Fréttablaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 6
Allt í kringum
Michele Ballarin
eru blekkingarleikir.
Keith Kloor, höfundur ítarlegrar
greinar um Ballarin í Washington
Post
Epstein var nýlega
handtekinn vegna nýrra
ásakana um mansal sem á
að hafa átt sér stað upp úr
síðustu áramótum.
D-vítamínbætt
nýmjólk frá MS
fæst nú einnig
án laktósa
NÝTT
VIÐSKIPTI Atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið birti í gær áform
um lagabreytingu á lögum um neyt-
endalán á samráðsvef stjórnvalda.
Starfshópur um endurskoðun á
starfsumhverfi smálánafyrirtækja
var settur á laggirnar fyrir ári og er
fyrirhuguðu frumvarpi ætlað að
bregðast við niðurstöðum hópsins.
Niðurstaða starfshópsins var sú
að smálán væru þau lán sem valda
neytendum mestum vanda og til-
lögur hópsins eru þær að óheimilt
verði að innheimta gjöld og kostnað
af lánunum sem er hærri en lög-
bundið hámark af hlutfallstölu
kostnaðar. Frumvarpinu er ætlað
að koma í veg fyrir að hægt verði að
krefja þá sem taka smálán um óhóf-
legan kostnað.
Opið er fyrir umsagnir um laga-
breytinguna á vef Alþingis til
2. ágúst 2019. – bdj
Vilja breytt
lög um smálán
VEIÐI Gæftaleysið í laxveiðiánum
heldur áfram og endurspeglast í
nýjustu veiðitölum á vef Landssam-
bands veiðifélaga.
Eins og komið hefur fram leggst
mikið þurrkasumar ofan á það
að fiskifræðingar sáu fyrir rýrar
laxagöngur að þessu sinni. Í Laxá í
Kjós héldu menn þó ótrauðir áfram
að leggja línurnar fyrir laxinn í
morgun. Á miðvikudagskvöld
höfðu verið færðir 42 laxar þar til
bókar. Á sama tíma í fyrra höfðu
veiðst þar 276 laxar. Og þannig er
sagan af laxveiðinni um vestanvert
og norðvestanvert landið.
Af lahæsta veiðistöðin hingað
til er Urriðafoss í Þjórsá þar sem
reyndar var ekki veitt á stöng fyrr
en sumarið 2017. Þar voru 502 laxar
skráðir í veiðibækur í lok miðviku-
dags. – gar
Lítil uppörvun í nýjum laxveiðitölum
Flugu kastað í afar vatnslítinn Kvíslafoss í Laxá í Kjós. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
42
laxar hafa veiðst í Laxá í
Kjós það sem af er sumri.
BANDARÍKIN Alexander Acosta,
atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn
Donalds Trump Bandaríkjaforseta,
sagði af sér í gær. Acosta hefur sætt
harðri gagnrýni fyrir það hvernig
hann hélt utan um kynferðis-
brotamál gegn auðjöfrinum Jeffrey
Epstein er hann gegndi embætti
ríkissaksóknara í Miami árið 2008.
Epstein var nýlega handtekinn
vegna nýrra ásakana um mansal
Málið þar sem Acosta kom við sögu
snerist um ásakanir um kynferðis-
brot gegn fjörutíu stelpum undir lög-
aldri. Acosta náði samkomulagi við
Epstein um að hann þyrfti einungis
að sitja inni í þrettán mánuðiog þótti
mörgum það of væg refsing. – þea
Enn einn fyrir
borð hjá Trump
VIÐSKIPTI Michele Lynn Golden-
Ballarin er á allra vörum í íslensku
viðskiptalífi eftir að það kvisaðist
út að hún væri kaupandi allra eigna
sem tengjast flugrekstri úr þrotabúi
WOW air.
Af fréttum og greinum sem um
konuna hafa verið ritaðar á síðustu
árum er ljóst að skoðanir þeirra sem
eitthvað hafa haft af henni að segja
eru mjög skiptar. Lýsa sumir henni
sem montnum en velmeinandi
mannúðarfrömuði en aðrir mis-
kunnarlausum og gráðugum mála-
liða eða njósnara.
