Fréttablaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 22
treyja bandaríska kvennalands- liðsins orðin mest selda treyjan á einu tímabili í bæði kvenna- og karlaflokki á heimasíðu Nike. Treyja kvennalandsliðsins fór þannig fram úr lands liðstreyju karlaliðs Brasilíu og Barcelona sem voru áður söluhæstu treyjurnar. Samkvæmt framkvæmdastjóra Nike, Mark Parker, hefur sala á treyjum landsliðanna aukist um 200 prósent frá síðasta heims- meistaramóti sem var fyrir fjórum árum. Kvöldið eftir að Bandaríkin sigruðu Holland í úrslita leiknum setti Nike í sölu uppfærða treyju með fjórum stjörnum á. Stjörnurn- ar vísa til fjölda heimsmeist aratitla sem bandaríska kvenna lands liðið hefur unnið. Salan fór gríðarlega vel af stað þar sem treyjan seldist upp í mörgum stærðum, bæði í kvenna-, karla- og barnastærðum. Einfaldleikinn bestur Búningurinn í heild sinni er ein- staklega stílhreinn og flottur en hann þykir minna á búninginn sem bandaríska kvennalandsliðið spilaði í árið 1999, þegar það vann sinn annan heimsmeist aratitil. Hvít treyja, hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar. Það er ekki verið að flækja hlutina á treyjunni en á ermunum eru tvær rendur, rauð og blá. Bakstykkið á treyjunni er þakið heitum á 50 fylkjum Banda- ríkjanna í ljósgráu letri sem sést lítið, en er samt sem áður skemmti- legur fítus. Fyrir ofan merkið þeirra má sjá þrjár stjörnur sem vísa til heimsmeistaratitlana árin 1991, 1999 og 2015. Einnig má finna þrjár stjörnur aftan á búningnum og á stuttbuxunum. Margir glæsilegir búningar sáust á heimsmeistaramótinu þetta árið en óhætt er að segja að bandaríska treyjan hafi sigrað, líkt og liðið sjálft. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Útsalan í fullum gangi 40-50% afsláttur Kvartbuxur kr. 6.900.- Buxur 7/8 lengd kr. 7.900.- Fleiri litir.Str. 36-52 NÝ SENDING Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Nike var áberandi á heims-meistaramóti kvenna í knattspyrnu sem lauk um síðustu helgi þar sem þær banda- rísku stóðu uppi sem sigurvegarar. Nike var styrktaraðili 14 liða af 24 á mótinu og þar af þriggja af fjórum liðum í undanúrslitum. Ásamt því spilaði rúmlega helm- Treyjan sem kom, sá og sigraði Íþróttamerkið Nike hefur slegið í gegn að undanförnu með frábærum auglýsingum, mynd- böndum og myndefni sem tengist heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu. Rúmlega helmingur liðanna á mótinu var í búningum frá merkinu og þar á meðal voru sigurvegararnir. Alex Morgan er án efa ein vinsælasta knattspyrnukona heims. Hún spilar í treyju númer 13 fyrir bandaríska landsliðið. NORDICPHOTO/GETTY Stjörnurnar setja skemmtilegan svip á buxurnar. NORDICPHOTO/GETTY Hér má sjá treyjur allra liðanna á heimsmeistaramótinu 2019. Búningurinn hefur slegið ræki- lega í gegn. Rose Lavelle skoraði seinna markið í úrslitaleiknum. MYND/GETTY IMAGES ingur leikmanna í takkaskóm frá Nike. Íþróttakonurnar sem kepptu í Nike á þessu heimsmeistaramóti voru frá Bandaríkjunum, Hol- landi, Síle, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Frakklandi, Englandi, Noregi, Kanada, Kína, Brasilíu, Suður-Afr- íku, Suður-Kóreu og Nígeríu. Sala sem sló öll met Bandaríska treyjan var sú sem sló all rækilega í gegn á meðan á mótinu stóð. Um mitt mót var 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 8 -8 5 9 C 2 3 6 8 -8 4 6 0 2 3 6 8 -8 3 2 4 2 3 6 8 -8 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.