Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 6
1299 kr.kg
Grísakótilettur, kryddaðar
Ódýrt
www.kronan.is
ÍRAN Stjórnvöld í Íran hættu í
gær að fylgja skilmálum JCPOA-
kjarnorkusamningsins. Sextíu
daga fresturinn sem Íransstjórn
hafði gefið eftirstandandi aðildar-
ríkjum til þess að skýla Íran gegn
nýjum, bandarískum þvingunum
rann þá út.
Íran gerði samning inn við
Bandaríkin, Kína, Frakkland,
Þýskaland, Evrópusambandið,
Rússland og Bretland árið 2015
en eftir að Donald Trump tók við
embætti Bandaríkjaforseta rifti
hann samningnum af hálfu Banda-
ríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á
nýjar þvinganir gegn Íran en samn-
ingurinn gekk í meginatriðum út á
að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína
gegn afléttingu þvingana.
„Í dag rann sextíu daga fresturinn
út og fyrst kröfum okkar er varða
kjarnorkusamninginn og olíu-
sölu var ekki svarað tökum við í
dag skref númer tvö. Fyrir sextíu
dögum lýstum við því yfir að við
myndum hætta að fylgja ákvæðum
um uppsöfnun auðgaðs úrans og
nú tilkynnum við um að við ætlum
ekki að fylgja ákvæðum um hversu
auðgað úranið má vera,“ hafði
íranski miðillinn Fars News eftir
Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Írans, í gær. Aukinheldur
að Íran myndi draga aftur úr þátt-
töku sinni í samningnum eftir sex-
tíu daga til viðbótar.
Þessa síðustu sextíu daga höfðu
Íranar ekki selt úr landi lágauðgað
úran. Það er alla jafna notað til þess
að knýja kjarnorkuver. Háauðgað
úran, sem Íran hyggst nú vinna í
skilvindum sínum, er aftur á móti
hægt að nota í rannsóknarkljúfum
eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla
jafna er úran sem notað er í vopnum
um níutíu prósent auðgað en Íran
hyggst nú, samkvæmt því er emb-
ættismenn sögðu í gær, vinna fimm
prósent auðgað úran.
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, ræddi við íranska forsetann
Hassan Rouhani í síma á laugardag.
Hann tjáði Írananum að hann vildi
alls ekki sjá samningnum rift og
samþykktu leiðtogarnir að íhuga
að hefja viðræður á ný. – þea
Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi
Abbas Araqchi aðstoðarutanríkisráðherra sést hér til hægri á blaðamannafundi gærdagsins. NORDICPHOTOS/AFP
Kröfum okkar er
varða kjarnorku-
samninginn og olíusölu var
ekki svarað.
Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Írans
GRIKKLAND Útlit er fyrir að mið-
hægriflokkurinn Nýtt lýðræði (ND)
hafi unnið stórsigur í þingkosning-
um sem fóru fram á Grikklandi í gær.
Þegar um 80 prósent atkvæða
voru talin hafði ND 39,67 prósent og
158 sæti af 300. Vinstriflokkurinn
Syriza, sem hefur verið við völd frá
árinu 2015, var með 31,68 prósent og
86 sæti. Jafnaðarmannaflokkurinn
KINAL var með 7,92 prósent og 22
sæti, Kommúnistaflokkurinn 5,38
prósent og fimmtán sæti, MeRA25,
f lokkur fyrrverandi fjármálaráð-
herrans Yanis Varoufakis, með 3,48
prósent og 9 sæti og fasistaflokkur-
inn Gullin dögun með 2,96 prósent.
Missir þannig rétt af þriggja prósenta
þröskuldnum og dettur út af þingi.
ND er því óumdeilanlega sigur-
vegari kosninganna. Syriza fékk 36,3
prósent atkvæða í kosningunum í
september 2015. ND fékk nú 27,8
prósent og þar með hreinan meiri-
hluta enda fær sá flokkur sem sækir
sér flest atkvæði fimmtíu þingsæti í
bónus.
Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND,
fer á fund forseta á morgun og tekur
væntanlega við sem forsætisráð-
herra. Hann fagnaði sigri í gær og
sagðist ætla að vinna af hörku fyrir
alla Grikki. Alexis Tsipras, fráfarandi
forsætisráðherra og leiðtogi Syriza,
játaði ósigur og sagðist samþykkja
niðurstöðurnar.
Kosningarnar áttu upphaf lega
að fara fram í haust. Tsipras ákvað
hins vegar að flýta kosningum eftir
að Syriza laut í lægra haldi fyrir ND
í Evrópuþingkosningunum í maí
síðastliðnum.
Tsipras tók fyrst við embættinu
eftir þingkosningar í janúar 2015. Á
þeim tíma leiddi hann Grikki í gegn-
um erfiðar viðræður við Evrópusam-
bandið um skuldastöðu ríkisins og
nýja neyðaraðstoð. Þegar hann hafði
tryggt þriðja neyðarpakka Grikkja
boðaði hann til nýrra kosninga. Þær
fóru fram í september sama ár og
stjórnin hélt velli.
Síðan þá hefur Tsipras hins vegar
gengið erfiðlega. Árið 2015 lofaði
Syriza því að láta af niðurskurðar-
stefnu fyrri ríkisstjórna. Allt kom
hins vegar fyrir ekki og neyddist
stjórnin til að framfylgja skilmálum
sem ESB og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn settu fyrir áframhald-
andi aðstoð. Atvinnuleysi hefur lítið
minnkað og mælist enn í rúmum
þrjátíu prósentum á meðal ung-
menna, um tuttugu prósent heilt yfir.
Sé litið til annarra mála en efna-
hagsmála má nefna óánægju meiri-
hluta Grikkja með samkomulagið
sem Syriza-stjórnin gerði við Make-
dóna um að nafni ríkisins yrði breytt
í Norður-Makedónía. Óánægjan
stafar af því að þótt forskeytinu sé
bætt við þykir Grikkjum enn ótækt
að nágrannarnir kalli sig sama nafni
og gríska héraðið og forngríska kon-
ungsríkið Makedónía.
Þá verður að nefna þann mikla
fjölda flóttamanna sem hafa streymt
til Grikklands og illa hefur gengið að
sjá um, sem og skógarelda síðasta
sumars sem felldu hundrað og urðu
að pólitísku deilumáli vegna mis-
taka yfirvalda og meintra ólöglegra
byggða.
Fátt getur nú komið í veg fyrir að
Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND,
taki við af Tsipras sem forsætisráð-
herra. Mitsotakis er af valdaættum.
Sonur fyrrverandi forsætisráð-
herrans Konstantinos, bróðir Dora
Bakoyannis, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, og frændi fyrrverandi
forsætisráðherranna Eleftherios
Venizelos og Sofoklis Venizelos.
Samkvæmt því sem Nikos Marant-
zidis, prófessor í stjórnmálafræði við
Makedóníuháskóla í Þessalóníku,
sagði við Vox Europ í síðustu viku er
Mitsotakis ekki sérstaklega vinsæll
hjá hörðustu fylgismönnum Nýs lýð-
ræðis. „Mitsotakis er miðjumaður úr
frjálslyndri fjölskyldu. Hann er langt
til vinstri við flokkinn. Flokksmenn
hafa aldrei litið á Mitsotakis-klanið
sem hluta af miðju-hægrinu heldur
sem boðflennur. En af hverju eru þeir
þá að kjósa Kyriakos Mitsotakis? Af
því að þeir vita að hann getur unnið.“
thorgnyr@frettabladid.is
Mitsotakis sigurvegari í Grikklandi
Alexis Tsipras forsætisráðherra og flokkur hans, Syriza, töpuðu fylgi í þingkosningum á Grikklandi. Nýtt lýðræði fær hreinan
meirihluta. Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, fer á fund forseta Grikklands í dag og tekur væntanlega við af Tsipras.
40%
kusu Nýtt lýðræði í kosn-
ingum gærdagsins.
Kyriakos Mitsotakis virtist afar sáttur við niðurstöðurnar, enda með hreinan meirihluta. NORDICPHOTOS/AFP
8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
1
-2
8
B
8
2
3
6
1
-2
7
7
C
2
3
6
1
-2
6
4
0
2
3
6
1
-2
5
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K