Fréttablaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 18
Þetta er sterkt fyrir
okkur sem samtök
að fá landsliðsfyrirliða
kvenna þarna inn og sterkt
fyrir stelpur að þær sjái að
við séum líka að hugsa um
þeirra hagsmuni. Þetta með
Söru kemur út frá þeirra ósk
að við hjálpum landsliðs-
stelpunum að semja við KSÍ.
Kristinn Björgúlfsson, framkvæmda-
stjóri Leikmannasamtaka Íslands
HANDBOLTI Íþróttafréttamaður-
inn og einn helsti handboltasér-
fræðingur landsins, Guðjón Guð-
mundsson, er ekki sáttur við Hauk
Þrastarson, Teit Örn Atlason, Svein
Andra Sveinsson og Arnar Frey
Guðmundsson sem gáfu ekki kost
á sér til að spila á HM U21 árs liða.
„Það er pirrandi þegar ungir leik-
menn gefa ekki kost á sér í U21 í
handbolta. Man ekki eftir því að
þessi staða hafi komið upp á Íslandi.
Kannski of góðir í þetta verkefni.
Della,“ sagði Gaupi á samskiptafor-
ritinu Twitter og bætti sínu merki
við. Eina.
Haukur og Teitur hafa verið í
A-landsliðinu undanfarna mánuði
og spiluðu á HM í Dan-
mörku og Þýskalandi
í janúar. Viktor Gísli
H a l l g r í m s s on ,
s em ei n n ig
hefur verið
í A-lands-
liðinu í síðustu leikjum, flýgur hins
vegar með liðinu til Spánar.
Liðið er með Þýskalandi, Noregi,
Danmörku, Argentínu og Síle í riðli
en fjögur efstu liðin fara áfram í
16-liða úrslit. Mótið fer fram á Spáni
síðar í júlí.
Gaupi segir það dellu hjá leikmönnum að gefa ekki kost á sér
Teitur Örn
Atlason.
Landslið Íslands U21 í handbolta
Markverðir:
Andri Sigmarsson Scheving, Haukar
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG
Aðrir leikmenn:
Ásgeir Snær Vignisson, Valur
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, FH
Daníel Örn Griffin, KA
Darri Aronsson, Haukar
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV
Gabríel Martinez Róbertsson, ÍBV
Hafþór Már Vignisson, ÍR
Hannes Grimm, Stjarnan
Jakob Martin Ásgeirsson, FH
Kristófer Andri Daðason, HK
Orri Freyr Þorkelsson, Haukar
Sigþór Gunnar Jónsson, KA
Sveinn José Rivera, Valur
Örn Vésteinsson Östenberg, Amo
Handboll
Þjálfari: Einar Andri Einarsson
Aðstoðarþjálfari: Sigursteinn Arndal
Liðsstjóri: Hrannar Guðmundsson
Fararstjóri: Stefán Þór Sigtryggsson
Sjúkraþjálfari: Stefán Baldvin
Stefánsson
Man ekki eftir því
að þessi staða hafi
komið upp á Íslandi.
Kannski of góðir í þetta
verkefni. Della.
Guðjón Guðmundsson
Íþróttafréttamaður
1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI „Glugginn er opinn og
þetta eru klárlega stærstu félaga-
skiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson,
framkvæmdastjóri Leikmannasam-
taka Íslands, léttur í lund en hann
fékk heldur betur liðsstyrk í gær
þegar landsliðskonurnar Sara Björk
Gunnarsdóttir og Berglind Björg
Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina.
Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirs-
son, leikmaður Breiðabliks, Hafdís
Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirs-
son.
Kristinn segir að þær Sara og
Berglind hafi báðar mikinn metnað
fyrir hönd leikmanna og vilji taka
þátt í því að standa vörð um hags-
muni þeirra. Markmið leikmanna-
samtakanna er jú að sinna og vekja
athygli á málefnum leikmanna og
gæta að hagsmunum þeirra. Þeir
leikmenn sem eru spilandi eiga,
að mati samtakanna, að láta sig
málin varða bæði fyrir sig og leik-
menn framtíðarinnar til að gera allt
umhverfi íþróttanna betra.
