Fréttablaðið - 08.07.2019, Qupperneq 4
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Glencore , Trimet
Aluminium og Liberty
House vilja eignast Rio
Tinto.
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.is
JEEP ® CHEROKEE
SUMARTILBOÐ
SUMARPAKKI 1: Málmlitur
TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.390.000 KR. - LISTAVERÐ 8.110.000 KR.
Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury*:
• 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting
• Jeep Active Drive I Select Terrain
með 4 drifstillingum,
• Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera
• Leðurinnrétting
• 8,4” upplýsinga- og snertiskjár
• Íslenskt leiðsögukerfi
• Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð
• Hágæða Alpine hljómflutningskerfi
með bassaboxi
• Apple & Android Car Play
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
*Aukahlutir ekki í tilboði: Hjól og hjólafestingar.
SUMARPAKKI 2: Málmlitur, borgarpakki, þægindapakki og glerþak (panorama).
TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 8.090.000 KR. - LISTAVERÐ 8.860.000 KR.
DÓMSTÓLAR „Það eru engin slík
líkindi milli laganna sem gefa til
kynna að You Raise Me Up sé stæl-
ing á Söknuði,“ segir í greinargerð
tónlistarprófessorsins Lawrence
Ferrara sem lögð er fram af hálfu
lögmanna Warner Music og Uni-
versal Music.
Eins og kunnugt er hefur tón-
listarmaðurinn Jóhann Helgason
stefnt norska lagahöfundinum Rolf
Løvland og tónlistarfyrirtækjunum
Warner og Universal og f leiri fyrir
alríkisdómstól í Los Angeles vegna
meints stuldar á laginu Söknuði sem
kom út árið 1977. Telur Jóhann að
lagið You Raise Me Up sem Løvland
sendi frá sér árið 2001 sé eftiröpun
á Söknuði.
Lögmenn Universal og Warner í
málinu réðu Lawrence Ferrara til
að gera fyrir sig samanburðargrein-
ingu á lögunum tveimur. Greinar-
gerð Ferrara hefur nú verið lögð
fram við dómstólinn.
Ferrara segir að á grundvelli
greiningar sinnar finnist engin
marktæk líkindi milli uppbygging-
ar laganna Söknuðar og You Raise
Me Up. Það sama gildi um hljóm-
setningu, laglínu og takt laganna.
Enn fremur segir Ferrara að þeir
tónlistarlegu þættir sem komi
fram í bæði You Raise Me Up og
Söknuði séu til staðar í nokkrum
eldri verkum. Hann nefnir til
dæmis samstofna írsku þjóðlögin
Danny Boy, The Young Man’s
Dream og Londonderry Air. Einn-
ig norska þjóðlagið Eg kan ikke
gløyme og jólalagið When a Child
Was Born sem kom út í nóvember
1976 sem sé í raun lagið Soleado frá
árinu 1974.
Ferrara segir að á grundvelli
tónlistarfræðilegrar greiningar
sinnar sé það sitt faglega mat að þótt
Söknuður og You Raise Me Up deili
nokkrum tónlistarlegum líkindum
þá séu þau til staðar í vel þekktum
eldri verkum. Þau líkindi hafi verið
aðgengileg fyrir höfunda beggja
laganna. Þessi líkindi megi rekja
til þjóðlaga frá átjándu og nítjándu
öld, sér í lagi til írskra þjóðlaga.
Samkvæmt upplýsingum sem
Ferrara gefur um sig sjálfan í grein-
argerðinni er hann tónlistarpró-
fessor við New York háskóla. „Ég hef
lagt til greiningar og álit í tengslum
við höfundarréttarmál í tónlist í
meira en tuttugu ár,“ segir hann.
„Þetta kemur ekkert á óvart,“
segir Jóhann Helgason. „Þetta var
búið að koma fram áður við rekstur
málsins í Englandi og þá var búið að
hrekja þetta vel og vandlega. Þá var
hins vegar ekki til fjármagn til að
halda áfram með málið.“
Lög maðu r Jóha nns Helga-
sonar, Michael Machat, hefur nú
frest fram yfir miðjan ágúst hið
minnsta til að af la álits tónlistar-
sérfræðings fyrir Jóhanns hönd.
