Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 10
Þurrir AGM eða sýru rafgeymar fyrir tæki og rúllur Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • www.skorri.is Mikið úrval • Traust og fagleg þjónusta Öflugir start rafgeymar í mörgum stærðumHleðslutæki KLÁRIR Í BÁTANA! Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill FÓTBOLTI Enska B-deildarliðið í knattspyrnu  Rea ding hef ur sam- þykkt kauptil boð frá Millwall, sem leikur í sömu deild, í íslenska lands- liðsframherjann Jón Daða Böðvars- son. Áður hefur verið sagt frá því að Jón Daði sé ekki í plönunum hjá portúgalska knattspyrnustjóran- um José Manuel Gomes. Jón Daði fór ekki með liðinu í æfingaferð til Spánar og er á sölulista hjá Reading. Jón Daði kom til Reading frá Wolves   árið 2017 en hann hefur skoraði 14 mörk í 53 leikjum fyrir liðið. Hann  var mikið meidd ur á síðustu leiktíð en skoraði þrátt fyr ir það sjö mörk í þeim níu leikjum sem hann var í byrjunarliði Reading. Millwall hafnaði í 21. sæti deild- ar inn ar í ensku B-deildinni síðasta vor, en liðið endaði einu sæti neðar en Rea ding og liðin rétt sluppu við fall úr deildinni. – hó Jón Daði mögulega til Millwall Jón Daði Böðvarsson er líklega að fara frá Reading. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI Bandaríkin vörðu í gær heimsmeistaratitil sinn í knatt- spyrnu kvenna en liðið lagði Hol- land að velli með tveimur mörkum gegn engu í skemmtilegum úrslita- leik mótsins í Lyon í Frakklandi. Bandaríska liðið  var sterkari aðilinn í leiknum og Sari Van Veenen daal hélt því hollenska inni í leiknum í fyrri hálf leik. Áfram hélt bandaríska liðið að herja á hollensku vörnina í upphafi síðari hálf leiks og þegar klukkutími var liðinn af leiknum brutu Banda- ríkjamenn ísinn. Stef anie van der Gragt, varnar- maður Hollands, var þá talin brotleg eftir að hafa sparkað í Alex Morgan, sóknarmann Bandaríkj- anna. Eftir að atvikið var skoðað af myndbandsdómurum dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu. Megan Rapinoe, sem missti af undanúrslitaleiknum gegn Eng- landi, steig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Rapinoe sem er 34 ára gömul var þar með elsti leikmaður til þess að skora í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Þetta var sjötta mark Rapinoe á mótinu en hún, Morgan og enski framherjinn Ellen White urðu Bandaríkjakonur áfram bestar í heimi Ríkjandi heimsmeistarar og Evrópumeistarar leiddu saman hesta sína í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna í Lyon í gær. Bandaríkin urðu þar heimsmeistari annað skiptið í röð með sannfærandi 2-0 sigri gegn Hollandi. markahæstu leikmenn mótsins með sex mörk hver. Rose Lavelle, sem leikið hefur af bragðs vel inni á miðsvæðinu hjá Bandaríkjunum á mótinu, tvöfald- aði svo forystu bandaríska liðsins skömmu síðar með laglegu marki. Lavelle skoraði þar af leiðandi þrjú mörk á mótinu. Bandaríkin styrktu stöðu sína sem sigursælasta lið sögunnar á HM Bandaríkin hafa nú orðið heims- meistari fjórum sinnum en mótið var fyrst haldið árið 1991 og var þetta því áttunda skipti sem það fer fram. Auk þess að fara með sigur af hólmi í fjögur skipti hafa Bandarík- in sömuleiðis fengið ein silfuverð- laun og í þau þrjú skipti sem liðið hefur ekki leikið til úrslita hefur það farið heim með brons. Þetta var 12. sigur Bandaríkjanna í röð í lokakeppni heimsmeistara- móts sem er met en fyrir þennan leik hafði Hollandi haft betur í 12 leikjum í röð í lokakeppni Evr- ópumóts og heimsmeistaramóts. Bandaríkin voru að leika sinn þriðja úrslitaleik á heimsmeistara- móti í röð. Enn fremur unnu Bandaríkin stærsta sigur sem unninn hefur verið í lokakeppni heimsmeistara- móts þegar liðið rótburstaði Taí- land 13-0 í fyrsta leik keppninnar. Þá skoraði liðið alls 26 mörk á mót- inu sem er það mesta sem lið hefur skorað á einu heimsmeistaramóti. Það sem lagði grunninn að sigri bandaríska liðsins var mikil breidd og mörg öf lug sóknarvopn sem liðið hefur innan sinna raða. Leikmenn bandaríska liðsins eru í gríðarlega góðu líkamlegu formi, geta pressað andstæðing sinn á löngum köf lum og refsa hratt og grimmilega fyrir þau mistök sem mótherjinn gerir. Jill Ellis, þjálfari bandaríska liðs- ins, varð þarna fyrsti þjálfarinn til þess að stýra liði til sigurs á heims- meistaramóti tvisvar sinnum. Nú hafa önnur lið fjögur ár til þess að finna leið til þess að velta Banda- ríkjunum af stalli þegar mótið fer næst fram. Leikmenn bandaríska liðsins hafa valdið nokkru f jaðrafoki meðan á mótinu hefur staðið. Rap- inoe hefur gagnrýnt bæði Donald Trump og forsvarsmenn FIFA. Þá reitti fagn Alex Morgan, þar sem hún þóttist dreypa á te með litla fingur upp í loftið, ensku þjóðina til reiði.  hjorvaro@frettabladid.is  Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér vel og innilega heimsmeistaratitlinum sem liðið vann í Lyon í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Bandaríkin hafa nú orðið heimsmeistarar fjórum sinnum en liðið er það sigursælasta í sögu keppninnar. Þýskaland kemur næst með tvo titla. 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 1 -1 0 0 8 2 3 6 1 -0 E C C 2 3 6 1 -0 D 9 0 2 3 6 1 -0 C 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.