Fréttablaðið - 13.07.2019, Side 48

Fréttablaðið - 13.07.2019, Side 48
Hvort langar þig frekar í vöfflur með karamellueplum eða einfalda eplaköku með rjóma? Hér eru uppskriftir sem vert er að prófa með kaffinu. Vöfflur með karamellueplum Vöfflur er svakalega góðar og það má líka borða þær með alls konar ávöxtum eða kjöti eftir því hvort þær eru bakaðar fyrir kaffitíma eða kvöldmatinn. Belgískar vöfflur eru gjarnan bakaðar sem meðlæti með kjöti en þessar venjulegu eru frekar með sultu, rjóma, ís eða ávöxtum. Hér er frábær uppskrift að vöfflum með karamellueplum og mascarpone. Uppskriftin er miðuð við fjóra. Vöfflur 4 dl hveiti 2 msk. sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 4 dl mjólk 5 egg 100 g brætt smjör Ein uppskrift gefur tíu vöfflur. Setjið öll þurrefnin í skál og bætið síðan mjólkinni saman við hægt og rólega á meðan hrært er. Þá eru eggin sett út í og loks smjörið. Þegar blandan er kekkjalaus og fín er hún látin standa í hálfa klukkustund. Ef blandan er of þykk má blanda meiri mjólk saman við. Karamelluepli 2 msk. smjör til steikingar 3 epli 200 g sykur ½ dl vatn 50 g smjör 1 ½ dl rjómi ½ tsk. salt Mascarpone-krem Fræ úr ½ vanillustöng 3 dl rjómi 90 g flórsykur 1 dós mascarpone-ostur 50 g hvítt súkkulaði Ber 40 g ristaðar heslihnetur Skrælið eplin og skerið þau í bita. Bræðið smjör á pönnu og setjið eplabitana út á. Setjið síðan á disk á meðan karamellan er búin til. Setjið sykur og vatn á pönnu. Bræðið sykurinn og gætið að því að hann brenni ekki. Setjið smjör saman við, síðan rjóma og salt. Lækkið hitann og setjið eplabitana út í karamelluna. Geymið þar til vöfflurnar eru klárar. Setjið hvíta súkkulaðið á bökunar- pappír á ofnskúffu. Bakið í 150°C heitum ofni í 10 mínútur. Kælið súkkulaðið og brjótið það síðan í litla bita. Blandið því saman við fersk ber og grófhakkaðar hnet- urnar. Hrærið vanillufræin saman við þeyttan rjóma og flórsykur. Hrærið mascarpone-ostinn í annarri skál þar til hann verður mjúkur. Bætið rjómablöndunni saman við. Geymið í ísskáp þar til verður notað. Berið fram heita vöfflu með kara- mellueplum, mascarpone-kremi og súkkulaði-og hnetumulningnum. Einföld eplakaka Þessi kaka er einstaklega góð með kaffinu og það er mjög einfalt að útbúa hana. Epla- og kanilbragðið passar vel saman. Það er hægt að breyta kökunni og setja nokkra litla karamellubita með eplunum en þá fæst epla- og karamellubragð. Einn- ig er hægt að taka nokkrar gerðir af hnetum og möndlum, hakka og setja saman við deigið. Þá er enn ein útfærslan að setja smá marsipan með eplunum. Þannig má breyta þessari köku eftir því hvernig stuði maður er í. Hér er uppskrift að ein- földustu gerðinni 100 g smjör 100 g sykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. kanill 3 epli Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og sykur svo blandan verði létt og ljós. Bætið eggjum saman við einu í einu og vanilludropum. Því næst er hveiti, lyftiduft og kanill sett saman við. Skrælið eplin og skerið þau í bita. Hrærið síðan eplabitunum saman við deigið. Setjið í hringlaga form sem hefur verið smurt og dreifið kanilsykri yfir. Kakan er bökuð í 40 mínútur. Berið fram volga með þeyttum rjóma eða ís. Gott með sumarkaffinu Það er alltaf ástæða til að fá sér eitthvað gott með kaffinu. Ekki er verra ef hægt er að drekka það utandyra í góðu veðri. Hér eru tvær uppskriftir en báðar innihalda þær epli. Það er hægt að borða vöfflur með alls kyns gúmmelaði. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is 15. - 20. JÚLÍ Í FAXAFENI GÁMASALA! ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR GÖTUHJÓL · FJALLAHJÓL · BARNAH JÓL HJÓLAÐU Í NÝTT HJÓL! VAXTALAUS KORTALÁN* *VAXTALAUS KORTALÁN TIL ALLT AÐ 6 MÁNAÐA - LÁNTÖKUGJALD ER INNHEIMT VEGNA KORTALÁNA FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 C -6 7 4 8 2 3 6 C -6 6 0 C 2 3 6 C -6 4 D 0 2 3 6 C -6 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.