðu eða hátt- um. Gangur lífsins cfQKomuíheiminn 25.febrúar, drengur, 3.380 g, 51 sm. Foreldrar: Arna Böðv- arsdóttir og Arni Ivar Ivarsson, Einigrand 29, Akranesi. 3. mars, stúlka, 4.785 g, 57 sm. Foreldrar: Hólmfríður Rósa Jósefsdóttir og Sigurður Geirs- son, Mávakletti 8, Borgarnesi. 4. mars, drengur, 3.690 g, 53 sm. Foreldrar: Þóra Svanhildur Þorkelsdóttir og Einar Þór Skarphéðinsson, Böðvarsgötu 12, Borgamesi. 6. mars, drengur, 4.090 g, 55 sm. Foreldrar: Bergþóra Jóns- dóttir og Böðvar Bjarki Magn- ússon, Hrútsstöðu, Dalabyggð. Skírð Þorkell Már, f. 4. mars 1995, skírður 8. mars. Foreldrar: Þóra Svanhildur Þorkelsdóttir og Einar Þór Skarphéðinsson, Böðvarsgötu 12, Borgarnesi. I/insælustu myndböndin Listi Myndbandaleigunnar As yfir vinsælustu myndböndin í síðustu viku: 1. TraeLies 2. Wolf 3. Lightning Jake 4. Beverly Hills Cop 3 5. Fjögur brúðkaup og jarðarför 6. Getting even with Dad 7. Maverick 8. Bad Girls 9. The Getaway 10. Ace Ventura Leiðrétting Olöf Guðjónsdóttir, önnur tveggja stúlkna frá Akranesi, sem taka þátt í keppninni um Ungfrú Island í vor, var rang- lega sögð Guðmundsdóttir í síðasta blaði. Þá er hún við nám í Kennaraháskóla Islands, ekki Háskóla Islands. Skagablaðið biðst velvirðingar á þessum missögnum. ------------------------------------------í brennidepli Rafn Hafberg Guðlaugsson er fæddur á Akranesi 28. júlí 1968. Unnusta hans er Lísa Greipsdóttir. Þau eiga engin börn en Rafn segir verslunina Roxy í rauninni barnið sitt. Bifreið: Toyota Corolla. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Já, ekki spurning. Attu reiðhjól? Já og nota það stundum. Starfog laun: Búðarloka í gervi verslunareig- anda og laun samkvæmt því. Helsti kostur: Sætur og skemmtilegur. Matur og drykkur í uppáhaldi? Fylltar grísa- lundir og kók. Uppáhaldstónlist: Ég er alæta á tónlist. Hvað gerir þú ífrístundum? Hugsa. Uppáhaldsíþróttamaður? Hjalti „Ursus“ Arna- son. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ólafur Ragnar Grímsson. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir og sápuóperur (t.d. Melrose Place). Leikari í uppáhaldi? Andie McDowell. Hvaða bók ertu að lesa? Ég er að lesa Slátrar- ann eftir Dean Koonzt. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Bad girls. Ertufarinn að skipuleggja sumarfríið? Já, ég er aðeins farinn að spá í það. Hvað meturþú mest ífari annarra? Jákvæðni og heiðarleika. Tekst þér að ná endum saman í heimilisbók- haldinu? Svona sæmilega. Hvað líkar þér best við Akranes? Góður staður að búa á. Hvað veitir þér besta afslöppun ? Svefn. Hvað viltu að bœjarstjórn leggi höfuðáherslu á? Atvinnumál og gott útlit á miðbænum. Flokkarðu sorp? Nei. Stundarðu líkamsrækt? Ég fer stundum í eró- bikk.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.