Fréttablaðið - 13.07.2019, Side 24
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson,
benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra
Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@
frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Hera segist afar sátt við að vera flutt hingað til lands. Hér liggja ræturnar. „Ég
kom í maí en á undanförnum
árum hef ég mikið verið á f lakki
á milli Nýja-Sjálands og Íslands,“
segir hún. Hera var á ferð um
gullna hringinn með vinafólki frá
Nýja-Sjálandi þegar við náðum
tali af henni. „Ég hef verið að
vinna plötuna mína með Barða
Jóhannssyni auk þess sem ég hef
unnið með tónlistarmönnum frá
Nýja-Sjálandi og Bandaríkjunum.
Núna er loksins farið að sjá fyrir
endann á þessu verkefni og platan
nánast tilbúin. Útgáfudagur er
ekki negldur niður en vonandi í
lok sumars. Ég er að byrja að túra
um landið og fyrstu tónleikarnir
verða í Skyrgerðinni í Hveragerði
18. júlí. Þaðan fer ég á Djúpavog
og í Neskaupstað en síðan ætla ég
að halda áfram í kringum landið,“
segir hún.
Öll ellefu lögin á plötunni eru
eftir Heru og eru þau flutt á ensku.
Á tónleikunum mun hún flytja
eitthvað af nýju lögunum í bland
við eldri tónlist. „Ég hef unnið með
mörgum frábærum listamönnum
að þessari plötu. Svo er Barði
alveg yndislegur en hann útsetur
plötuna. Þetta er fyrsta platan mín
í rúm átta ár.“
Á flakki um heiminn
Hera hefur verið mikið á f lakki
um heiminn að undanförnum
árum. Hún hefur starfað með
ýmsum þekktum tónlistar-
mönnum á Nýja-Sjálandi, séð um
undirbúning og skipulagningu
tónleikaferða og tónleikahátíða.
Hún hefur sömuleiðis starfað sem
umboðsmaður og skipuleggjandi.
Unnið með fjöllistamönnum
í Ástralíu og fór með þeim til
Filippseyja en heimildarmynd
var gerð um það ferðalag. Þá hefur
hún spilað á Balí og komið fram í
New York. Hera kom fram í dúett
á Airwaves árið 2014.
„Ég hef unnið við fjöldann allan
af tónlistartengdum verkefnum
auk þess að kenna lagasmíðar. Það
er alltaf nóg að gera hjá mér. Nú
hlakka ég mest til að kynna nýju
plötuna og halda tónleika fyrir
Íslendinga. Ég verð ein til að byrja
með en þegar platan kemur út fæ
ég fleiri í lið með mér,“ segir hún.
„Annars finnst mér ekkert eins
skemmtilegt og að ferðast um og
spila.“
Hera segir að lögin á nýju
plötunni hafi nýtt sánd miðað við
fyrri lög hennar. „Þetta er nýr hljóð-
heimur sem lögin eru sett í og ég hef
aldrei áður tekið jafn langan tíma
í vinnslu. Ég mun kynna plötuna
seinna á Nýja-Sjálandi og í öðrum
löndum. Ég hlakka mikið til að
ferðast um fallega Ísland á næstu
vikum. Íslensk náttúra gefur manni
innblástur og það verður gaman að
koma á nýja staði. Hér er ótrúlega
mikill sköpunarkraftur og orka í
fólkinu. Það er aðeins meiri kyrrð á
Nýja-Sjálandi en hér,“ segir hún.
Lögin á nýju plötunni eru persónuleg og Hera segist aldrei áður hafa gefið svona mikið af sér.
Eftir að hafa búið í 25 ár á Nýja-Sjálandi er Hera nú flutt heim. Hera hefur verið í tónlist frá
unglingsárum.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Alltaf útlendingur
„Það er annars alveg sama hvar ég
er í heiminum, ég er alltaf útlend-
ingur. Hér er ég alltaf stelpan frá
Nýja-Sjálandi en þar er ég alltaf
Íslendingurinn,“ útskýrir Hera og
bendir á að Nýsjálendingar séu
mun rólegra fólk en Íslendingar.
