Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 22

Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 22
Me t s ö l u l i s t a r byggðir á sölu í bókabúðum landsins birtast reg lu leg a en hvaða bæk u r eru það sem áhugasamir lesendur næla sér í á bókasöfnum? Blaða- maður ákvað að forvitnast um það. Sunna Dís Másdóttir, sem nýverið lét af starfi verkefnastjóra bók- mennta á Borgarbókasafninu, tók að sér á síðustu vikum sínum í starfi að rýna í tölfræðina og tók saman lista yfir topp 10 bækurnar á sex bókasöfnum í Reykjavík: Grófinni, Kringlunni, Sólheimum, Spönginni, Árbæ og Gerðubergi. Bækurnar eru flokkaðar í fullorðinsbækur, barna- bækur og unglingabækur. Taka skal fram að hér er ekki um hávísinda- lega könnun að ræða, hún er gerð til skemmtunar en ætti þó um leið að vera nokkuð upplýsandi. Breytt hlutverk Blaðamaður hitti Sunnu Dís og Guttorm Þorsteinsson bókavörð í Kringlunni og spurði þau um áhuga fólks á bókasöfnum og listarnir góðu komu vitanlega einnig til tals. „Ég held að það fari ekki fram hjá neinum sem stunda bókasöfn að það hefur heilmikið breyst í starfi þeirra síðustu fimm til tíu árin. Alls konar viðburðahald hefur stóraukist og bókasöfnin vinna markvisst að því að vera menningarhús. Það eru mörg og fjölbreytt verkefni í gangi. Meðal nýjunga hjá Borgarbókasafninu má til dæmis nefna tilraunaverkstæði þar sem unnið er með tæknilæsi barna og þeim meðal annars kennt að forrita,“ segir Sunna Dís. Guðrún frá Lundi, Potter og Andrés önd Sunna Dís Másdóttir og Guttomur Þorsteinsson með stafla af vinsælum bókum á Bókasafninu í Sólheimum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 Dalalíf Guðrún frá Lundi 2 Myrkrið veit Arnaldur Indriðason 3 Mistur Ragnar Jónasson 4 Ekki vera sár Kristín Steinsdóttir 5 Óvelkomni maðurinn Jónína Leósdóttir 6 Þorsti Jo NesbØ 7 Saga Ástu Jón Kalman Stefánsson 8 Sonurinn Jo NesbØ 9 Gatið Yrsa Sigurðardóttir 10 Elín, ýmislegt Kristín Eiríksdóttir Fullorðinsbækur 1 Fairy tail Hiro Mashima 2 Harry Potter og viskusteinninn J.K. Rowling 3 Harry Potter og leyniklefinn J.K. Rowling 4 Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels Kristín Helga Gunnarsdóttir 5 Harry Potter og eldbikarinn J.K. Rowling 6 Ég gef þér sólina Jandy Nelson 7 Harry Potter og fanginn frá Azkaban J.K. Rowling 8 Harry Potter og Fönixreglan J.K. Rowling 9 Vetrarfrí Hildur Knútsdóttir 10 Hin illa arfleifð Thomas Enger Unglingabækur 1 Myndasögusyrpa 2014 2 Dagbók Kidda klaufa: furðulegt ferðalag Jeff Kinney 3 Útsmoginn Einar Áskell Gunilla Bergström 4 Skrímsli á toppnum Áslaug Jónsdóttir Kalle Güettler Rakel Helmsdal 5 Andrés Önd 2014 6 Myndasögusyrpa 2013 7 Skrímsli í vanda Áslaug Jónsdóttir Kalle Güettler Rakel Helmsdal 8 Dagbók Kidda klaufa Jeff Kinney 9 Einar Áskell og ófreskjan Gunilla Bergström 10 Andrés Önd 2013 Barnabækur Blaðamanni Frétta- blaðsins lék forvitni á að vita hvaða bækur njóta mestra vinsælda á bóka- söfnum á höfuð- borgarsvæðinu. Gott fólk lagði honum lið og hér birtast niðurstöðurnar. „Stór hluti af starfi mínu felst í að halda utan um viðburði sem eru orðnir að föstum liðum eins og leikhúskaffi, sögustundir og fyrir- lestrar,“ segir Guttormur. Þau segja alla hópa sækja söfnin, en einn hópur er þar afar áberandi. „Á bókasöfnum gildir það sama og á öllum menningarviðburðum landsins, það eru konur á miðjum aldri og uppúr sem halda uppi menningarlífinu,“ segir Guttormur. Sunna bætir við að mikið sé um að foreldrar komi með börn sín og nýti sér safnkostinn, en á söfnunum eru mjög góð svæði fyrir börnin. „Það er dálítið mismunandi eftir söfnum hvernig gestahópurinn er. Bóka- safnið í Sólheimum er hverfissafn með fastagesti úr nánasta umhverfi, í Kringluna kemur mikið meira fólk sem er á leiðinni milli bæjarhluta og í Grófinni er mikið um ferðamenn og fólk sem sækir í miðbæinn,“ segir Sunna. Dalalíf á toppnum En hvað vill fólk helst lesa? Topp 10 listarnir sýna það nokkuð vel. „Þegar kemur að bókum fyrir full- orðna kom ekki sérstaklega á óvart að einu sinni sem oftar er Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi í efsta sæti í fjórum af sex söfnum. Undantekningin er Grófin þar sem eru myndasögur fyrir fullorðna í fjórum efstu sætunum, en þar er stærsta myndasögu- safn á Íslandi og mikið stundað af þeim sem hafa áhuga á þeim. Svo tókst Jo NesbØ að skáka Guð- rúnu frá Lundi í Árbænum,“ segir Sunna Dís. „Guðrún f r á Lu nd i hefur verið vinsæl ára- Guðrún frá Lundi hefu r í áratugi not ið gríðarleg ra vinsælda m eðal lesend a og ekkert v irðist geta breytt því. tugum saman og manni finnst það fallegt og skemmtilegt að hún tróni á toppnum ár eftir ár. Við vorum með sýningu um hana sem hefur farið víða um land og þegar við vorum að setja hana upp í Grófinni fann maður hvað það er mikill áhugi á Guðrúnu.“ Potter og Andrés önd Þegar kemur að unglingabókum er myndasaga í efsta sæti, en Harry Potter og viskusteinninn er í öðru sæti og ekki munar miklu á þeim. Segja má að Harry Potter einoki listanna en fimm bækur í bóka- flokknum eru á topp 10 listanum. Japanska manga myndasagan Fairy tail er gríðarlega vinsæl, þar er rétt að hafa í huga að þar er um að ræða mörg eintök úr seríunni – það er ekki ein og sama bókin sem er svo oft í útláni, heldur nokkrar bækur í f lokknum. Á barnabókalistanum eru Andr- és önd, Einar Áskell og Kiddi klaufi hvað vinsælastir. Á bak við Andrés Önd eru ansi mörg eintök, og Syrpa 2014 nær til tólf eintaka, en þetta sýnir engu að síður að Andrés og félagar njóta gríðarlegra vinsælda hjá yngstu kynslóðinni. „Ég þekki þetta af eigin raun þar sem ég á einn svona splunkunýjan lesanda. Ég næ ekki sambandi við hann tímunum saman ef hann er með nefið ofan í syrpu – fyrir hann eru syrpurnar töfrahlið inn í lesturinn og ég þykist viss um að þær séu það fyrir f leiri,“ segir Sunna Dís. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -4 9 A 8 2 3 6 C -4 8 6 C 2 3 6 C -4 7 3 0 2 3 6 C -4 5 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.