„Þetta er sterkt fyrir okkur sem
samtök að fá landsliðsfyrirliða
kvenna þarna inn og sterkt fyrir
stelpur að þær sjái að við séum líka
að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta
með Söru kemur út frá þeirra ósk að
við hjálpum landsliðsstelpunum að
semja við KSÍ. Berglind hefur fengið
þjónustu hjá okkur og veit hvað við
gerum og hvað við getum gert og
hversu mikilvægt starfið er.“
Berglind var á mála hjá Verona á
Ítalíu þar sem atvinnumannsdraum-
urinn varð að martröð. Ítalska liðið
braut ítrekað á samningi hennar og
Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin
voru ekki greidd á réttum tíma og
fyrstu vikurnar bjuggu þær í
lítilli íbúð með fjórum öðrum
leikmönnum þar sem þær
deildu rúmi. Einn samherji
þeirra svaf frammi á gangi.
Vandræði voru með hitann
í íbúðinni og í þokkabót lak
hún.
Þjálfarinn vildi ekki að
leik menn brostu á
æf ingum og þær
eyddu hátt í 30-40
þúsund krónum í
3G í símanum því
ekkert var netið.
Þær voru báðar
í f jarnámi á
Íslandi sem
fer einungis
fram á net-
inu. Svona
mætti lengi
telja.
Berglind leitaði til Leikmanna-
samtaka Íslands sem höfðu sam-
band við samtökin á Ítalíu og hjólin
fóru að snúast þótt þau snerust
hægt. „Ég var í miklu sambandi við
Kristin sem hjálpaði okkur mikið
úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að
vera komin inn í þetta til að aðstoða
aðra leikmenn. Núna hefur
maður reynslu ef eitthvað
kemur upp á hjá þeim,“
segir Berglind og bætir
við að hún sé virkilega
spennt fyrir væntan-
legu hlutverki.
K ristinn segir að
það sé jákvætt skref
að fá leikmenn sem séu
að spila til að taka þátt í
starf inu. „Þetta er
skref í þá átt sem við
erum að taka með
FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasam-
tökunum. Þeir vilja að við séum með
f leiri leikmenn sem eru að spila í
stjórninni. Það er því frábært að fá
þær og Arnar Svein.“
Aðspurður hvort samtökin séu
með nóg af málum á sinni könnu
segir Kristinn að málin hafi þróast
í rétta átt frá því hann stofnaði sam-
tökin fyrir rúmlega fimm árum.
„Það er miklu meira samstarf núna
milli okkar og félaganna í landinu.
Samstarf á milli okkar og KSÍ er
orðið mun betra og við erum farin
að vinna meira saman.
Það hefur sýnt sig að það var
vöntun á þessum samtökum og ef
allt gengur upp þá náum við inn í
FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara
fyrir okkur heldur alla leikmenn á
Íslandi. Þá höfum við meiri stuðn-
ing og meira fjármagn. Við erum
enn svolítið í sjálf boðavinnu en við
sjáum möguleikann á að ráða starfs-
mann og jafnvel vera með skrifstofu
þegar við göngum í raðir FIFPro.“
benediktboas@frettabladid.is
Fagnar komu landsliðsfyrirliðans
Fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, Sara Björk Gunnarsdóttir, er komin í stjórn Leikmannasamtaka Íslands. Hún og
Berglind Björg Gunnarsdóttir eru nýjustu meðlimir stjórnarinnar. Framkvæmdastjóri samtakanna fagnar komu þeirra.
Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, horfir björtum augum á framtíð samtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
8
-9
E
4
C
2
3
6
8
-9
D
1
0
2
3
6
8
-9
B
D
4
2
3
6
8
-9
A
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K