Vegna þess hversu viðamikil
greinargerð Lawrence Ferrara er
hefur Machat óskað eftir fram-
lengdum fresti fyrir starf síns sér-
fræðings.
Þá hafa lögmenn áðurnefndra
tónlistarfyrirtækja lagt fram kröfu
um frávísun málsins. Hafni dómar-
inn henni er áætlað að réttarhöld
með kviðdómi verði á dagskrá á
næsta ári. gar@frettabladid.is
Sérfræðingur stórfyrirtækja
hafnar líkindum við Söknuð
Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helga-
son rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk
líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum.
Jóhann Helgason kynnti í apríl 2018 áform um endurnýjaðan málarekstur vegna lagsins Söknuðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
VIÐSKIPTI Svissneska fyrirtækið
Glencore, einn stærstu eigenda
Century Aluminum sem svo aftur
á Norðurál, hefur áhuga á því að
kaupa eignir Rio Tinto á Íslandi, í
Svíþjóð og Hollandi fyrir allt að 350
milljónir dala. Tvö fyrirtæki til við-
bótar hafa áhuga sömuleiðis, það
eru hið þýska Trimet Aluminium
og breska fyrirtækið Liberty House.
Sólveig Bergmann, talsmaður
Norðuráls, gat ekki tjáð sig um
málið þegar eftir því var leitað.
Rio Tinto hóf söluferli sitt á ný
undir lok síðasta árs með hjálp
f ranska f jár festingarbankans
Natixis en áður hafði Norsk Hydro
hætt við kaup og kennt töfum á
samþykkt frá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins um. Heim-
ildarmenn The New York Times
sögðu það ef til vill hafa verið vegna
áhyggna af áhrifum á samkeppni
á álmarkaði. Talsmenn Glencore
vildu ekki tjá sig um málið. – þea
Eigandi
Norðuráls
horfir til Rio
Tinto
BRETLAND Breskir þingmenn úr
bæði Íhaldsflokki og Verkamanna-
f lokki sögðust í gær vera að leita
leiða til þess að koma í veg fyrir
að næsti forsætisráðherra beiti sér
fyrir samningslausri útgöngu úr
Evrópusambandinu, þvert gegn
vilja þingsins. Boris Johnson mælist
í könnunum líklegastur til þess að
taka við forsætisráðuneytinu þegar
Theresa May stígur til hliðar. Hann
hefur heitið því að Bretar virði
útgöngudagsetninguna, 31. október,
og fresti ekki útgöngu líkt og áður
hefur verið gert, jafnvel þótt það
þýði útgöngu án samnings.
„Við myndum knýja fram van-
traust satk væðag reiðslu þegar
við erum sannfærð um að þeir
Íhaldsmenn sem hafa sagst styðja
slíka tillögu til að koma í veg fyrir
samningslausa útgöngu séu líklegir
til að styðja hana í raun og veru,“
sagði Barry Gardiner, upplýsinga-
fulltrúi Verkamannaf lokksins, við
Sky News.
Sam Gyimah, þingmaður Íhalds-
f lokksins, sagði við sama miðil að
það væri síðasta úrræði að greiða
atkvæði gegn ríkisstjórninni og
að hann ætlaði sér það ekki. Hann
væri hins vegar, líkt og um þrjátíu
aðrir þingmenn f lokksins, vilj-
ugur til þess að styðja frumvörp
sem myndu hindra samningslausa
útgöngu. – þea
Hafa áhyggjur af samningsleysi
Boris Johnson,
líklegur arftaki.
LEIÐRÉTTING
Rangt var farið með föðurnafn
oddvita Fljótsdalshrepps í
blaðinu á laugardag. Hún heitir
Gunnþórunn Ingólfsdóttir.
8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
1
-1
4
F
8
2
3
6
1
-1
3
B
C
2
3
6
1
-1
2
8
0
2
3
6
1
-1
1
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K