Ballarin er bandarísk athafna-
kona, fædd árið 1965. Hún ræktar
hesta og selur fasteignir í Virginíu-
fylki og hefur nýverið sett þar á
laggirnar fyrirtæki sem sérhæfir
sig í heilnæmu mataræði.
Hún er skráð stjórnarmaður
í fyrir tækinu Select Armor, sem
framleiðir skotheld vesti, og í félag-
inu Oasis Aviation Group, sem flýg-
ur milli Bandaríkjanna og afríska
smáríkisins Djibútí.
Mesta frægð hefur Ballarin getið
sér fyrir tilraunir sínar til að miðla
málum milli sómalskra mannræn-
ingja og úkraínskra stjórnvalda um
síðustu aldamót en hún hafði þá
tekið Sómalíu í hálfgert fóstur, og
gengur þar undir nafninu Prinsessa
Ballarin (Amira Ballarin).
Boðberi mannúðar í Sómalíu
eða miskunnarlaus málaliði
Michele Ballarin er sögð nýjasta von Íslendinga í lággjaldaflugi. NORDICPHOTOS/GETTY
Athafnakonan Mich ele
Ballarin er hergagna-
framleiðandi og sjálf-
skipaður samningamað-
ur í mannránum. Hún
hefur þegið greiðslur frá
Pentagon og boðið að-
stoð í stríði gegn hryðju-
verkum. Nú ætlar hún
að endurreisa WOW air.
Tilraunir hennar til að bjarga gísl-
um hinna sómalísku sjóræningja
gengu reyndar ekki betur en svo að
forsætisráðherra Úkraínu bað Hill-
ary Clinton, sem þá var utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, um að
koma konunni úr þessu sjálfskipaða
hlutverki sínu. Mannræningjarnir
hefðu ókyrrst mjög við afskipti
hennar og hækkað kröfur sínar um
lausnargjald upp úr öllu valdi.
Keith Kloor skrifaði ítarlega grein
um Ballarin í Washington Post
Magazine árið 2013 og fjallar þar
meðal annars um samskipti hennar
við bæði leyniþjónustu Bandaríkj-
anna (CIA) og Pentagon en í bréfi
sem hún sendi CIA árið 2007 kynnti
hún sig sem stjórnarformann Gulf
Security Group, félags skráðu í Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum,
sem hafi það að markmiði að elta
uppi og eyða Al Kaída hryðjuverka-
hópum í Afríku.
Í svari CIA var boð hennar um
aðstoð í stríðinu gegn hryðjuverk-
um afþakkað. Ballarin sneri sér þá
til hersins. Hún átti fund með emb-
ættismönnum í Pentagon vorið
2008. Á fundinum kynnti hún sig
sem forstjóra fyrirtækisins Blackst-
ar og kynnti áform þess um að setja
á laggirnar matargjafa- og mannúð-
arstarf í Sómalíu. Ekki væri þó um
raunverulegt mannúðarverkefni að
ræða heldur njósnastarfsemi fyrir
Bandaríkjastjórn. Sómalar, sem
þæðu matargjafir, þyrftu að gefa
upp nöfn sín og aðrar upplýsingar
um sig sem færu í gagnagrunna
Pentagon með það að markmiði
að gagnast stríðinu gegn hryðju-
verkum. Og Bandaríkjastjórn beit
á agnið. Blackstar var lofað 200 þús-
und dollurum til að byrja með, með
fyrirheitum um meira ef verkefnið
skilaði árangri. Samningnum var
hins vegar slitið áður en langt um
leið, enda leit njósna planið aldrei
dagsins ljós. Nánar um Ballarin á
frettabladid.is.
adalheidur@frettabladid.is
1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
C
-5
8
7
8
2
3
6
C
-5
7
3
C
2
3
6
C
-5
6
0
0
2
3
6
C
-5
4
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K