Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 46
8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERÐIR
Plovdiv er talin vera elsta borg
Evrópu. NORDICPHOTOS/GETTY
Búlgaría er æ vinsælli ferðamannastaður. Þar eru sólríkar strendur, ódýr matur og
drykkur, falleg menning og fornar
byggingar til að skoða. Búlgaríska
borgin Plovdiv er talin vera ein
elsta borg Evrópu en hún er meira
en 6.000 ára gömul. Búlgaría er
kallað Land rósanna þar sem
meirihluti framleiðslu rósaolíu
í heiminum kemur þaðan. Fyrir
utan það er landið stórtækt í fram
leiðslu á lavenderolíu sem fælir burt
lúsmý. Fyrir þá sem þekkja lítið til
Búlgaríu lýsir bókin The Shadow
land eftir bandaríska höfundinn
Elizabeth Kosdova landslaginu og
menningunni vel. Bókin fjallar um
unga bandaríska konu að nafni
Alexandra Boyd, sem flytur til
Búlgaríu til að kenna ensku. Fyrir
slysni endar hún með duftker í eigu
gamalla hjóna sem inniheldur ösku
Stoyan Lazarov. Alexandra reynir
að hafa uppi á hjónunum og kynn
ist um leið sögu mannsins sem er
bæði sorgleg og falleg. Sagan lýsir
vel margbreytilegri stemningunni
í Búlgaríu á 20. öldinni í tengslum
við aldagamla sögu landsins,
stalínismann og hvernig landið rís
hratt úr ösku Sovétríkjanna sálugu.
Skuggalandið
Búlgaría
Undirbúningur fyrir ferðalög mikilvægur. NORDICPHOTOS/GETTY
Þegar ferðast er til útlanda er ýmislegt sem hafa ber í huga. Oft er nóg að taka bara með sér litla tösku og vegabréfið,
og ekki gleyma evrópska sjúkratryggingar
kortinu, það borgar sig þó stoppið sé stutt.
En þegar lengra er haldið þarf að hugsa
að fleiri atriðum. Lönd utan Schengen
krefjast f lest vegabréfsáritunar þegar
ferðast er frá Íslandi. Oft getur afgreiðsla
vegabréfsáritana tekið tíma og því borgar
sig að sækja um tímanlega.
Í sumum löndum eru landlægir sjúk
dómar sem finnast ekki á Íslandi. Þegar
ferðast er á fjarlægar slóðir borgar sig að
athuga hvort og hvaða bólusetningar er
nauðsynlegt hafa til að fyrirbyggja smit.
Eins borgar sig að vera vel sjúkratryggður,
sérstaklega ef ferðast er þangað sem evr
ópska sjúkratryggingakortið gildir ekki.
Ef planið er að keyra er líka ráð að
athuga hvort íslenska ökuskírteinið dugi
ekki örugglega til. En hægt er að sækja um
alþjóðlegt ökuskírteini hjá Félagi íslenskra
bifreiðaeigenda.
Þó að oft sé hægt að bjarga sér bara með
greiðslukorti er ekki víst að það sé jafn
auðvelt alls staðar. Það borgar sig því að
hafa alltaf með sér einhvern gjaldeyri í
seðlum. Svo er bara að muna eftir góða
skapinu. Góða ferð!
Góð ráð fyrir ferðalagið
Sólarvörnin er gríðarlega mikilvæg
fyrir húðina.
Ef þú ert á leiðinni í sólarfrí í útlöndum máttu ekki gleyma sólarvörninni. Það er ekki
hægt að segja það nógu oft hversu
mikilvæg sólarvörnin er, hvað þá
fyrir okkur Íslendingana.
Það hefur verið lengi í tísku að
vera sólbrúnn. Þegar hugsað er
einungis um sólbrúnku en ekki
húðina getur skaðinn orðið mikill.
Sólarvarnir koma ekki í veg fyrir
að húðin taki lit, sólarvarnir verja
húðina fyrir skaðlegum geislum
sólarinnar sem brenna á okkur
húðina, skaða frumur húðarinnar
sem sjá okkur fyrir teygjanleika og
flýtir þannig fyrir öldrun húðar
innar.
Með því að nota sólarvörn endist
liturinn lengur og er fallegri á
húðinni. SPFstuðull á sólarvörn
segir ekki til um hversu mikla vörn
þú færð, heldur hversu lengi vörnin
er virk.
Nota má sömu sólarvörnina á
andlitið og líkamann, en stundum
er venjuleg sólarvörn of feit fyrir
andlitið, sérstaklega fyrir þá sem
eru með rósroða eða tilhneigingu
til að fá bólur. Þá er oft gott að nota
sólarvörn án olíu á andlitið.
Ekki gleyma
sólarvörninni
1
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
C
-7
B
0
8
2
3
6
C
-7
9
C
C
2
3
6
C
-7
8
9
0
2
3
6
C
-7
7
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K