Hera fæddist á Íslandi árið 1983 en
árið 1991 ákvað fjölskyldan að fara
til Nýja-Sjálands í tíu mánaða frí.
„Við fluttum alfarin árið 1994 og
okkur hefur líkað vel þar. Reyndar
varð gríðarlegur jarðskjálfti þar
fyrir átta árum og enn er verið að
byggja borgina eftir þær hamfarir.
Annars er margt mjög líkt á Íslandi
og Nýja-Sjálandi, landslagið og
þetta dramatíska að búa á eyju en
það magnar sköpunarkraftinn í
fólkinu. Öllum sem hingað koma
frá Nýja-Sjálandi líður eins og þeir
séu heima. Ég á stóra fjölskyldu hér,
frænkur og frændur,“ segir Hera
en þess má til gamans geta að það
tekur 29 klukkustundir að ferðast
til Nýja-Sjálands. Þegar Hera kom
heim í maí fór hún fyrst í gegnum
Singapúr og síðan London til að
komast hingað.
Herasing á Instagram
Hera ætlar að setja myndbönd
á Instagram-síðu sína og bendir
fólki á að fylgja sér þar undir
instagram.com/herasings. „Þegar
ég var fjórtán ára var stúlka sem
var að setja upp heimasíður sem
merkti mig alltaf sem Hera Sings
og það festist við mig,“ útskýrir
hún. Hera lærði fyrst á klassískan
gítar sem barn og hélt áfram námi
á Nýja-Sjálandi hjá djassgítar-
leikara. Hún var aðeins sextán
ára þegar hún byrjaði að koma
fram opinberlega. „Nýja platan
mín verður númer tíu en er samt
númer eitt. Ég hef gefið út þó
nokkuð en aldrei gert plötu á
þennan hátt áður. Mér finnst hún
alveg einstök enda mikil vinna
sem liggur að baki. Ég er rosalega
ánægð með útkomuna og Barði er
snillingur. Á plötunni er strengja-
sveit en sá hluti var tekinn upp í
Bandaríkjunum. Einnig eru þrír
gítarleikarar frá Nýja-Sjálandi og
bakraddir þaðan auk píanóleik-
ara. Platan er tekin upp á fimm
stöðum í heiminum og sett saman
í Bretlandi. Það er allt hægt í dag,“
segir hún. „Ég er líka tilbúin með
myndband.“
Persónuleg lög
Þegar Hera er spurð hvort lögin
fjalli um eitthvað sérstakt, svarar
hún því játandi. „Undanfarin ár
hafa verið tími breytinga hjá mér.
Lífið hefur snúist í að minnsta
kosti fjóra hringi. Margt hefur
breyst og lögin eru persónuleg.
Ég hef aldrei áður gefið svona
mikið af mér í lögin. Það verður
auðvelt að lesa í þau,“ segir hún.
„Allt sem skiptir máli hjá mér er
að lifa í núinu, ekki hafa áhyggjur
af fortíðinni eða framtíðinni.
Við erum hérna – núna,“ ítrekar
hún. „Ég er mjög hamingjusöm og
þykir of boðslega vænt um að fá að
ferðast um Ísland, syngja og segja
sögur. Það veitir manni hlýju í
magann,“ segir Hera.
Undanfarin ár
hafa verið tími
breytinga hjá mér. Lífið
hefur snúist í að
minnsta kosti fjóra
hringi. Margt hefur
breyst og lögin eru
persónuleg. Ég hef aldrei
áður gefið svona mikið
af mér í lögin.
Hera Hjartardóttir
Framhald af forsíðu ➛
EKKERT
BRUDL
Senseo Switch K
affivél
Kaupauki
Gevalia 500 g
+
Senseo Strong 16 stk.
kr.13.900
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
C
-3
5
E
8
2
3
6
C
-3
4
A
C
2
3
6
C
-3
3
7
0
2
3
6
C
-3
2
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
7
2
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K